Samfélagsmiðlar

Róm-Reykjavík undir niðurskurðarhnífinn

Boðaðar sparnaðaraðgerðir hjá Norwegian munu draga úr fjölbreytninni á Keflavíkurflugvelli.

Frá Róm.

Umtalsverðar breytingar á leiðakerfi Norwegian eru meðal þeirra sparnaðaraðgerða sem forsvarsmenn norska lággjaldafélagsins vinna nú að. Á næstunni leggur félagið því niður starfsstöðvar sínar í Stewart og Providence á austurströnd Bandaríkjanna og flytur þotur sínar frá Mallorca, Kanarí og Tenerife. Þessu til viðbótar hættir félagið að fljúga styttri leiðir frá Róm og einbeitir sér í staðinn að Ameríkuflugi frá ítölsku borginni.

Þar með eru allar líkur á að Norwegian hætti að fljúga hingað frá Róm en ekki liggur fyrir hvenær þessar breytingar taka gildi. Ennþá er til að mynda hægt að bóka flug með félaginu héðan til borgarinnar fram til lok október. Norwegian er eini valkosturinn fyrir þá sem vilja fljúga beint héðan til ítölsku höfuðborgarinnar en bæði WOW og Vueling gáfust upp á flugleiðinni eftir tvær sumarvertíðir.

Slæm tíðindi fyrir ferðaþjónustuna

Flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu hefur lengi verið af skornum skammti og þetta er í fyrsta sinn nú í vetur sem hægt er að fljúga þangað á þessum árstíma ef  frá er talið leiguflug með íslenskt skíðafólk til Verona. Auk Rómarflugs Norwegian þá flugu þotur WOW beint til Mílanó í byrjun þessa vetrar og þessar samgöngubætur skýra væntanlega þá miklu aukningu sem varð í fjölda ítalskra ferðamanna í nóvember síðastliðnum. Þá komu hingað nærri tólf hundruð fleiri Ítalir en á sama tíma árið 2017. Hlutfallslega nam aukningin 58 prósentum samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Viðbótin var minni í desember eða 11 prósent.

Icelandair gæti horft til Rómar

Fyrir íslenska túrista er auðvitað líka missir í Rómarflugi Norwegian og sem fyrr segir þá varð ekki framhald á ferðum WOW og Vueling þangað frá Keflavíkurflugvelli. Stjórnendur Icelandair sögðu í fyrra að boðaðar breytingar í leiðakerfi félagsins gætu gert því kleift að hefja áætlunarflug til fjarlægari áfangastaða í Evrópu. Hingað til hefur félagið nefnilega nærri eingöngu takmarkað ferðir sínar í austur við fjögurra klukkutíma flugferðir en flugið til Rómar tekur um fimm tíma frá Keflavíkurflugvelli.

Nýtt efni

Eftirspurn eftir ferðalögum til útlanda meðal Íslendinga er áfram sterk fullyrti Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á kynningu á nýju uppgjöri flugfélagsins nú í morgun. Farþegum Icelandair frá heimamarkaðnum fækkaði hins vegar um 9 prósent á öðrum ársfjórðungi í samanburði við sama tímabil í fyrra. Þennan samdrátt útskýrði Bogi Nils með því að benda á …

Í byrjun júlí tóku gildi bráðabirgðatollar á rafbíla sem fluttir eru inn frá Kína til aðildarríkja Evrópusambandsins. Var gripið til þessa eftir að rannsókn á vegum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins leiddi í ljós að kínverska framleiðslan nyti óeðlilega mikils ríkisstuðnings og skaði því evrópskir rafbílaframleiðendur. Aukatollurinn, sem nú leggst ofan á þann 10 prósent toll sem fyrir …

Á öðrum ársfjórðungi í fyrra hagnaðist Icelandair um 2,1 milljarð króna fyrir skatt en núna var niðurstaðan hagnaður upp á 73 milljónir króna. Í dollurum, uppgjörsmynt Icelandair, var rekstrarafkoman (Ebit) jákvæð um 3,3 milljónir dollara en 21 milljón í fyrra. Sú niðurstaða var sú besta í mörg ár eins og sjá má. Skilyrði til flugrekstrar …

Fyrir fjórum vikum síðan boðaði Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, átak í markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað fyrir ferðamenn. Segja má að ráðherrann hafi verið að svara kalli forsvarsfólks ferðaþjónustunnar sem hvatt hefur til opinberrar kynningar á Íslandi sem áfangastað líkt og víða tíðkast. Tveimur dögum eftir að Lilja Dögg lofaði „hundruðum millj­óna“ til …

Stjórnendur Icelandair og Play gáfu það út í sumarbyrjun að fargjöld hefðu lækkað vegna mikillar samkeppni í flugi yfir Atlantshafið. Félögin tvö þurfa nú í auknum mæli að sækja á þann markað þar sem minni eftirspurn er eftir Íslandsferðum. Gallinn er hins vegar sá að farþegar sem fljúga milli Evrópu og N-Ameríku, með millilendingu á …

Í júní í fyrra voru óvenju margir bandarískir ferðamenn á landinu miðað við flugframboð. Nú í sumar hefur flugferðunum fjölgað um 12 prósent en samt fækkaði bandarískum ferðamönnum um 19 prósent í nýliðnum júní. Það er Icelandair sem er langumsvifamest í flugi héðan til Bandaríkjanna og stóð félagið undir 7 af hverjum 10 flugferðum héðan …

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki að telja ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við þau …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …