Samfélagsmiðlar

4280 farþegar á milli Íslands og Bretlands á degi hverjum

Samgöngurnar héðan til breska flugvalla hafa lengi verið góðar og margir sem nýta sér þær. Í fyrra fjölgaði þem en samdrátturinn var þónokkur í lok árs.

Frá Gatwick við London en flestir fljúga til Íslands frá þeim flugvelli.

Ef ferðinni er heitið til Bretlands þá eru valkostirnir margir. Frá Keflavíkurflugvelli er núna flogið beint til níu breskra flugvalla og áætlunarferðirnar til London hafa verið allt að tólf á dag. Bresku áfangastöðum íslensku flugfélagaanna hefur þó fækkað síðustu misseri. Nú flýgur Icelandair ekki lengur til Birmingham og Bombardier flugvélar Air Iceland Connect eru hættar að sjást við flugstöðvarnar í Aberdeen og Belfast. Á sama tíma hefur WOW lagt niður áætlunarflug sitt til Bristol og félagið gerði líka vetrarhlé á ferðunum til Edinborgar. Við þetta bætist að Norwegian flýgur ekki lengur frá Gatwick og brátt færast umsvif WOW frá þessum næststærsta flugvelli Bretland og yfir á Stansted.

Þrátt fyrir þennan samdrátt þá nýttu nærri þrjú prósent fleiri farþegar sér flug milli Íslands og Bretlands í fyrra en árið 2017. Í heildina voru farþegarnir rúmlega ein og hálf milljón eða 4620 á degi  hverjum. Hafa ber í huga að farþegar eru tvítaldir, bæði þegar þeir lenda í Bretlandi og líka þegar þeir fljúga þaðan.

Eins og gefur að skilja þá er stór hluti þessara farþega á  leið með íslensku flugfélögunum milli Bretlands og N-Ameríku. Og eins og hefur komið fram í viðtölum Túrista við forsvarsmenn British Airways þá hafa kínverskir ferðamenn verið stór hluti af þeim sem nýta sér ferðir þess félags frá London.

Eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan þá varð nokkur samdráttur í nóvember og desember en núgildandi vetraráætlun hófst í lok október síðastliðinn. Það er því líklegt að farþegafjöldinn hafi farið lækkandi áfram í janúar og febrúar. Páskarnir skýra svo sveiflurnar í mars og apríl.

Auk áætlunarferða til Keflavíkurflugvallar þá er einnig í boði leiguflug frá Bretlandseyjum til bæði Keflavíkurflugvallar og Akureyrar. Þeir farþegar eru ekki meðtaldir í tölunum hér að neðan. Upplýsingar eru fengnar frá breskum flugmálayfirvöldum en sambærilegar upplýsingar eru ekki opinberar hér á landi og kærði Túristi á afstöðu Isavia til úrskurðarnefndar upplýsingamála síðastliðið vor. Málið hefur ekki ennþá verið tekið fyrir.

Nýtt efni

Play mun fækka flugferðunum sínum til Norður-Ameríku um fjórðung í vetur í samanburði við þann síðasta líkt og FF7 greindi frá. Til viðbótar hefur félagið gert breytingar á flugáætlun sinni til Evrópu. Í sumum tilfellum fjölgar ferðunum en þeim fækkar í öðrum. Þannig gerir áætlunin fyrir september ráð fyrir tíu prósent færri ferðum en í …

Play er með fjóra áfangastaði Bandaríkjunum og einn í Kanada og býður félagið nú upp á daglegar ferðir til þeirra allra nærri allt árið um kring. Yfir vetrarmánuðina hefur Play þó dregið úr framboði en næsta vetur verður niðurskurðurinn meiri en áður. Næstkomandi nóvember er aðeins reiknað með 99 brottförum frá Keflavíkurflugvelli til Bandaríkjanna og …

Nú í vikunni hafa mælingar í Noregi og Bandaríkjunum sýnt að verðlag í þessum tveimur löndum hjaðnar hraðar en greinendur höfðu reiknað með. Það sama er upp á teningnum í Svíþjóð en í morgun birti hagstofan þar í landi nýjar verðlagsmælingar sem sýna að verðbólga sl. 12 mánuði mælist nú 2,6 prósent. Ef vaxtakostnaður er …

Gengi hlutabréf í Icelandair hefur nú fallið um 61 prósent síðustu 12 mánuði og kostar hver hlutur í dag 86 aura. Í hlutafjárútboðinu sem efnt var til í september 2020, til að koma flugfélaginu í gegnum heimsfaraldurinn, var hluturinn seldur á 1 krónu. Stuttu eftir útboðið fór gengið eins langt niður og það er í …

Á fyrri helmingi ársins komu aðeins færri Bandaríkjamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra þrátt fyrir tíðari flugferðir. Há verðbólga vestanhafs er væntanlega ein af skýringunum á þessum samdrætti enda hafa skuldsettir Bandaríkjamenn nú minna á milli handanna. Nú gæti hagur þess hóps vænkast því verðlag í Bandaríkjunum lækkaði meira í síðasta mánuði …

Vestanhafs er hefur ekkert flugfélag verið rekið með meiri hagnaði en Delta síðustu ár. Á nýafstöðnum öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, voru tekjur félagsins hærri en nokkru sinni áður á þessum hluta árs en aftur á móti var kostnaðurinn líka hærri. Þar með lækkaði hagnaðurinn um 30 prósent á milli ára samkvæmt uppgjöri sem flugfélagið …

Þessa dagana er mikið rætt um samdrátt í íslenskri ferðaþjónustu miðað við síðasta ár en þá er einblínt á að vöxturinn haldi ekki áfram á sama hraða og hann hefur gert eftir heimsfaraldur. Ef bornar eru saman tölur um komur erlendra ferðamanna á fyrstu fimm mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil 2019 sést að …

Það fóru 212 þúsund farþegar með erlend vegabréf í gegnum vopnaleitinni á Keflavíkurflugvelli í júní en þessi talning er notuð til að leggja mat á fjölda ferðamanna hér á landi. Í júní í fyrra var þessi hópur 20 þúsund farþegum fjölmennari og miðað við aukið flugframboð á milli ára þá mátti gera ráð fyrir viðbót …