Samfélagsmiðlar

Harður slagur í SAS

Forstjóri skandinavíska flugfélagsins segir kröfur flugmanna félagsins geta fellt fyrirtækið. Inn í kjaradeiluna blandast ólík sýn viðsemjenda á framtíðarskipulag þess.

Richard Gustafsson, forstjóri SAS.

Fimmta daginn í röð liggur nærri allt flug SAS niðri vegna verkfalls flugmanna. Ástandið hefur áhrif á ferðaplön tugþúsunda farþega á degi hverjum og hefur í raun lamað flugsamgöngur í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Þrátt fyrir það er kjaradeilan í hnút og viðsemjendur talast varla við. Rickard Gustafson, forstjóri SAS, var myrkur í máli í fjölmiðlum í gær.

„Ég vonast til þess að flugmennirnir axli ábyrgð og átti sig á því að núna erum við að saga trjágreinina sem við sitjum á. Og við sögum mjög hratt,“ sagði Gustafsson í viðtali við Dagens Næringsliv. Hann ítrekaði að ekki yrði orðið við kröfu flugmannanna um þrettán prósent launahækkun. Samkvæmt útreikningum forstjórans þá myndi sú kjarabót kosta SAS um 500 milljónir norskra króna á ári en það jafngildir um sjö milljörðum íslenskra króna. Flugmönnunum stendur til boða rúmlega tveggja prósent hækkun og bendir forstjórinn á að staðan í fluggeiranum í Skandinavíu gefi ekki tilefni til bjartsýni. Þannig hafi Norwegian lengi staðið illa og nýverið sagði sænska innanlandsflugfélagið BRA upp þriðjungi starfsmanna.

Flugmennirnir sjálfir segja launin hjá SAS lakari en hjá öðrum evrópskum flugfélögum og þá staðreynd megi meðal annars skrifa á samkomulagið sem tókst milli SAS og starfsmanna í lok árs 2012 þegar fyrirtækið var á barmi gjaldþrots. SAS skilaði hins vegar methagnaði í fyrra. Meðaltekjur flugmanna SAS nema í dag um einni milljón norskra króna á ári sem samsvarar um 14 milljónum íslenskra. Þar með eru flugmennirnir sjötta hæstlaunaða starfstéttin í Noregi samkvæmt tölum hagstofunnar þar í landi.

Kjaradeilan snýst þó ekki aðeins um launakjör heldur vilja flugmennirnir líka fá vaktaplön með lengri fyrirvara, draga úr helgarvinnu og einnig takmarka möguleika SAS á því að ráða áhafnir erlendis frá. Síðastnefnda atriðið vegur þungt í huga flugmannanna og ekki að ástæðulausu því í fyrra stofnaði SAS írskt dótturfélag, færði þangað nokkrar flugvélar og réði erlendar áhafnir til að sjá um hluta af flugferðunum frá Spáni og Bretlandi til Skandinavíu. Núverandi samkomulag SAS við flugmenn gerir ráð fyrir að flugfélagið megi í mesta lagi nýta erlendar áhafnir eða leiguflugfélög í 11 til 13 prósent af starfseminni.

Þennan kvóta vilja stjórnendur SAS útvíkka í skiptum fyrir æviráðningu allra þeirra fimmtán hundruð flugmanna sem starfa hjá félaginu í dag. Það vegur hins vegar þyngra hjá flugmönnunum að tryggja að SAS nýti áfram skandinavískar áhafnir því þeir óttast að félagið fylgi fordæmi Norwegian sem hefur opnað starfstöðvar víða í Evrópu og líka vestanhafs og í Taílandi.

„Flugmennirnir vilja halda í gamla skipulagið innan SAS en það virkar ekki í flugrekstri í dag, stjórnendurnir þurfa að hugsa hlutina upp á nýtt og spara á fleiri sviðum. Ég held að flugmennirnir skilji ekki reikningsdæmið og samkeppnina sem SAS er í,“ segir Steen Frode, prófessor við Norska verslunarháskólann, í viðtali við Dagens Næringsliv.

Sem fyrr segir þá er gangurinn í kjaraviðræðunum mjög hægur og hefur SAS aflýst 504 flugferðum á morgun og hefur það áhrif á nærri 50 þúsund farþega. Þar á meðal eru þeir sem eiga bókað flug með félaginu til og frá Keflavíkurflugvelli en SAS flýgur allan ársins hring hingað frá Ósló og Kaupmannahöfn og í sumar bætast við áætlunarferðir frá Stokkhólmi yfir hásumarið.

Nýtt efni

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …