Samfélagsmiðlar

Talan sem Icelandair mun ósennilega gefa út í dag

Í ljósi þess að helsti keppinauturinn er nú farinn af markaðnum má gera ráð fyrir að meðalfargjöldin hjá Icelandair hafi hækkað. Stjórnendur þess eru þó ekki gjarnir á að deila þess háttar upplýsingum.

Hjá tveimur stærstu flugfélögum Norðulanda þá hækkaði meðalfargjaldið í júní töluvert. Þannig hækkuðu farþegatekjur Norwegian, á hvern floginn kílómetra, um níu prósent á meðan hækkunin nam rúmum sjö prósentum hjá SAS í samanburði við júní í fyrra. Þessi verðþróun er þvert á spár forsvarsmanna flugfélaganna Ryanair og Lufthansa sem gáfu út í vor að þeir gerðu ekki ráð fyrir hækkandi fargjöldum í Evrópu í sumar vegna mikils framboðs á áætlunarflugi. Raunin varð hins vegar önnur, alla vega þegar horft er til Skandinavíu í júní.

Hvernig fargjöld Icelandair hafa þróast nú í sumar fáum við hins vegar ekki svar við í dag þegar fyrirtækið birtir sínar mánaðarlegu farþegatölur. Því öfugt við stjórnendur SAS og Norwegian þá deila stjórnendur Icelandair ekki reglulega upplýsingum um fargjaldaþróun. Í þeim mánaðarlegum flutningatölum sem félagið gefur út, og eru væntanlegar í dag, er aðeins að finna tölur um sætanýtingu og þróun framboðs en ekkert um hvort meðalfargjaldið hafi hækkað, lækkað eða staðið í stað.

Í ljósi þess að WOW air, helsti keppinauturinn í flugi til og frá landinu, er nú horfinn af sviðinu þá má fastlega gera ráð fyrir því að meðalfargjöld Icelandair hafi hækkað en ekki lækkað í júní. Jafnvel meira en sem nemur hækkuninni hjá Norwegian og SAS sem vissulega áttu líka í samkeppni við WOW air um farþega á ferðinni milli Evrópu og N-Ameríku.

Á sama tíma hljóta margir fjárfestar og eigendur Icelandair að vilja sjá hvort sú stefna stjórnenda að leggja aukna áherslu á Ísland sem áfangastað, í stað þess að gera helst út á tengifarþega á leið yfir hafið, hafi gefið góða raun. Farþegatölur Icelandair fyrir undanfarna mánuði hafa nefnilega sýnt að vægi erlendra ferðamanna, á leið til Íslands, hefur hækkað verulega í þotum félagsins á kostnað tengifarþega. Hvort þessi breyting skili Icelandair hærri tekjum á hvern farþega vita þó bara stjórnendur flugfélagsins. Og í ljósi ástandsins á MAX þotunum og þeirrar staðreyndar að Icelandair hefur þurft að leigja flugvélar og áhafnir til að brúa bilið þá væru hærri fargjöld væntanlega vel þegin til að standa undir auknum kostnaði.

 

Nýtt efni

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …

Toyota í Japan tilkynnti í morgun að framleiðsla fyrirtækisins hefði aukist um sjö prósent í janúar og að þetta væri þrettándi mánuðurinn í röð sem fleiri bílar væru framleiddir en í sama mánuði árið á undan. Meginskýringin er sögð mikil eftirspurn í Bandaríkjunum. Í janúar runnu rúmlega 740 þúsund fleiri Toyotur af færiböndum verksmiðjanna en …