Samfélagsmiðlar

Fátt um svör varðandi milljarða fjárfestingar í ferðaþjónustu

Icelandair Group og Guide to Iceland eru tvö af umsvifamestu ferðaþjónustufyrirtækjum landsins hvort á sínu sviði. Bandarískir fjárfestingasjóðir keyptu nýlega stóra hluti í fyrirtækjunum tveimur og segja má að síðan þá hafi farið að halla undan fæti. Forsvarsfólk sjóðanna verst allra frétta af þessum milljarða fjárfestingum.

Hagvaxtarhorfur hér á landi hafa versnað að mati sérfræðinga Seðlabankans og kenna þeir um langvarandi kyrrsetningu Boeing MAX þota Icelandair. Segja má að þetta sé nýjasta dæmið um þjóðhagslegt mikilvægi Icelandair en fyrirtækið stendur fyrir bróðurparti allra flugferða til og frá landinu eftir fall WOW air.

Þremur vikum eftir að Boeing MAX þoturnar voru kyrrsettar þá keypti bandaríski fjárfestingasjóðurinn PAR Capital 12,4 prósent hlut í Icelandair Group fyrir 6,1 milljarð króna og varð um leið stærsti hluthafi fyrirtækisins. Virði hlutarins hefur hins vegar rýrnað um fimmtung eða um 1,2 milljarð króna frá því kaupin voru gengu í gegn í byrjun apríl. Á sama tíma eykst tap Icelandair og rekja stjórnendur flugfélagsins hina neikvæðu þróun að mestu leyti til fyrrnefndar kyrrsetningar á MAX þotunum.

En hvað þykir stærsta hluthafanum í Icelandair Group um versnandi stöðu fyrirtækisins? Ber hann traust til stjórnenda félagsins? Hvernig slær hinn örsmái íslenski hlutabréfamarkaður hann?  Mun PAR Capital tilefna fulltrúa í næsta stjórnarkjöri? Hver er sýn stjórnenda PAR Capital á þá stóru fjárfestingu sem framundan er í kaupum á nýjum þotum? Og hvað þykir þeim um þá staðreynd að hlutur þeirra hafi rýrnað um fimmtung á fjórum mánuðum?

Við hluta af þessum spurningum hefur Túristi árangurslaust reynt að fá svör hjá PAR Capital. Fyrirspurnir sem sendar hafa verið í gegnum heimasíðu fyrirtækisins og Linkedin er ennþá ósvarað en félagið birtir ekki símanúmer á heimasíðunni sinni. Einhverjum gæti þótt það til of mikils ætlast að stjórnendur í bandarískjum fjárfestingasjóði fari að tjá sig opinberlega um stöðu Icelandair jafnvel þó sjóðurinn sé stærsti hluthafinn. Það eru hins vegar fordæmi fyrir því að forsvarsfólk PAR Capital Management láti í sér heyra ef þau eru óánægð með gang mála í fyrirtækjum sem þau hafa fjárfesti í.

Þannig gerði PAR Capital, í félagi við annan fjárfestingasjóð, tilraun til einskonar yfirtöku í stjórn United flugfélagsins vorið 2016. Tilnefndu þessir tveir sjóðir samtals sex einstaklinga í stjórn United og tefldu fyrrum forstjóra Continental flugfélagsins fram sem kandídat í sæti stjórnarformanns. Sá deildi hart á yfirstjórn United í fjölmiðlum og sagði skorta almennilega þekkingu á flugrekstri í efstu lögum fyrirtækisins. Í fréttum Wall Street Journal um þessa valdabaráttu kemur meðal annars fram að þáverandi stjórnarmenn United hafi litið á þessa tilraun PAR Capital og félaga sem fjandsamlega. Niðurstaðan í málinu varð sú að PAR og félagar fengu þrjú af fimmtán sætum í stjórn United Airlines.

Og þau hjá PAR Capital eru engir nýgræðingar í fjárfestingum í flugfélögum og þekkja sveiflurnar í greininni því vel. Hlutabréfaverð hinna flugfélaganna sem fyrirtækið á í hafa þó þróast með öðrum hætti en bréf Icelandair undanfarið. Þannig er gengi bréfa PAR Capital í United Airlines og Delta Air Lines á pari við það sem þau voru í byrjun apríl þegar félagið fjárfesti í Icelandair. Virði hlutabréfa bandaríska fjárfestingasjóðsins í flugfélögunum Air Alaska, Allegiant og Jet Blue hafa aftur á móti hækkað lítillega á þessum fjórum mánuðum.

Sérfræðingar PAR Capital eru þó ekki einu fjárfestarnir vestanhafs sem hafa mögulega fjárfest í íslenskri ferðaþjónustu á óheppilegum tímapunkti. Í september var til að mynda sagt frá því að bandaríska verðbréfafyrirtækið State Street Global Advisors hefði keypt fimmtungs hlut í bókunarfyrirtækinu Guide to Iceland fyrir um 2,2 milljarða króna. Guide to Iceland er mjög umsvifamikið í íslenskri ferðaþjónustu og hefur verið að hasla sér völl út í heimi, t.d. á Filippseyjum. Í sumarbyrjun greindi Fréttablaðið hins vegar frá því að ellefu starfsmönnum á skrifstofu bókunarvefsins hefði verið sagt upp og öðru starfsfólki gert að taka á sig mismiklar launalækkanir. Davíð Ólafur Ingimarsson, þáverandi forstjóri Guide To Iceland, sagði í samtali við Fréttablaðið að gjaldþrot WOW air hefði verið högg.

Fyrr í þessum mánuði staðfesti Davíð Ólafur við viðskiptakálf Moggans að hann væri hættur hjá fyrirtækinu en hann tók við sem forstjóri í október síðastliðnum. Í svari til Túrista segir Davíð Ólafur að hann hafi sagt upp fyrir þremur mánuðum síðan.

Túristi hefur síðustu daga ítrekað óskað eftir viðbrögðum hjá State Street Global Advisors við þessum fréttum af versnandi stöðu Guide To Iceland. Í endanlegu svari fyrirtækisins segir einfaldlega að þau muni ekki tjá sig um atriði málsins. Þau staðfesta þó óbeint það kaupverð sem áður hefur komið fram á fimmtungshlut í fyrirtækinu. Engin svör hafa fengist frá Guide to Iceland við spurningum sem sendar voru á rekstrarstjóra fyrirtækisins um fjárfestinguna eða hvort fyrirtækið hafi dregið úr skipulagningu eigin ferða.

Nýtt efni

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …

Toyota í Japan tilkynnti í morgun að framleiðsla fyrirtækisins hefði aukist um sjö prósent í janúar og að þetta væri þrettándi mánuðurinn í röð sem fleiri bílar væru framleiddir en í sama mánuði árið á undan. Meginskýringin er sögð mikil eftirspurn í Bandaríkjunum. Í janúar runnu rúmlega 740 þúsund fleiri Toyotur af færiböndum verksmiðjanna en …

Við þeim sem fara um Ráðhústorg í Kaupmannahöfn þessa dagana blasir við risastór auglýsing frá Icelandair. Velunnari FF7 var þar á ferð í vikunni og sendi meðfylgjandi mynd. Auglýsingin er á húsi númer fjögur við Ráðhústorg og fyrir hornið á vegg sem snýr að H.C. Andersen Boulevard, sem er mikil umferðaræð í gegnum miðborgina. Unnið …

Tæknirisinn Apple hefur síðastliðinn áratug unnið að þróun rafknúinna og sjálfstýrðra ökutækja sem þó aldrei hafa verið formlega kynnt. Og það verður varla úr þessu því nú hefur þessari þróunarvinnu verið hætt samkvæmt frétt Bloomberg. Þriðjungurinn af þeim mörg hundruð manns sem unnið hafa að bílaverkefninu verða færð yfir á svið gervigreindar hjá Apple en …

Útibú Arion banka á Keflavíkurflugvelli lokaði í janúar og við fjármálaþjónustu í flugstöðinni tók Change Group sem hátti hagkvæmasta tilboðið í þennan rekstur í útboði sem Isavia efndi til í fyrra. Ennþá er Change Group þó ekki komin með tilskilin leyfi til að sinna gjaldeyrisviðskiptum hér á landi samkvæmt því sem FF7 kemst næst og …

Hún er svo vinsæl, bandaríski rithöfundurinn Sarah J. Maas, að þegar þriðja bindið í Crescent City-bókaflokknum kom út þann 30. janúar síðastliðinn stóðu aðdáendur hennar í löngum röðum í vetrarkuldanum fyrir framan bókabúðirnar sem höfðu ákveðið að opna búðir sínar á miðnætti á útgáfudeginum í New York og víðar um Bandaríkin. Þessar raðir fyrir framan …

Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að af öllum mat sem framleiddur er í heiminum fari um þriðingur í ruslið, eða 1,3 milljarðar tonna á ári. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að á heimsvísu fari um 17 prósent af öllum mat í matvöruverslunum, á veitingastöðum og á heimilum í ruslið. Það er gríðarlegt magn af prýðisgóðri næringu sem þar fer …