Samfélagsmiðlar

Áhugaverð tækifæri í ferðaþjónustu fyrir fjárfesta

Jón Karl Ólafsson hefur víðtæka reynslu í ferðaþjónustu og flugrekstri. Í dag er hann stjórnarformaður þeirra sjö ferðaskrifstofa sem áður tilheyrðu Primera Travel Group en þær eru allar til sölu.

Frá Námaskarði.

Terra Nova Sól hefur um árabil verið umsvifamikil í skipulagningu Íslandsferða og var ein þeirra sjö ferðaskrifstofa sem heyrðu undir Primera Travel Group. Arion banki tók samsteypuna yfir í sumar og nú stendur yfir söluferli á ferðaskrifstofunum sem Jón Karl Ólafsson leiðir sem stjórnarformaður. Túristi lagði nokkrar spurningar fyrir Jón Karl um Terra Nova Sól og íslenska ferðaþjónustu.

Hvaða lönd eru ykkar aðalmarkaðir og finnið þið fyrir brotthvarfi WOW?
Helstu markaðslönd félagsins eru Þýskaland, Frakkland, Holland, Spánn og í raun flest önnur Evrópulönd í einhverjum mæli. Norður-Ameríka hefur farið mest vaxandi undanfarin ár og mestu áhrifin af brotthvarfi WOW eru á bandaríska markaðnum þar sem mikið af farþegum þeirra bókaði ferðir sérstaklega hjá okkur. Unnið er að því að komast inn á aðrar dreifileiðir á þeim markaði. Áhrif á Evrópumarkað eru minni, en þó má reikna með einhverjum áhrifum á stærstu mörkuðum félagsins.

Nú hefur gengi krónunnar verið nokkuð stöðugt í lengri tíma. Á hvaða hátt einfaldar það reksturinn?
Gengi krónu hefur mikil áhrif á rekstur félagsins og minni sveiflur þýða í eðli sínu aukinn stöðugleiki. Áhættan er þó enn til staðar og sveiflur á gengi krónunnar á undanförnum árum og áratugum benda til þess að menn verða að fara mjög varlega í þessum rekstri. Við leitumst við að verja þá stöðu sem við höfum með framvirkum samningum því að það gildir alltaf hið fornkveðna, að það er erfitt að spá – sérstaklega um framtíðina.

Kannanir sýna að nærri þrír af hverjum fjórum ferðamönnum ferðast um landið á eigin vegum. Teljið þið að vægi þeirra sem nýta sér þjónustu ferðaskrifstofa eins og Terra Nova eigi eftir að aukast eða dragast saman?
Við gerum ekki ráð fyrir mikilli breytingu á hlutfalli þeirra farþega sem nýta sér þjónustu ferðaskrifstofa í framtíðinni. Það er þó alveg ljóst að ferðaskrifstofur þurfa að aðlaga þjónustuframboð sitt að breyttri kauphegðun á markaði. Verkefni okkar er að tryggja að kaupendur átti sig á þeim virðisauka sem þjónusta ferðaskrifstofa skapar. Það er mest um vert að farþegar finni hjá okkur þær vörur sem þeir eru að leita að hverju sinni og að þær séu þess virði að sækjast eftir. Faglega samsettar og hagkvæmar gæðaferðir sem er einfalt, þægilegt og öruggt að bóka hjá Terra Nova Sól.

Nú liggur fyrir að Icelandair Group ætlar að selja Iceland Travel sem er á margan hátt álíka fyrirtæki og Terra Nova Sól. Er ekki óheppilegt að þær sölutilraunir eigi sér stað á sama tíma og þið reynið að selja eða eru kannski möguleikar í sameiningu þessara fyrirtækja?
Við teljum það ekki flækja málið neitt þó að fleiri fyrirtæki verði hugsanlega í söluferli. Það eru miklar breytingar á þessum markaði og það eru áhugaverð tækifæri að skapast fyrir mögulega fjárfesta. Það eru þegar áhugasamir fjárfestar að skoða fyrirtækið og það eru eflaust tækifæri í sameiningum, sem menn gætu verið að skoða. Við teljum bjarta framtíð í íslenskri ferðaþjónustu og að við munum sjá aukningu ferðamanna aftur á næstu árum.

Sjáið þið aukna ásókn í ákveðna landshluta?
Við höfum ekki orðið vör við aukna ásókn í ákveðna landshluta hér og það er heldur miður, því að það eru ónýtt tækifæri í flestum landshlutum. Við teljum hins vegar að þess sé ekki langt að bíða, að landshlutarnir muni aðgreina sig með það skýrum hætti og að svæðisbundin eftirspurn verði meiri.

Hafa bæði Íslendingar og útlendingar sýnt kaupum á Terra Nova Sól áhuga?
Áhuga á kaupum eru bæði hér heima og erlendis en þó meiri innanlands.

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …