Samfélagsmiðlar

Isavia þarf ekki að deila gögnum

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur komist að þeirri niðurstöðu að Isavia beri ekki skylda til að birta upplýsingar um flugumferð til og frá landinu. Öfugt við það sem tíðkast til að mynda í Bandaríkjunum og Bretlandi.

Síðustu átta ár hefur Túristi gert daglegar talningar á flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli. Um hver mánaðarmót birtast svo hér á síðunni fréttir, byggðar á þessum upplýsingum, þar sem fram kemur hvert vægi hvers flugfélags er í brottförum talið. Upplýsingar um fjölda ferða til ákveðinna áfangastaða birtast líka reglulega í greinunum. Þessar samantektir Túrista eru líklega einu opinberu gögnin sem til eru um flugumferð til og frá landinu þar sem hvorki Isavia né Samgöngustofa birta sambærilegar upplýsingar.

Hjá flugmálayfirvöldum í Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku og Þýskalandi hefur Túristi aftur á móti ítrekað sótt greinargóðar upplýsingar um fjölda farþega á einstökum flugleiðum til Íslands eftir mánuðum. Bandarísk flugmálayfirvöld bæta um betur og veita líka upplýsingar um fjölda farþega hjá hverju flugfélagi fyrir sig og sætaframboð. Í maí í fyrra óskaði Túristi eftir þess háttar upplýsingum frá Isavia í ljósi þess að þær væru ekki aðeins fréttnæmar heldur gætu varðað rekstraraðila í ferðaþjónustu miklu og væru grundvöllur rannsókna á þróun og stöðu íslenskrar ferðaþjónustu og flugrekstrar. Enda er Keflavíkurflugvöllur nærri eina gáttin inn í landið. Isavia neitaði hins vegar að afhenda gögnin. Þá niðurstöðu kærði Túristi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þann 25. maí í fyrra. Í kærunni var farið var fram á gögn um flug umferð til og frá landinu árið 2017. Ráðherra ferðamála sagði í framhaldinu að eðlilegt væri að ræða aukna upplýsingagjöf á þessu sviði.

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísaði hins vegar málinu frá stuttu síðar þar sem lögfræðingar Isavia vildu meina að ekki hefði nægt að leggja fram beiðni til fyrirtækisins í gegnum upplýsingafulltrúa fyrirtækisins heldur þyrfti að fylla út sérstakt form á heimasíðu Isavia. Túristi mótmælti þeirri niðurstöðu og var málið tekið fyrir á ný síðastliðið haust. Niðurstaða liggur nú fyrir því í síðustu viku tók úrskurðarnefndin undir þau rök Isavia að þau gögn sem óskað hafi verið eftir falli undir þagnarskylduákvæði laga um loftferðir og það gangi framar upplýsingarétti upplýsingalaga.

Í úrskurði nefndarinnar segir að Isavia hafi afhent sýnishorn af þeim upplýsingum sem fyrirtækið hafi um flugumferð til og frá landinu. Skjalið hafi að geyma upplýsingar um flugferðir eins flugrekanda fyrir einn mánuð og mun það vera notað til innheimtu gjalda. Tekið er sérstaklega fram í niðurstöðu úrskurðarnefndar að þetta fyrrnefnda skjal telji 130 blaðsíður með 2100 línum í Microsoft Excel. „Yfirlitið inniheldur alls kyns flokka af upplýsingum, s.s. tegund og fjárhæð gjalds sem lagt er á hverju sinni, áfangastað, farþegafjölda, dagsetningu og tegund flugvélar,“ segir í niðurstöðu úrskurðarnefndar.

Það ætti þó segja sig sjálft að út í heimi vinna flugmálayfirvöld líka með ítarleg gögn um flugumferð til að reikna út notendagjöld. Yfirvöld Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku og víðar leggja það þó á sig að útbúa einfaldari útgáfur sem svo eru gerðar opinberar. Og Túristi veit til að þess að á Keflavíkurflugvelli hafa verið tekin saman daglega skjöl sem sýna aðeins fjölda farþega í hverri flugferð. Engar fjárhags upplýsingar er þar að finna öfugt við sönnunargagnið sem Isavia sendi inn til úrskurðarnefndarinnar.

Þess ber að geta að stjórnendur Icelandair og WOW air lýstu sig andvíga afhendingu þeirra ganga sem Túristi óskaði eftir á sínum tíma. Túristi svaraði þeirri umsögn á þann hátt að skoðun Icelandair og Wow hefði enga þýðingu í málinu. „Það er fyrirtækjum og opinberum aðilum eðlislægt að leggjast gegn upplýsingagjöf um rekstur sinn umfram það sem algjörlega nauðsynlegt er, en það er einmitt tilgangur upplýsingalaga að tryggja að synjun um birtingu upplýsinga byggi á lögmætum sjónarmiðum.“

Afstaða forsvarsfólks flugfélaganna er líka áhugaverð í ljósi þess að hægt er að sækja þessar upplýsingar til nokkurra þeirra landa sem flogið er til frá Íslandi líkt og fyrr segir. Þannig sýna tölur frá Bretlandi að Icelandair flaug með samtals 9865 farþega til og frá Glasgow í júlí sl. Og flugfélagið flutti samtals 713 tonn af frakt til Washington Dulles flugvallar allt árið í fyrra en eins og áður hefur komið fram þá ætlar hið endurreista WOW air sér stóra hluti í vöruflutningum milli Íslands og höfuðborgar Bandaríkjanna. Miðað við fraktflutninga Icelandair vestur um haf í fyrra er félagið þó miklu stórtækara í vöruflutningum til Boston og New York en til Washington. Það hefur þó forsvarsfólk WOW air sennilega kynnt sér enda eru þessar upplýsingar opinberar vestanhafs.

Túristi mun síðar í vikunni senda Isavia nýja beiðni um upplýsingar um farþegaflug. Verði henni hafnað verður málinu skotið til úrskurðarnefndar upplýsingamála.

Nýtt efni

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …