Samfélagsmiðlar

Hlutfall tengifarþega ekki lægra í áraraðir

Icelandair hefur aldrei flutt fleiri farþega til Íslands en á sama tíma fækkar þeim sem nýta ferðir félagsins til að koma sér á milli Norður-Ameríku og Evrópu.

Allt frá falli WOW air hefur Icelandair haft þann háttinn á að upplýsa mánaðarlega hvernig farþegahópurinn skiptist eftir því hvort fólk er á leið til eða frá Íslandi eða teljist til tengifarþega. Út frá þessum gögnum má sjá að hlutfall tengifarþega, á þriðja ársfjórðungi, var aðeins 45 prósent. Leita þarf átta ár aftur í tímann til að finna álíka lágt hlutfall tengifarþega á þessum arðbærasta fjórðungi ársins. Á árunum 2014 til 2017, þegar Icelandair skilaði metafkomu, þá var vægi tengifarþega á bilinu 55 til 58 prósent á þriðja ársfjórðungi eins og sjá má á línuritinu fyrir neðan.

Megin ástæðan fyrir þessari breytingu er sú að stjórnendur Icelandair hafa að undanförnu lagt höfuðáherslu á ferðamannamarkaðinn til Íslands. Og sú stefna var mörkuð að einhverju leyti áður en WOW air var gjaldþrota í lok mars. Það kom til að mynda fram í máli Evu Sóleyjar Guðbjörnsdóttur, framkvæmdastjóra fjármálasviðs Icelandair Group, á afkomufundi fyrir fyrsta fjórðung þessa árs, að markaðurinn fyrir tengiflug væri erfiður. „Við erum viljandi, út af krefjandi aðstæðum á Via-markaði, að stýra tekjumynduninni inni á To og From,“ sagði Eva Sóley í apríl. Og miðað við hvernig farþegatölur Icelandair hafa þróast síðan þá er ljóst að áfram er fókusinn á farþega á leið til og frá Íslandi í stað þeirra sem aðeins millilenda.

Þessi krefjandi samkeppni um farþega á leið á milli Evrópu og Norður-Ameríku hefur því dregið úr högginu sem fall WOW air var fyrir íslenska ferðaþjónustu þar sem Icelandair hefur sett Ísland í forgang. Hvort félagið breyti um kúrs á næstu misserum á eftir að koma í ljós en skyndilegar breytingar, t.d. verulegur samdráttur í Atlantshafsflugi Norwegian, gætu orðið til þess félagið setji aftur kraft í tengiflugið. Þess háttar stefnubreyting yrði áskorun fyrir íslenska ferðaþjónustu því eins og staðan er núna þá er ekki annað í kortunum en umsvif erlendra flugfélaga á Keflavíkurflugvelli verði nær óbreytt næsta sumar. Og ennþá er óljóst hversu umsvifamikið hið nýja WOW air verður og sömuleiðis flugfélagið sem fyrrum stjórnendur gamla WOW air eru með á teikniborðinu.

Í ljósi þess hve vægi tengifarþega hefur dregist saman hjá Icelandair má líka velta vöngum yfir því hvort flugfélagið geti haldið úti eins viðamiklu leiðakerfi og gert er í dag ef hlutfall tengifarþega hækkar ekki á ný. Því án fjölda farþega sem aðeins millilendir hér á landi þá er ekki endilega mögulegt að halda úti heilsársflugi til jafn margra borga eða bjóða upp á tíðar ferðir yfir háannatímann. Vísbending um það er sú staðreynd að sætanýtingin hjá Icelandair hefur dregist saman síðustu þrjá mánuði. Þróun fargjalda gæti þar líka haft sitt að segja en fyrirtækið upplýsir ekki um hvernig þau hafa þróast fyrr en á næsta afkomufundi.

Hvernig farþegaskiptingin verður hjá Icelandair á næsta ári ræðst að miklu leyti af sumaráætlun félagsins. Hún hefur ekki ennþá verið kynnt með formlegum hætti en þó liggur fyrir að San Francisco og Kansas City detta út.

 

Nú getur þú tekið þátt í að styrkja og efla útgáfu Túrista

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …