Samfélagsmiðlar

Líkindi með kínversku og íslensku ferðafólki

Kínverskir ferðamenn í dag minna um margt á Íslendinga á þeim tíma sem utanlandsferðir urðu almennar hér á landi segir Margrét Reynisdóttir. Hún er höfundur nýrrar bókar um væntingar og þarfir kínverskra ferðamanna.

Margrét Reynisdóttir, eigandi Gerum betur.

Kínverjar eru sífellt meira á ferðinni og það sem af er ári eru þeir fimmta fjölmennasta þjóðin í hópi ferðamanna hér á landi. Þarfir þeirra og væntingar eru á margan hátt aðrar en Evrópubúa og í nýútkominni bók Margrétar Reynisdóttur, eiganda Gerum betur, er fjallað um kínverska ferðamenn almennt, reynsluna hér á landi af þeim og einnig horft til þess sem Íslendingar og Kínverjar á faraldsfæti eiga sameiginlegt. Túristi lagði nokkrar spurningar fyrir Margréti um bókina og kínverska ferðalanga.

Markmiðið var að skoða hvað einkenni ferðamenn frá Kína út rannsóknum og reynslunni hérlendis af þeim. Hver var niðurstaðan?
Rannsóknir sýna að menning okkar er mjög ólík. Goggunarröð er svo dæmi sé nefnt nánast óþekkt á Íslandi nú til dags. Hinsvegar gætum við þurft að vera meðvituð um goggunarröð þegar tekið er á móti kínverskum hópum. Kínverskir ferðamenn minna um margt á Íslendinga þegar ferðalög urðu algeng hjá almenningi upp úr 1970. Margir muna vafalaust eftir að Íslendingar tóku þá mikið af íslenskum mat með sér á ferðalagið. Sumir hlutir breytast ekki og nú þegar Kínverjar eru fyrir alvöru byrjaðir að ferðast vilja þeir oft sama mat og þeir þekkja að heiman og taka því með sér núðlur o.fl. Best er því að skipuleggja matseðil á ferðalögum þeirra fyrir fram. Ítalskt pasta og spaghettí er ekki það sem þeir vilja – ekki rugla því saman við núðlur! Ef kínverskir réttir eru ekki á boðstólum þá eru súpur og soð tækir kostir. Kínverskir ferðamenn vilja aðalmáltíðina í hádeginu og alls ekki þriggja rétta máltíð á kvöldin. Á hótelherbergjunum er líka mikill kostur að vera með myndarlega bolla sem hægt er að setja núðlur í. Kínverjar eru mikil teþjóð og drekka oft te með mat eða volgt vatn sem hefur verið soðið. Auðveld leið til að gera þessa líflegu ferðamenn ánægða er að bjóða þeim heitt vatn þegar þeir mæta á staðinn!

Hvernig gengur okkur að standa undir þeim væntingum sem Kínverjar gera um Íslandsferðir?
Seldar ferðir í Kína til Íslands standast ekki alltaf raunveruleikann, það er að segja hvernig þær eru kynntar. Þetta geta verið rándýrar ferðir með kínverskan hópstjóra sem vita ekki endilega mikið um Ísland. Það myndi án efa auka verulega ánægju þeirra að hafa íslenskan leiðsögumann sem getur sagt þeim af þekkingu frá landi og þjóð. Þeir eru áhugasamir, rétt eins og við á ferðalögum, að vita meira um Íslendinga. Þeim finnst meðal annars athyglisvert hvað við getum gert mikið á svona „litlu“ landi.

Kínverjar komu áður mikið í hópferðir en ferðast nú í auknum mæli á eigin vegum. Hvaða áskoranir fylgja þeirri breytingu?
Kínverjar eru almennt ekki sleipir í ensku. Þýðingar á kínversku á öryggisreglum og lykilþáttum á því sem er á boðstólnum gæti því hjálpað mikið. Þeir eru vanir að skilja myndræn skilaboð. Sem einfalt dæmi má nefna að hægt væri að vera með í rútum mynd sem sýnir manneskju með öryggisbelti og benda á myndina um leið og farþegar eru beðnir að spenna beltin.

Þú lagðir einnig upp með að finna hvað Íslendingar og Kínverjar eiga sameiginlegt. Eru þarfir íslenskra og kínverskra ferðamanna sambærilegar?
Það sem Kínverjar og Íslendingar eiga til dæmis almennt sameiginlegt er að vera hjátrúarfullir. Það þýðir lítið að bjóða Kínverjum herbergi númer fjögur eða herbergi á fjórðu hæð þar sem að talan fjórir hljómar svipað og orðið dauði á þeirra tungu. Skiljanlega vill enginn vera minntur á slíkt í fríinu sínu og Kínverjar hafa alla jafna óbeit á tölunni fjórir. Hinsvegar er talan átta lukkutala. Annað atriði sem við eigum sameiginlegt er að geta klárað þriggja rétta máltíð á klukkutíma. Það ber stundum á góma að Íslendingar séu ekki endilega stundvísasta þjóðin. Eftir allt ferðalagið til okkar fjarlæga lands taka Kínverjar sinn tíma í að skoða það sem fyrir augu ber og koma t.d. ekki endilega aftur í rútuna á fyrir fram ákveðnum tíma séu þeir ekki búnir að skoða fossinn almennilega svo dæmi sé tekið. Það kæmi heldur ekki á óvart ef það myndi heyrast vel í báðum þjóðum þegar margir eru að borða saman til dæmis á veitingastað.

Bókin er á ensku. Hver er ástæðan fyrir því?
Bókin var upphaflega gefin út á íslensku en krafan í ferðaþjónustu er gjarnan að hafa allt efni á ensku þar sem mikið af starfsfólki í ferðaþjónustu er ekki íslenskumælandi. Einnig var markmiðið að koma bókinni í sölu erlendis og er hún þegar komin í kennslu í Noregi.

Bók Margrétar er fáanleg á heimasíðu Gerum betur

Nýtt efni

„Samstarf fólks um allt land er forsenda þess að þróunin verði Grænlandi í hag. Ferðamenn virða ekki sveitamörk heldur eru með hugann allan við að njóta áfangastaða sinna. Þess vegna er svo brýnt að við sem áfangastaðurinn Grænland vinnum saman að því að bjóða upp á óaðfinnanlega og heildstæða upplifun - og náum saman, bæði …

Biðinni er brátt lokið og eftirvæntingarfullir aðdáendur írska rithöfundarins Sally Rooney getað andað léttar því að í liðinni viku var tilkynnt af The Wylie Agency, umboðsskrifstofu rithöfundarins, að ný bók væri væntanleg frá henni þriðjudaginn 24. september 2024.  Alex Bowler, talsmaður Faber & Faber, enska forlags rithöfundarins, sendi líka frá sér tilkynningu í tilefni af væntanlegri  …

Farþegar á Keflavíkurflugvelli gátu að jafnaði valið á milli nærri 10 brottfara á dag til höfuðborgar Bretlands í síðasta mánuði. Þetta er viðbót um eina ferð frá sama tíma í fyrra ef tillit er tekið til þess að nú er hlaupaár. London var sú borg sem oftast var flogið til frá Keflavíkurflugvelli í febrúar samkvæmt …

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …