Samfélagsmiðlar

16 þúsund starfsmenn skandinavískra flugfélaga verkefnalausir

Landamærum hefur verið lokað og stjórnvöld ráðleggja fólki að halda sig heima vefna útbreiðslu kórónaveirunnar. Eftirspurn eftir ferðalögum er því lítil sem engin þessa dagana. Það hefur gríðarleg áhrif á rekstur flugfélaga.

Frá Kaupmannahafnarflugvelli. Þar verður tómlegt næstu daga enda hafa dönsk stjórnvöld lokað landamærunum til að reyna að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.

Síðustu daga hafa stjórnendur SAS og Norwegian, tveggja stærstu flugfélaga Norðurlanda, tilkynnt um verulegan samdrátt í flugi og samhliða því verður fjöldi starfsmanna sendur heim. Hjá Norwegian er um að ræða helming starfsfólksins eða um fimm þúsund manns. Tvöfalt fleiri fara nú í leyfi frá vinnu sinni hjá SAS eða níu af hverju tíu starfsmönnum félagsins.

Stærsta hluta flugflota félagsins verður líka haldið á jörðu niðri frá og með morgundeginum því nærri allt áætlunarflug SAS verður lagt niður tímabundið líkt og forstjóri félagsins tilkynnti á fundi með blaðamönnum seinnipartinn í dag. Í dag gáfu stjórnendur Widerøe, sem er stórtækt í innanlandsflugi í Noregi, svo út að helmingur starfsmann þess yrði sendur heim. Það jafngildir eitt þúsund manns.

Reglur um svona tímabundin leyfi eru mismunandi eftir löndum Skandinavíu. Og vegna krísunnar sem kórónaveiran hefur valdið hafa stjórnvöld bæði í Noregi og Danmörku kynnt sérstakar tilslakanir á þeim kröfum sem atvinnurekendur verða að uppfylla til að senda starfsfólk heim. Í Noregi munu stjórnvöld nú taka yfir launagreiðslur til starfsmanna stærri hluta af tímanum en áður og í Danmörku mun ríkið greiða 75 prósent af launum. Þar verða launþegarnir sjálfir líka að nota hluta af orlofsdögum sínum.

Þessar nýju reglur eru meðal aðgerða sem ríkisstjórnir Noregs og Danmerkur hafa boðað til að létta undir með atvinnulífinu vegna krísunnar sem kórónaveiran hefur valdið. Í Svíþjóð eru reglurnar ekki eins sveigjanlegar og kallar forstjóri SAS eftir breytingum svo hægt verði að komast hjá uppsögnum.

Norsk stjórnvöld bættu svo um betur seinnipartinn í dag. Þá tilkynnti Erna Solberg, forsætisráðherra, um stofnun sérstaks neyðarsjóðs vegna kórónaveirunnar. Framlag hins opinbera í sjóðinn nemur 100 milljörðum norskra króna sem jafngildir um 1,3 billjónum íslenskra króna.

Forstjóri SAS hefur þegar lýst áhuga sínum á að kanna möguleikan á að sækja um fé úr sjóðnum. Gera má ráð fyrir að starfsbróðir hans hjá Norwegian sé einnig að skoða umsókn því á blaðamannafundi sínum fyrir helgi sagði hann félagið þurfa á stuðningi að halda til að komast í gegnum núverandi krísu.

 

Nýtt efni

Vorið 2021, stuttu áður en Play fór í loftið í fyrsta sinn, efndi félagið til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Í kjölfarið voru bréfin skráð á First North Growth í Kauphöllinni en um þann markað gilda ekki eins strangar reglur og Aðalmarkað Nasdaq. Í tengslum síðustu hlutafjáraukningu, sem lauk í apríl síðastliðnum, var …

Viðkiptastríð vesturveldanna og Kína heldur áfram að þyngjast því fyrr í dag gaf Evrópusambandið út að 38,1 prósent innflutningstollar yrðu lagðir á kínverska rafbíla frá og með næsta mánuði. Sú hækkun bætist við þann 10 prósent toll sem í dag ríkir á innflutning rafbíla frá Kína til aðildarríkja ESB. Þessi viðbótartollur hefur verið yfirvofandi síðustu …

Það var í júní 2014 sem breska lággjaldaflugfélagið Flybe, sem nú er gjaldþrota, hóf áætlunarflug til Íslands frá Birmingham. Flugleiðin stóð ekki undir væntingum stjórnenda Flyby og var lögð niður eftir níu mánuði. Þá tók Icelandair við keflinu og hélt úti tíðum ferðum milli Íslands og þessarar næstfjölmennustu borgar Bretlands fram í ársbyrjun 2018. Síðan …

Í Bandaríkjunum eru lestarsamgöngur ekki eins góðar og í Evrópu og þurfa þeir sem ætla að sækja komandi landsfundi Demókrata og Repúblikana annað hvort að keyra eða fljúga á fundarstað. Af þeim sökum hefur bandaríska flugfélagið United Airlines bætt við 118 flugferðum til og frá Chicago í ágúst í tilefni af landsfundi Demókrata. Repúblikanar hittast …

Gistináttagjald upp á 400 krónur (2,7 evrur) verður lagt á í Færeyjum frá og með október á næsta ári. Um leið verða allir þeir sem koma til eyjanna með skemmtiferðaskipum að greiða 1.300 króna gjald (9 evrur). Allar tekjur af þessari nýju gjaldtöku renna í sérstakan náttúruverndarsjóð að því segir í tilkynningu. Sá sjóður verður …

Talning á brottfararfarþegum á Keflavíkurflugvelli gefur vísbendingu um að erlendum ferðamönnum hér á landi hafi fækkað um tvö prósent í nýliðnum maí í samanburði við sama tíma í fyrra. Þróunin var hins vegar mjög ólík á milli þjóðerna. Þannig jókst straumurinn hingað frá Kanada umtalsvert á milli ára á meðan ferðamönnum frá Ísrael og Rússlandi …

Það seldust 1.259 nýir Tesla bílar á Íslandi árið 2022 og í fyrra voru þeir nærri þrefalt fleiri eða 3.471. Veltan jókst ekki í takt við söluna því tekjur bandaríska rafbílaframleiðands af hverjum nýjum bíl hér á landi drógust saman um 17 prósent samkvæmt útrekningum FF7 sem byggja á ársreikningi Tesla Motors Iceland ehf. Þetta …

Það voru 155 þúsund útlendingar sem innrituðu sig í flug frá Keflavíkurflugvelli í maí en þessi talning er notuð til að meta ferðamannastrauminn hingað til lands. Í maí í fyrra voru erlendu brottfararfarþegarnir 158 þúsund og 165 þúsund í maí 2018 þegar þeir voru flestir. Það vantaði því sex prósent fleiri farþega til að jafna …