Samfélagsmiðlar

Heathrow á ný helsta miðstöðin fyrir Íslandsflug frá Bretlandi

Umferðin milli Íslands og Gatwick hefur dregist svo mikið saman að flugvöllurinn fer úr toppsætinu og niður í það þriðja á listanum yfir þær bresku flughafnir sem flestir nýta til að fljúga til Keflavíkurflugvallar.

Farþegar á Heathrow en þaðan fljúga fleiri til Íslands en frá öðrum breskum flugvöllum.

Þotur Icelandair hafa um langt árabil flogið tvær ferðir á dag til Heathrow flugvallar og það var nóg til að þessi fjölfarnasta flughöfn Evrópu var ávallt helsta samgöngumiðstöðin fyrir Íslandsflug. Árið 2014 fór Gatwick flugvöllur, fyrir sunnan bresku höfuðborgina, aftur á móti fram úr Heathrow þegar horft var til fjölda farþega í flugi til Keflavíkurflugvallar.

Á þeirri breytingu eru aðallega þrjár skýringar. Í fyrsta lagi þá nýtti WOW flugvöllinn fyrir sínar tíðu ferðir til London. Í öðru lagi þá lét easyJet ekki lengur nægja að fljúga fullum þotum hingað frá Luton heldur bætti líka við ferðum til Íslands frá Gatwick. Einnig hafði það mikil áhrif að Icelandair bætti í Lundúnarflugið með því að fljúga nærri daglega til Gatwick.

Árið 2018 flugu þannig 467 þúsund farþegar milli Keflavíkurflugvallar og Gatwick en rétt um 378 þúsund frá Heathrow. Með brotthvarfi WOW air í lok mars í fyrra og samdrætti í Íslandsflugi easyJet þá dróst aftur á móti farþegahópurinn á Gatwick saman og for niður í 242 þúsund farþega samkvæmt tölum breskra flugmálayfirvalda.

Farþegunum frá Heathrow fækkaði miklu minna eða um nærri sjö af hundraði. Það skrifast meðal annars á fækkun ferða British Airways en félagið flaug allt að tvisvar á dag hingað frá Heathrow þarsíðasta vetur.

Á sama tíma og farþegum á leið í flug til Íslands fækkaði á þessum tveimur stærstu flugvöllum Bretlands þá fjölgaði þeim í Luton, skammt frá London. Sú viðbót skrifast að mestu á Wizz Air sem hóf að fljúga þaðan til Íslands fyrir páskana 2018 og bætti við ferðum í kjölfar gjaldþrots WOW air.

Eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan þá hafði brotthvarf WOW air líka mjög neikvæð áhrif á farþegaflutninga milli Íslands og Edinborgar. Þaðan koma nú miklu færri en áður og sömu sögu er að segja um Stansted flugvöll.

Í heildina fækkaði farþegum í flugi milli Íslands og Bretlands um 21 prósent í fyrra eða um 340 þúsund en hafa ber í huga að hver farþegi er talinn á leiðinni frá Bretlandi til Íslands og líka þegar hann lendir á breskum flugvelli.

Þess má geta að tölurnar sem hér er stuðst við koma frá breskum flugmálayfirvöldum. Hér á landi ríkir leynd um sambærileg gögn og hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál gefið grænt ljós á að svo verði áfram.


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Nýtt efni

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …