Samfélagsmiðlar

Heathrow á ný helsta miðstöðin fyrir Íslandsflug frá Bretlandi

Umferðin milli Íslands og Gatwick hefur dregist svo mikið saman að flugvöllurinn fer úr toppsætinu og niður í það þriðja á listanum yfir þær bresku flughafnir sem flestir nýta til að fljúga til Keflavíkurflugvallar.

Farþegar á Heathrow en þaðan fljúga fleiri til Íslands en frá öðrum breskum flugvöllum.

Þotur Icelandair hafa um langt árabil flogið tvær ferðir á dag til Heathrow flugvallar og það var nóg til að þessi fjölfarnasta flughöfn Evrópu var ávallt helsta samgöngumiðstöðin fyrir Íslandsflug. Árið 2014 fór Gatwick flugvöllur, fyrir sunnan bresku höfuðborgina, aftur á móti fram úr Heathrow þegar horft var til fjölda farþega í flugi til Keflavíkurflugvallar.

Á þeirri breytingu eru aðallega þrjár skýringar. Í fyrsta lagi þá nýtti WOW flugvöllinn fyrir sínar tíðu ferðir til London. Í öðru lagi þá lét easyJet ekki lengur nægja að fljúga fullum þotum hingað frá Luton heldur bætti líka við ferðum til Íslands frá Gatwick. Einnig hafði það mikil áhrif að Icelandair bætti í Lundúnarflugið með því að fljúga nærri daglega til Gatwick.

Árið 2018 flugu þannig 467 þúsund farþegar milli Keflavíkurflugvallar og Gatwick en rétt um 378 þúsund frá Heathrow. Með brotthvarfi WOW air í lok mars í fyrra og samdrætti í Íslandsflugi easyJet þá dróst aftur á móti farþegahópurinn á Gatwick saman og for niður í 242 þúsund farþega samkvæmt tölum breskra flugmálayfirvalda.

Farþegunum frá Heathrow fækkaði miklu minna eða um nærri sjö af hundraði. Það skrifast meðal annars á fækkun ferða British Airways en félagið flaug allt að tvisvar á dag hingað frá Heathrow þarsíðasta vetur.

Á sama tíma og farþegum á leið í flug til Íslands fækkaði á þessum tveimur stærstu flugvöllum Bretlands þá fjölgaði þeim í Luton, skammt frá London. Sú viðbót skrifast að mestu á Wizz Air sem hóf að fljúga þaðan til Íslands fyrir páskana 2018 og bætti við ferðum í kjölfar gjaldþrots WOW air.

Eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan þá hafði brotthvarf WOW air líka mjög neikvæð áhrif á farþegaflutninga milli Íslands og Edinborgar. Þaðan koma nú miklu færri en áður og sömu sögu er að segja um Stansted flugvöll.

Í heildina fækkaði farþegum í flugi milli Íslands og Bretlands um 21 prósent í fyrra eða um 340 þúsund en hafa ber í huga að hver farþegi er talinn á leiðinni frá Bretlandi til Íslands og líka þegar hann lendir á breskum flugvelli.

Þess má geta að tölurnar sem hér er stuðst við koma frá breskum flugmálayfirvöldum. Hér á landi ríkir leynd um sambærileg gögn og hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál gefið grænt ljós á að svo verði áfram.


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Nýtt efni

Það voru þrjú norræn alþjóðaflugfélög sem hófu flugrekstur í Covid-faraldrinum. Hér á landi var það Play en Flyr og Norse í Noregi. Öll þrjú leigðu árið 2021 þotur á lægra verði en áður hafði þekkst og efndu til hlutafjárútboða meðal fagfjárfesta og almennings. Í byrjun síðasta árs varð Flyr gjaldþrota en rekstur þess byggði á …

Ein árangursríkasta loftslagsaðgerð síðari ára á Íslandi er líklega sú að banna urðun lífræns úrgangs. Þetta bann tók gildi í upphafi árs 2023 og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Smám saman hafa jákvæðar tölur verið að berast, sem gefa tilefni til bjartsýni. Það er semsagt hægt að ná árangri í loftslagsmálum, þótt margir …

Barselóna er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu en óþol íbúa vegna ágangsins hefur farið vaxandi á síðustu árum - ekki síst vegna húsnæðisvanda ungs fólks sem ekki getur keppt við ferðaþjónustuna í leiguverði. Fyrri borgaryfirvöld hættu útgáfu nýrra leyfa til útleigu og lokað mörgum ferðamannaíbúðum en nú eru í farvatninu enn meiri breytingar. Airbnb og öðrum …

Í Svíþjóð kalla sumarsólstöður, eða Midsommar, á mikil hátíðarhöld þar sem síld og snaps hafa lengstum verið í aðalhlutverki. Sölutölur sænskra kaupmanna sýna þó að vinsældir síldarinnar dala ár frá ári og nú er svo komið að salan hefur helmingast frá árinu 2008. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Skýringin á þessari þróun liggur í bragðlaukum …

Ferðahópur á Þingvöllum

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Öðlast þingsályktunin þegar gildi en mótun stefnunar var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira …

Ásgeir Baldurs, framkvæmdastjóri Arctic Adventures

Arctic Adventures er eitt stærsta fyrirtæki landsins í ferðaþjónustu og hefur verið að stækka starfssvið sitt, síðast með kaupum á Special Tours, sem sinnir skoðunarferðum á slóðum hvala og lunda, auk þess að reka Hvalasafnið (Whales of Iceland) í Reykjavík.  Ásgeir Baldurs tók við starfi forstjóra Arctic Adventures fyrir rúmu ári, þegar margir bundu vonir við …

Kínversku bílaframleiðendurnir BYD og SAIC, sem er eigandi framleiðslufyrirtækis MG-rafbílana vinsælu, hafa ekki ákveðið enn hvort verð á rafbílum sem seldir verða í Evrópu eftir 4. júlí hækka í verði. Þá tekur gildi umtalsverð hækkun tolla á kínversku rafbílana. Samkvæmt heimildum Reuters verður engin verðbreyting ákveðin fyrir þann tíma. Evrópusambandið ákvað að tollur á MG-bílum …

Gengi hlutabréfa í Norwegian féll í gærdag eftir að greinendur norska bankans DNB færðu niður verðmat sitt á félaginu úr 19 norskum krónum á hlut niður í 17 kr. Hið nýja verðmat var engu að síður 30 prósent yfir markaðsgenginu, 14 norskar kr., en engu að síður féll gengið um tíu prósent í gær og …