Samfélagsmiðlar

Flókið að koma til móts við neytendur og ferðaskrifstofur

Bæði Neytendasamtökin og íslenskar ferðaskrifstofur hafa horft til þeirra leiðar sem farin var í Danmörku við að endurgreiða ferðir sem felldar hafa verið niður vegna heimsfaraldursins. Forsvarsmenn danskra ferðaskrifstofa finna þó ýmislegt að fyrirkomulaginu þar í landi.

Nú þegar landamæri hafa lokast og stjórnvöld vara við ferðalögum þá liggja næstum allar samgöngur milli landa niðri. Af þeim sökum hefur brottförum síðustu vikna verið aflýst. Og þegar ferðir eru felldar niður þá eiga neytendur rétt á endurgreiðslu innan tveggja vikna samkvæmt reglum sem gilda innan EES-svæðisins. Þetta á jafnt við um þá sem höfðu borgað inn á ferðalag frá Íslandi til útlanda og líka útlendinga á leið til Íslands á vegum íslenskra ferðaskrifstofa.

Þessi krafa reynist evrópskum ferðaskrifstofum þung við þær aðstæður sem nú ríkja. Allar ferðir falla niður og engar nýjar bókanir berast. Ferðaskrifstofur og flugfélög riða því til falls enda er stór hluti þess lausafjár sem fyrirtækin sitja á núna í formi fyrirframgreiðslna. Umræða um þessa endurgreiðslukröfu er því hávær víða í álfunni enda er réttur neytenda skýr. Á sama tíma standa flugfélög og ferðaskrifstofur frammi fyrir vanda sem löggjafinn sá aldrei fyrir.

Allt frá því að kórónaveirukrísan hófst hefur því verið reynt að finna lausn á stöðunni. Hér heima gaf atvinnuvegaráðuneytið það út í síðasta mánuði að ferðaskrifstofur ættu að endurgreiða ferðir sem felldar hafa verið niður. Og þeim tilmælum hafa margar ferðaskrifstofur fylgt. Seinnipartinn í gær dró ríkisstjórnin í land og sagði að væntanleg væri reglugerð þar sem ferðaskrifstofum yrði heimilað að endurgreiða ferðir með inneignarnótum.

Strax í kjölfarið sendu Neytendasamtökin frá sér ályktun þar sem þessar breytingar eru gagnrýndar. Þar segir að ekki sé boðlegt að ríkisstjórnin hyggist koma til móts við lausafjárvanda ferðaskrifstofa með lagabreytingu sem heimilar þeim að endurgreiða vissar ferðir með inneignarnótum. Hafa samtökin bent á að fara mætti sömu leið og í Danmörku þar sem stjórnvöld hafa sett þrjátíu milljarða í ábyrgðasjóð danskra ferðaskrifstofa. Innspýtingin er í formi láns sem greiða á upp eftir tíu ár.

Forsvarsfólk íslenskra og sænskra ferðaskrifstofa hefur einnig horft til dönsku leiðarinnar. Á sama tíma eru kollegar þeirra í Danmörku ekki himinlifandi með sína stöðu. Ástæðan er meðal annars sú að í Danmörku er ábyrgðasjóður ferðaskrifstofa sameiginlegur sem þýðir að þær upphæðir sem greiða þarf út úr sjóðnum lenda á öllum ferðaskrifstofum. Ekki bara þeim sem nýta sér úrræðin og fara jafnvel á hausinn heldur líka þeim sem eru með allt sitt á hreinu. Formaður danskra ferðaskrifstofa segir að hver ferðaskrifstofa geti aðeins borið ábyrgð á þeirri upphæð sem hún fær lánað úr sjóðnum.

Ráðgjafi í greininni segir í aðsendri grein í ferðaritinu Standby að hann óttist að aðgerðir danskra stjórnvalda gagnvart ferðaskrifstofum þar í landi muni reka helming þeirra í þrot strax á næstu mánuðum. Danska leiðin er því umdeild þar í landi jafnvel þó íslenskar ferðaskrifstofur og Neytendasamtökin horfi til hennar sem lausnar á núverandi vanda.


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Nýtt efni

Sauðfjársetrið var stofnað árið 2002 af heimamönnum og hefur vaxið og dafnað í þeirra umsjá allar götur síðan. Nýverið hlaut það tilnefningu til Íslensku safnaverðlaunanna fyrir samfélagslegra nálgun í safnastarfi. Í umsögn með tilnefningunni segir meðal annars að hér sé um að ræða mikilvæga og öfluga menningarstofnun sem hafi gríðarmikið gildi fyrir samfélagið á Ströndum. …

Unnið er að því á flugvellinum í Nice á Côte d´Azur að rafvæða alla starfsemi hans með 4 milljóna evra fjárstuðningi frá Evrópusambandinu. Er verkefnið liður í loftslagsstefnu sambandsins. Allar flugvélar í stæði eiga að fá aðgang að raforku sem unnin er með endurnýjanlegum hætti. Settar verða upp um 70 tengistöðvar í þessu skyni. Á …

Nýja-Sjáland var á meðal þeirra ríkja sem fylgdu hörðustu lokunarstefnunni á meðan Covid-19 geisaði. Nú vilja stjórnvöld þar blása meira lífi í ferðaþjónustu á landinu og helst utan vinsælasta tímans sem er nýsjálenska sumarið - frá desemberbyrjun til febrúarloka, þegar dagarnir eru langir og sólríkir og nætur mildar.  Ferðaþjónusta er einn helsti atvinnuvegur Nýja Sjálands …

Talsmenn þýsku sambandsstjórnarinnar staðfestu í dag að hún væri að leita lausnar á viðskiptadeilu Evrópusambandsins og Kína. Það fæli væntanlega í sér að boðuð hækkun verndartolla um allt að 38,1 prósent nái fram að ganga. Það er ekki umhyggja fyrir kínverskum hagsmunum sem ræður afstöðu þýskra stjórnvalda heldur vilja þau vernda hagsmuni stórfyrirtækja í eigin …

Schiphol-flugvöllur við Amsterdam er meðal fjölförnustu flugvalla Evrópu og hefur umferðin um hann lengi verið umdeild meðal íbúa. Umfangi flugvallarins, hávaða frá honum og mengun, hefur ítrekað verið mótmælt og brugðist hefur verið við með því að setja takmarkanir á þjónustutíma og fjölda véla sem um hann fara. Schiphol er þó og verður áfram ein …

Verulega hefur dregið úr magni ósoneyðandi gastegunda í andrúmsloftinu og þykir núna nokkuð ljóst, samkvæmt nýrri rannsókn, að hið alþjóðlega átak um að bjarga ósonlaginu hafi tekist framar vonum.  Margir sem komnir eru á miðjan aldur muna eftir brúnaþungum sjónvarpsfréttamönnum segja frá válegum tíðindum af ósonlaginu á níunda og tíunda áratugnum, inni á milli lagstúfa …

Á meðan franskir og spænskir bílaframleiðendur þrýstu á um að Evrópusambandið brygðist hart við meintum óðeðlilega miklum ríkisstuðningi Kínverja við rafbílaframleiðslu sína og hækkuðu verndartolla vöruðu þýskir keppinautar þeirra við því að slegið gæti í bakseglin: Gríðarlega mikilvægur markaður í Kína gæti lokast að verulegu leyti. Um þriðjungur af sölutekjum Mercedes Benz, BMW og Volkswagen …

Óhætt er að segja að það kosti Hlyn Guðjónsson, sendiherra Íslands í Ottawa, mikil ferðalög að sinna íslenskum hagsmunum í Kanada, sem er næst víðfeðmasta land heimsins. Sendiráð Íslands er hinsvegar lítið, starfsmenn aðeins þrír - Hlynur og tveir staðarráðnir. Nýlega var Hlynur staddur í Halifax, höfuðborg Nova Scotia. Það tekur um tvo tíma að …