Samfélagsmiðlar

Flókið að koma til móts við neytendur og ferðaskrifstofur

Bæði Neytendasamtökin og íslenskar ferðaskrifstofur hafa horft til þeirra leiðar sem farin var í Danmörku við að endurgreiða ferðir sem felldar hafa verið niður vegna heimsfaraldursins. Forsvarsmenn danskra ferðaskrifstofa finna þó ýmislegt að fyrirkomulaginu þar í landi.

Nú þegar landamæri hafa lokast og stjórnvöld vara við ferðalögum þá liggja næstum allar samgöngur milli landa niðri. Af þeim sökum hefur brottförum síðustu vikna verið aflýst. Og þegar ferðir eru felldar niður þá eiga neytendur rétt á endurgreiðslu innan tveggja vikna samkvæmt reglum sem gilda innan EES-svæðisins. Þetta á jafnt við um þá sem höfðu borgað inn á ferðalag frá Íslandi til útlanda og líka útlendinga á leið til Íslands á vegum íslenskra ferðaskrifstofa.

Þessi krafa reynist evrópskum ferðaskrifstofum þung við þær aðstæður sem nú ríkja. Allar ferðir falla niður og engar nýjar bókanir berast. Ferðaskrifstofur og flugfélög riða því til falls enda er stór hluti þess lausafjár sem fyrirtækin sitja á núna í formi fyrirframgreiðslna. Umræða um þessa endurgreiðslukröfu er því hávær víða í álfunni enda er réttur neytenda skýr. Á sama tíma standa flugfélög og ferðaskrifstofur frammi fyrir vanda sem löggjafinn sá aldrei fyrir.

Allt frá því að kórónaveirukrísan hófst hefur því verið reynt að finna lausn á stöðunni. Hér heima gaf atvinnuvegaráðuneytið það út í síðasta mánuði að ferðaskrifstofur ættu að endurgreiða ferðir sem felldar hafa verið niður. Og þeim tilmælum hafa margar ferðaskrifstofur fylgt. Seinnipartinn í gær dró ríkisstjórnin í land og sagði að væntanleg væri reglugerð þar sem ferðaskrifstofum yrði heimilað að endurgreiða ferðir með inneignarnótum.

Strax í kjölfarið sendu Neytendasamtökin frá sér ályktun þar sem þessar breytingar eru gagnrýndar. Þar segir að ekki sé boðlegt að ríkisstjórnin hyggist koma til móts við lausafjárvanda ferðaskrifstofa með lagabreytingu sem heimilar þeim að endurgreiða vissar ferðir með inneignarnótum. Hafa samtökin bent á að fara mætti sömu leið og í Danmörku þar sem stjórnvöld hafa sett þrjátíu milljarða í ábyrgðasjóð danskra ferðaskrifstofa. Innspýtingin er í formi láns sem greiða á upp eftir tíu ár.

Forsvarsfólk íslenskra og sænskra ferðaskrifstofa hefur einnig horft til dönsku leiðarinnar. Á sama tíma eru kollegar þeirra í Danmörku ekki himinlifandi með sína stöðu. Ástæðan er meðal annars sú að í Danmörku er ábyrgðasjóður ferðaskrifstofa sameiginlegur sem þýðir að þær upphæðir sem greiða þarf út úr sjóðnum lenda á öllum ferðaskrifstofum. Ekki bara þeim sem nýta sér úrræðin og fara jafnvel á hausinn heldur líka þeim sem eru með allt sitt á hreinu. Formaður danskra ferðaskrifstofa segir að hver ferðaskrifstofa geti aðeins borið ábyrgð á þeirri upphæð sem hún fær lánað úr sjóðnum.

Ráðgjafi í greininni segir í aðsendri grein í ferðaritinu Standby að hann óttist að aðgerðir danskra stjórnvalda gagnvart ferðaskrifstofum þar í landi muni reka helming þeirra í þrot strax á næstu mánuðum. Danska leiðin er því umdeild þar í landi jafnvel þó íslenskar ferðaskrifstofur og Neytendasamtökin horfi til hennar sem lausnar á núverandi vanda.


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Nýtt efni

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …