Samfélagsmiðlar

Leggja til að ferðaskrifstofur borgi til baka á 20 árum

Samtök sænskra ferðaskrifstofa óska eftir opinberu láni til að standa straum af endurgreiðslum til viðskiptavina. Ef ekkert verður að gert þá gæti ferðaskrifstofurrekstur í landinu flust yfir til Danmerkur.

Ferðamenn í London.

Ferðaskrifstofur í Svíþjóð skulda farþegum sínum um sex milljarða sænskra króna (87 milljarðar kr.) vegna ferða sem felldar hafa verið niður vegna heimsfaraldursins sem nú geysar. Þetta segja útreikningar félags sænskra ferðaskipuleggjenda sem leggja til að horft verði til þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til í Danmörku til að ráða bót á sambærilegri skuldastöðu. Þar rekur hið opinbera sameiginlegan ábyrgðasjóð fyrir ferðaskrifstofur og sá fékk nýverið ríflega þrjátíu milljarða króna innspýtingu frá danska ríkinu.

Nú vilja Svíar að settur verði á stofn álíka sjóður í Svíþjóð þar sem ríkið leggur til stofnframlag sem dugar fyrir núverandi skuldum ferðaskrifstofanna við viðskiptavini sína. Upphæðin verður svo greidd til baka næstu tuttugu ár með því að leggja um 5 sænskar krónur á sölu flugmiða (um 70 kr.) og 25 sænskar á pakkaferðir (um 350 kr). Samkvæmt frétt Dagens Industri þá ætla Moderaterna, stærsti hægri flokkur Svíþjóðar, að mæla fyrir þessari leið á sænska þinginu ef ríkisstjórn landsins kemur ekki með betri tillögu að borðinu.

Sænskir ferðafrömuðir óttast að ef ekkert verði að gert þá muni ferðaskrifstofurekstur í Svíþjóð flytjast yfir til Danmerkur. Í því samhengi má benda á að þær fimm ferðaskrifstofur sem Arion banki á og rekur, á hinum Norðurlöndunum, heyra allar undir danskt eignarhaldsfélag, Travelco Nordic. Sala á því félagi var langt komin þegar kórónaveirukrísan skall á. Auk þess á Arion banki Heimsferðir en sú ferðaskrifstofa hefur lengi verið ein þeirra stærstu á íslenska markaðnum.


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Nýtt efni

„Aðkoma mín að ferðaþjónustunni hefur verið á ýmsum sviðum og ég hef fengið að starfa í greininni í meira en þrjá áratugi, þar af meira en aldarfjórðung í eigin rekstri. Á þessum árum hefur greinin okkar vaxið úr því að vera næstum því tómstundagaman fyrir áhugasama í það að vera stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar með öllum …

Veitingahúsarekstur á Íslandi getur verið töluverður barningur: Vaktafyrirkomulag er kostnaðarsamt og launin vega mjög þungt í rekstri, verð á hráefni er hátt og opinber gjöld ekki síður, einkum á áfengi. Veitingamenn bíða eins og aðrir að gengið verði frá kjarasamningum og það verði hægt að gera einhverjar áætlanir fram í tímann.  Þegar launin sem greiða …

Kauphöllin

Hlutabréfavísatalan Stoxx Europe 600 náði sína hæsta gilda á föstudaginn og hefur þá hækkað um nærri 70 prósent frá því mars 2020 þegar vísitala fór lægst í upphafi heimsfaraldursins. Vísitala Bloomberg sem fylgist með gengi evrópskra flugfélaga hefur á sama tíma hækkað um 23 prósent. Af stóru evrópsku flugfélögunum er Ryanair það eina þar sem …

Tónlistarmaðurinn hefur á þessum árum lagt inn 689 lög í eigin nafni. En þrátt fyrir afar litlar vinsældir hefur maðurinn fengið útborgaðar um það bil sem svarar 90 milljónum íslenskra króna frá streymisveitunum vegna þess hve oft lögin hafa verið spiluð. Til að fá útborgað um eitt hundrað krónur frá tónlistarstreymisveitu þarf lag að vera …

Árið 2023 varð metár í komum ferðamanna til hinnar fornu, fögru og söguríku Aþenu. Um sjö milljónir erlendra ferðamanna lentu á Aþenu-flugvelli sem kenndur er við Eleftherios Venizelos, 600 þúsundum fleiri en 2019. Bandaríkjamenn voru stærsti hópurinn, ein milljón, en næst á eftir komu 687 þúsund Bretar, 478 þúsund Þjóðverjar, 462 þúsund Frakkar og 410 …

Áætlun Ryanair á komandi sumarvertíð byggir á því að félagið fái að lágmarki 50 nýjar Boeing Max þotur en forstjóri flugfélagsins, Michael O'Leary, er svartsýnn á að það gangi eftir. Nýju þoturnar verði í besta falli fjörutíu en upphaflega hafði Boeing lofað 57 nýjum Max-þotum samkvæmt frétt Bloomberg. „Það hamlar vexti okkar að vita ekki …

Stellantis er einn stærsti bílaframleiðandi heims. Í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag ítrekar Carlos Tavares, forstjóri Stellantis, stuðning samsteypunnar við banni við sölu á bílum knúnum bensíni og dísil árið 2035. Ummælin falla í tilefni af því að margir spá íhaldssveiflu í Evrópuþingskosningum í júní og að í framhaldi af því verði áformum …

Það vakti athygli að fáum dögum eftir lát eins af þekktari ritstjórum The New York Times, Joseph Lelyveld, streymdu inn á Amazon-netverslunina fjölmargar nýjar ævisögur ritstjórans. Lelyveld lést í janúar í ár og þegar bróðir hans Michael fór inn á netið fáum dögum eftir útför Josephs til að sjá hvernig samferðarmenn minntust bróðurins tók hann eftir …