Samfélagsmiðlar

Svona verður staðið að endurreisn SAS

Nýtt hlutafé, skuldabréfaútgáfa og umfangsmiklar uppsagnir eiga að koma SAS á flug á ný.

Rickard Gustafson forstjóri SAS leiddi félagið í gegnum mikla endurskipulagninu árið 2012 og nú bíður ennþá stærra verkefni.

Strax í upphafi Covid-19 faraldursins fékk SAS vilyrði fyrir lánum frá ríkisstjórnum Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs. Það varð þó fljótlega ljóst að það eitt myndi ekki duga til að koma félaginu í gegnum krísuna sem ennþá sér ekki fyrir endann á.

Þannig fullyrti stjórnarmaðurinn Jacob Wallenberg, fulltrúi stærsta einkafjárfestisins í félaginu, að það væri í raun aðeins á færi hins opinbera að endurræsa flugfélög. Vísaði hann til þess að stærstu eigendur SAS eru danska og sænska ríkið. Wallenberg viðraði einnig þá hugmynd að Norðmenn myndu á ný koma inn í hluthafahópinn.

Möguleg fjárfesting norska ríkisins í SAS var í framhaldinu meðal annars til umræðu á norska þinginu. Nú liggur þó ljóst fyrir að Noregur eignast ekki hlut í SAS á ný samkvæmt tilkynningu sem flugfélagið sendi frá sér nú í morgunsárið.

Þar segir að nú sé ætlunin að afla flugfélaginu um 12 milljarða sænskra króna eða um 179 milljarða íslenskra króna. Helmingur upphæðarinnar kemur í gegnum hlutafjárútgáfu og hinn helmingurinn með útgáfu skuldabréfa.

Stærstu hluthafar SAS, danska og sænska ríkið auk Wallenberg sjóðsins, munu leggja félaginu til stærsta hluta fjársins en ekki liggur fyrir hvernig eignahlutföllinn breytast í kjölfarið. Í dag er sænska ríkið stærsti hluthafinn í SAS með tæp 15 prósent en danska ríkið með rúm fjórtán prósent. Wallenberg sjóðurinn á um 6 prósent.

Á sama tíma mun SAS grípa til umfangsmikilla sparnaðaraðgerða sem eiga að skila um fjórum milljörðum sænskra króna. Hluti af því eru hinar gríðarlegu uppsagnir sem boðaðar hafa verið. Þannig verður starfsmönnum félagsins fækkað úr ellefu í fimm þúsund. Auk þess er vonast til að vinnuframlag þeirra sem eftir eru muni aukast um 20 til 25 prósent.

Þar er sérstaklega horft til flugáhafna samkvæmt því sem Dagens Næringsliv hefur eftir Rickard Gustafson, forstjóra SAS, nú í morgun. Hann tilgreinir einnig að fleiri þotur verði teknar úr umferð yfir vetrarmánuðina og eins muni viðhald flugvéla færast meira yfir í næturvinnu.

Auk alls þessa þá ætlast SAS til þess að birgjar félagsins muni semja um betri skilmála og eins stendur til að leggja eldri flugvélum mun fyrr en áður var gert ráð fyrir.

Nýtt efni

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …