Samfélagsmiðlar

Óljóst hver ber ábyrgð á farþegum sem fá ekki að fljúga til Íslands

Fella verður niður fjölda flugferða á næstu dögum. Vandinn er takmörkuð afköst við sýnatökur. Óvíst er hver endurgreiði farþegum farseðlakaupin og hugsanlegar skaðabætur.

Um miðjan júní opnaði fjöldi Evrópuríkja landamæri sín og önnur féllu frá kröfunni um tveggja vikna sóttkví aðkomufólks. Ísland er aftur á móti eina ríkið í þessum hópi sem skyldar alla í sýnatöku vegna Covid-19 þegar komið er til landsins. Afkastagestan í sýnatökunni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er áfram tvö þúsund próf yfir sólarhringinn.

Þetta hámark hefur ekki takmarkað flugumferð til landsins frá því að reglan gekk í gildi 15. júní sl. Nú er aftur á móti útlit fyrir að fella þurfi niður fjölda flugferða vegna hinnar takmörkuðu afkastagetu.

Þannig herma heimildir Túrista að aflýsa þurfi allt að átján áætlunarferðum til Keflavíkurflugvallar dagana 15. til 21. júlí. Ekki liggur fyrir hvernig velja eigi hvaða flugfélög fá að koma og hver ekki. En Icelandair er með um helming af öllum flugferðum til og frá landinu þessa dagana.

Ef fella þarf niður öll þessi átján flug þá má gera ráð fyrir að það hafi áhrif á ferðir um tvö þúsund farþega í það minnsta. Hvort það eru flugfélög og ferðaskrifstofur sem eiga að endurgreiða farþegunum eða jafnvel íslensk stjórnvöld eru líka vafaatriði samkvæmt viðmælendum Túrista.

Það er Isavia sem rekur Keflavíkurflugvöll en í samtali við Túrista segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, að það sé ekki í verkahring fyrirtækisins að finna lausn á stöðunni.

„Ef að sú staða kemur að fjöldi farþega fer umfram skimunargetu heilbrigðisyfirvalda á Keflavíkurflugvelli þá er það samræmingarstjóri, sem starfar sjálfsætt og er ráðinn af Samgöngustöfu, sem tekur á því verkefni. Isavia er eingöngu milliliður um upplýsingar um hvaða takmarkanir gilda á Keflavíkurflugvelli,“ segir Guðjón.

Sem fyrr segir er Ísland eina ríkið í Evrópu sem skyldar alla í sýnatöku við komuna til landsins.

Nýtt efni

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …