Samfélagsmiðlar

Telur engar líkur á að Icelandair verði gjaldþrota

Rekstur margra flugfélaga mun stöðvast vegna ástandsins sem útbreiðsla Covid-19 hefur valdið. Icelandair ætti þó ekki að verða eitt af þeim segir norskur sérfræðingur í flugrekstri. Hann telur að ríkið verði að koma að flugfélaginu með öðrum hætti en með lánveitingum.

icelandair 767 757

„Þetta er jákvæð niðurstaða í þessari alvarlegri deilu. Þessi átök hafa þó vafalítið valdið skaða innan Icelandair og það mun taka einhvern tíma fyrir sárin að gróa,” segir Hans Jørgen Elnæs, norskur sérfræðingur í flugrekstri, um harðar kjaraviðræður Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands. 

Elnæs hefur fylgst með Icelandair og íslenskum flugrekstri í gegnum tíðina og meðal annars rætt stöðu WOW og Play hér á síðum Túrista. Í sumarbyrjun fór hann yfir stöðu Icelandair í viðtali við Kastljós RÚV og hann tjáir sig reglulega um flugrekstur í skandinavísku viðskiptapressunni.

Og Norðmaðurinn segist ekki hafa trú á því að Icelandair verði gjaldþrota þrátt fyrir erfiða stöðu og þá kreppu sem nú ríkir í fluggeiranum.

„Ríkisstjórnin mun örugglega gera allt sem þarf til að styðja við fyrirtækið í ljósi mikilvægi þess fyrir landið. Icelandair er líka þekkt vörumerki og með gott orðspor líkt og ráðamenn þjóðarinnar eru vafalítið meðvitaðir um. Eyríki í miðju Atlantshafi getur heldur ekki tekið áhættuna hvað samgöngur varðar. Að setja allt sitt traust á erlend flugfélög sem Ísland hefur þá enga stjórn yfir er ekki skynsamlegt og ennþá eru áformin varðandi Play óljós.“

Þetta lykilhlutverk Icelandair í íslenskum þjóðarbúskap gæti þó, að mati Elnæs, veikt samningsstöðu þess í yfirstandandi viðræðum flugfélagins við kröfuhafa, birgja, Boeing og flugvélaleigur. „Þessir viðsemjendur trúa því væntanlega ekki heldur að Icelandair verði lokað. Smæð félagsins gerir það svo ennþá snúnara að endursemja um núverandi skuldbindingar. Boeing á til að mynda í dag í samningaviðræðum við miklu stærri viðskiptavini en Icelandair.”

Norski sérfræðingurinn undirstrikar að hann sé enginn sérstakur talsmaður þess að flugfélög séu í opinberri eigu. Staðan í heiminum í dag sé hins vegar óvenjuleg og það kalli á nýtt mat.

„Ég tel að hið opinbera verði á endanum að kaupa sig inn í Icelandair og þá eignast meira en helming í félaginu. Á þessum hlut situr ríkið svo á í fimm til sjö ár eða þangað til öruggt er að flugfélagið komist í gegnum þessa ókyrrð sem nú ríkir. Þar með yrðu líka flugsamgöngur tryggðar, bæði í millilandaflugi og innanlands. Það skiptir sköpum fyrir íslenskt þjóðarbú. Þegar Icelandair er svo orðið sjálfbært á ný þá getur ríkið selt sinn hlut og þá til íslenskra lífeyrissjóða og fjárfesta. Alla vega verður að tryggja að félagið sé áfram undir stjórn Íslendinga en ekki erlendra fjárfesta,” útskýrir Elnæs.

Hann bendir á að sem hluthafi þá geti ríkið líka haft um það að segja hvaða þjónustu fyrirtækið veiti, t.d. varðandi flugframboð til ákveðinna staða.

Aftur á mót er það mat Elnæs að ríkisstuðningur í formi lána, eins og nú eru á teikniborðinu í Stjórnarráðinu, muni ekki hjálpa Icelandair. Þess háttar þyngi aðeins skuldabaggann og ennþá sé óvissan varðandi áhrif Covid-19 mjög mikil.

Í lok síðustu viku afturkallaði Icelandair uppsagnir hluta þeirra flugmanna sem sagt var upp í vor. Fjöldinn var þó nokkru undir því sem forsvarsmenn Félags íslenskra atvinnuflugmanna bundu vonir við. Samtals er aðeins gert ráð 139 flugmönnum hjá félaginu á næstunni.

Miðað við þann fjölda liggur fyrir að stór hluti af flugflota Icelandair verður áfram að jörðu niðri. „Þar með munu tekjurnar ekki aukast nægjanlega mikið og af öllum líkum mun félagið halda áfram að brenna peningum út árið og þar með fara inn í erfiðan vetur í ennþá veikari stöðu,” segir Elnæs að lokum.

Á morgun birtist hér á Túrista greining norska sérfræðingsins á áformum Play.

Nýtt efni

Margir sem eru að basla í ferðaþjónustu fjarri höfuðborgarsvæðinu horfa öfundaraugum til Suðurlands, sem nýtur nálægðar við Keflavíkurflugvöll og Reykjavík - og státar af áfangastöðum sem ferðamenn sækjast eftir að heimsækja og hafa verið mjög vel kynntir síðustu áratugi.   Það er stöðugur straumur ferðamanna um Suðurland, meðfram „gullströndinni,“ sem hótelhaldarinn fyrir austan nefndi svo - …

Löngu áður en hið svokallaða „Bulletproof“ kaffi leit dagsins ljós settu Tíbetar smjörklípu út í morgunteið sitt til að byrja daginn á rjúkandi og næringarríkan hátt. Í köldu háfjallalofti Himalaja-fjallanna hefur þessi salti, rjómakenndi og hitaeiningaríki drykkur orðið að daglegri hefð sem er ómissandi í matarmenningu þjóðarinnar.Á máli heimamanna nefnist drykkurinn „po cha,“ sem einfaldlega …

Í nærri fimmtán hafa Icelandair og bandaríska flugfélagið Jetblue átt í samstarfi sem gerir viðskiptavinum þeirra kleift að kaupa tengiflug með hinu félaginu á einum miða og innrita farangur alla leið. Þannig getur farþegi sem ætlar héðan til Orlando í sumar keypt farið alla leið hjá Icelandair þó flogið sé með Jetblue seinni legginn, frá …

Aspasinn fyrirfinnst í þremur litbrigðum – hvítur, grænn og fjólublár. Hér er í raun um að ræða sömu plöntuna en afbrigðin hafa ólíka eiginleika og ræðst liturinn af því ásamt hlutfalli sólarljóss við ræktunina. Þetta næringarríka grænmeti er ein þeirra matjurta sem maðurinn hóf fyrst að rækta en elstu heimildir um aspasræktun eru um 2.000 …

Það voru vísbendingar um offramboð á flugi héðan til London og Frankfurt síðastliðinn vetur að mati stjórnenda Icelandair. Nú er hins vegar útlit fyrir nokkru færri brottfarir til beggja þessara borga á komandi vetri. Þannig hefur Wizz Air ekki lengur á boðstólum flug til Íslands frá London og þar með dregst framboð á flugi hingað …

Ferðaskrifstofur sem selja Íslandsferðir horfa nú í auknum mæli á eftir viðskipavinunum til Noregs þar sem verðlagið er skárra. Norskir ferðafrömuðir eru líka brattir í viðtölum þessa dagana og almennt sammála um að nýliðinn vetur hafi gengið vel og sumarið verði „dúndurgott" eins og það síðasta. Og opinberar tölur sýna að veturinn gekk vel í …

Þrotabú Wow Air hefur höfðað 11 riftunarmál vegna greiðslna til kröfuhafa flugfélagsins fyrir gjaldþrot þess í mars 2019. Fyrrum forstjóra flugfélagsins og eigenda, Skúla Mogensen, er stefnt til greiðslu skaðabóta í öllum þessum málum. Auk þess er farið fram á skaðabætur frá fyrrum stjórn fyrirtækisins í níu málum. Í stjórninni sátu Liv Bergþórsdóttir, sem var …

Þingmennirnir Jóhann Páll Jóhannsson (S) og Óli Björn Kárason (D) eru ekki bjartsýnir á að Alþingi nái að afgreiða þingsályktuntillögu Lilju Alfreðsdóttur (B), ráðherra ferðamála, um nýja ferðamálastefnu til ársins 2030. Þetta kom fram í máli þingmannanna í pallborðsumræðum á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar í fyrradag. Ráðherrann tók líka þátt í pallborðinu og átti þar lokaorðin. …