Samfélagsmiðlar

Hinir samningarnir sem Icelandair á eftir að ná

Nú geta stjórnendur Icelandair Group væntanlega helgað sig samningum við kröfuhafa, flugvélaeigendur og Boeing. Þessir viðsemjendur eiga þó viðræðum á fleiri vígstöðvum því krísan í fluggeiranum er alvarlega.

Ef endureisn Icelandair samsteypunnar væri á áætlun þá hefði boðað hlutafjárútboð félagsins klárast í byrjun þessa mánaðar. Staðan er hins vegar allt önnur eins og umræða síðustu tveggja sólarhringa ber vott um.

Nýir samningar við Flugfreyjufélag Íslands eru reyndar í höfn en af yfirlýsingum deiluaðila að dæma þá byggir sá í raun á samkomulaginu frá 25. júní. Nema nú hefur Icelandair bakkað með kröfur um aukna vinnuskyldu.

Þetta er þó síður en svo síðasta samkomulagið sem stjórnendur flugfélagins verða að ná áður en hægt verður að gefa út fjárfestakynninguna sem upphaflega átti að koma út 16. júní.

Viðræður við kröfuhafa, flugvélaeigendur, Boeing og færsluhirða standa ennþá yfir. Alla vega hefur Icelandair ekki sent frá sér tilkynningar þess efnis að fundist hafi farsæl lausn varðandi núverandi skuldbindingar gagnvart þessum svokölluðu hagaðilum.

Þannig liggur ekki fyrir hvor CIT bankinn, Landsbankinn eða Íslandsbanki eru tilbúnir til að afskrifa kröfur eða jafnvel breyta lánum í hlutafé. Flöskuhálsinn í þeim viðræðum gæti verið CIT bankinn en sá rekur sérstakt lánasvið fyrir flugfélög. Og vegna kreppunnar sem ríkir í fluggeiranum þá eiga starfsmenn bankans væntanlega í viðræðum í dag við miklu stærri lántakendur en Icelandair. Þeir stóru eru þá sennilega í forgangi.

Á meðan bíða þá stjórnendur Íslandsbanka og Landsbankans því varla er réttlætanlegt að þeir gefi miklu meira eftir en hinn bandaríski CIT banki. Fordæmið sem íslenska bankafólkið fylgir kemur þá að utan.

Eins og Túristi hefur áður rakið þá stendur stærð Icelandair félaginu líklega líka fyrir þrifum gagnvart Boeing. Flugfélög og flugvélaleigur keppast nefnilega þessa dagana við afpanta flugvélar eða seinka afhendingu þota.

Í því umhverfi má velta fyrir sér hvort stjórnendur Icelandair sjái tækifæri í að breyta samningi um kaup á MAX þotum í pantanir á minnstu gerðinni af Dreamliner þotum. Félagið þarf nefnilega á langdrægum, eyðslugrönnum þotum að halda. Og floti sem samanstendur af MAX og Dreamliner eru mögulega hagkvæmari til lengri tíma en blanda af Boeing og Airbus.

Ein stærsta skuldbinding Icelandair í dag er svo gagnvart fyrirtækjunum sem taka við greiðslukortagreiðslum farþega. Þessi færslufyrirtæki hafa í gegnum tíðina treyst Icelandair og félagið hefur því fengið stærstan hluta af söluverðinu strax við pöntun. WOW air fékk aftur á móti fyrst peninginn eftir að farþeginn var farinn í ferðalagið.

Færslufyrirtækin eru nefnilega skuldbundin farþegunum og þurfa þar með að endurgreiða farmiðaverðið ef íslenska flugfélagið fer í þrot. Á sama tíma er það mikilvægur hluti af viðspyrnu Icelandair að fá áfram söluverðið beint inn á reikninginn en þurfa ekki að bíða eins og WOW gerði. Stjórnendur Icelandair leggja því líklega mikla áherslu á að halda í gamla fyrirkomulagið.

Óvissan sem þarf að eyða fyrir hlutafjárútboðið snýr því ekki bara að kosningu félaga í Flugfreyjufélagi Íslands um nýjan kjarasamning.

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …