Samfélagsmiðlar

Hinir samningarnir sem Icelandair á eftir að ná

Nú geta stjórnendur Icelandair Group væntanlega helgað sig samningum við kröfuhafa, flugvélaeigendur og Boeing. Þessir viðsemjendur eiga þó viðræðum á fleiri vígstöðvum því krísan í fluggeiranum er alvarlega.

Ef endureisn Icelandair samsteypunnar væri á áætlun þá hefði boðað hlutafjárútboð félagsins klárast í byrjun þessa mánaðar. Staðan er hins vegar allt önnur eins og umræða síðustu tveggja sólarhringa ber vott um.

Nýir samningar við Flugfreyjufélag Íslands eru reyndar í höfn en af yfirlýsingum deiluaðila að dæma þá byggir sá í raun á samkomulaginu frá 25. júní. Nema nú hefur Icelandair bakkað með kröfur um aukna vinnuskyldu.

Þetta er þó síður en svo síðasta samkomulagið sem stjórnendur flugfélagins verða að ná áður en hægt verður að gefa út fjárfestakynninguna sem upphaflega átti að koma út 16. júní.

Viðræður við kröfuhafa, flugvélaeigendur, Boeing og færsluhirða standa ennþá yfir. Alla vega hefur Icelandair ekki sent frá sér tilkynningar þess efnis að fundist hafi farsæl lausn varðandi núverandi skuldbindingar gagnvart þessum svokölluðu hagaðilum.

Þannig liggur ekki fyrir hvor CIT bankinn, Landsbankinn eða Íslandsbanki eru tilbúnir til að afskrifa kröfur eða jafnvel breyta lánum í hlutafé. Flöskuhálsinn í þeim viðræðum gæti verið CIT bankinn en sá rekur sérstakt lánasvið fyrir flugfélög. Og vegna kreppunnar sem ríkir í fluggeiranum þá eiga starfsmenn bankans væntanlega í viðræðum í dag við miklu stærri lántakendur en Icelandair. Þeir stóru eru þá sennilega í forgangi.

Á meðan bíða þá stjórnendur Íslandsbanka og Landsbankans því varla er réttlætanlegt að þeir gefi miklu meira eftir en hinn bandaríski CIT banki. Fordæmið sem íslenska bankafólkið fylgir kemur þá að utan.

Eins og Túristi hefur áður rakið þá stendur stærð Icelandair félaginu líklega líka fyrir þrifum gagnvart Boeing. Flugfélög og flugvélaleigur keppast nefnilega þessa dagana við afpanta flugvélar eða seinka afhendingu þota.

Í því umhverfi má velta fyrir sér hvort stjórnendur Icelandair sjái tækifæri í að breyta samningi um kaup á MAX þotum í pantanir á minnstu gerðinni af Dreamliner þotum. Félagið þarf nefnilega á langdrægum, eyðslugrönnum þotum að halda. Og floti sem samanstendur af MAX og Dreamliner eru mögulega hagkvæmari til lengri tíma en blanda af Boeing og Airbus.

Ein stærsta skuldbinding Icelandair í dag er svo gagnvart fyrirtækjunum sem taka við greiðslukortagreiðslum farþega. Þessi færslufyrirtæki hafa í gegnum tíðina treyst Icelandair og félagið hefur því fengið stærstan hluta af söluverðinu strax við pöntun. WOW air fékk aftur á móti fyrst peninginn eftir að farþeginn var farinn í ferðalagið.

Færslufyrirtækin eru nefnilega skuldbundin farþegunum og þurfa þar með að endurgreiða farmiðaverðið ef íslenska flugfélagið fer í þrot. Á sama tíma er það mikilvægur hluti af viðspyrnu Icelandair að fá áfram söluverðið beint inn á reikninginn en þurfa ekki að bíða eins og WOW gerði. Stjórnendur Icelandair leggja því líklega mikla áherslu á að halda í gamla fyrirkomulagið.

Óvissan sem þarf að eyða fyrir hlutafjárútboðið snýr því ekki bara að kosningu félaga í Flugfreyjufélagi Íslands um nýjan kjarasamning.

Nýtt efni

Heldur færri beiðnum um vegabréfsáritun var hafnað á Schengen-svæðinu 2023 miðað við árið á undan, 1,6 milljónum eða 15,8 prósentum af heildarfjölda áritana í stað 17,9 prósenta. Flestum beiðnum var að venju hafnað í Frakklandi eða 436.893, samkvæmt frétt SchengenNews, en Frakkar taka líka við flestum beiðnum. Þau ríki sem koma næst á eftir á …

Þegar nýtt íslenskt flugfélag fer í loftið þá er Kaupmannahöfn ávallt meðal fyrstu áfangastaða. Þannig var það í tilfelli Iceland Express, sem þó var ekki fullgilt flugfélag, Wow Air og Play. Hjá öllum þremur var stefnan ekki sett á Stokkhólm fyrr en fleiri þotur höfðu bæst í flotann. Play fór sína fyrstu ferð til sænsku …

Árið 2023 varð landsvæði sem nam tvöfaldri stærð Lúxemborgar eldum að bráð í Evrópu - meira en hálf milljón hektara gróðurlendis eyðilagðist. Samkvæmt upplýsingum Evrópska upplýsingakerfins um gróðurelda (European Forest Fire Information System - EFFIS) voru 37 prósent umrædds lands þakin runnum og harðblaðaplöntum en á 26 prósentum óx skógur.  Auk gríðarlegs tjóns vistkerfisins fylgdu …

Kopar er nú meðal eftirsóttustu hráefna í iðnaði og verð á honum hækkar ört - svipað og gerðist með hráolíuna á áttunda áratugnum eftir að olíuframleiðendur í Arabalöndunum settu viðskiptabann á Bandaríkin og bandalagsríki þeirra vegna stuðnings við Ísrael í Yom Kippur-stríðinu. Mikil hækkun á verði kopars á mörkuðum skýrist raunar að hluta af auknum …

Ísland komst fyrst á kortið hjá United Airlines vorið 2018 þegar félagið hóf áætlunarflug hingað frá New York. Síðar bætti bandaríska flugfélagið við ferðum hingað frá Chicago og í báðum tilvikum voru brottfarir í boði frá frá vori og fram á haust. Í fyrra varð ekkert út Íslandsflugi United frá New York en í lok …

Ferjan Sæfari leggst að bryggju í Sandvík, þorpi Grímseyjar, um hádegisbil eftir um þriggja klukkustunda siglingu frá Dalvík. Ferjan stoppar ekki lengi í eyjunni í þetta sinn heldur leggur aftur af stað frá Grímsey klukkan 14. Dagsferðalangar í Grímsey á veturna stoppa því aðeins í tæpar tvær klukkustundir í eyjunni en leggja á sig meira …

Mótun ferðamálastefnu fyrir Ísland til ársins 2030 var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira en 100 manns að þeirri vinnu. Drög að tillögu til þingsályktunar voru birti í febrúar og …

Þrátt fyrir takmarkað framboð á flugi innan Evrópu þá eru fargjöld ekki á uppleið og verðþróunin er neytendum í hag nú í sumarbyrjun að sögn forstjóra og fjármálastjóra Ryanair sem kynntu nýtt ársuppgjör félagsins nú í morgun. Reikningsár þessa stærsta lágfargjaldaflugfélags Evrópu lauk í lok mars sl. og þar var niðurstaðan hagnaður upp á 1,9 …