Samfélagsmiðlar

Bíða með opnun hótelsins við Hörpu

Á næstu vikum opnar nýtt Marriott Edition í Tókýó. Áfram verður þó bið eftir því að fyrstu gestir hótelkeðjunnar geti innritað sig í Reykjavík.

Svona langt eru framkvæmdir við Marriott Edition hótel komnar í dag.

Skóflustunga að Marriott Edition hótelinu við Hörpu var tekin vorið 2017 eftir langan aðdraganda og endurteknar tafir. Vígslu hótelsins sjálfs hefur svo verið seinkað eftir að framkvæmdir hófust við bygginguna. Upphaflega var nefnilega gert ráð fyrir fyrstu gestunum sumarið 2019. Síðan var sú tímasetning flutt fram á haustið í fyrra.

Ekki héldu þau plön heldur og nú í febrúar var í fyrsta sinn auglýst eftir hótelstjóra og fleiri lykilstarfsmönnum. Þá var gefið út að hótelið myndi opna í ár en eins og gefur að skilja væru gestirnir þó væntanlega ekki margir ef þau áform hefðu gengið eftir. Flest hótel í höfuðborginni hafa nefnilega verið lokuð frá því að Covid-19 heimsfaraldurinn hófst.

Núna er stefnt að því að opna þetta fimm stjörnu hótel við Hörpu á næsta ári samkvæmt því sem segir á heimasíðu Marriott Edition. Ekki fást þó nákvæmari upplýsingar um tímasetninguna hjá blaðafulltrúum hótelkeðjunnar.

Þrátt fyrir ástandið í heiminum í dag þá verður fyrsta Marriott Edition hótelið í Tókýó opnað síðar í þessum mánuði. Og fyrir áramót ættu ferðamenn í Róm einnig að geta bókað gistingu á þess háttar gististað.

Nýtt efni

Ítalía var mesta vínframleiðsluland heims 2023 en þurfti að sætta sig við að sala dróst saman. Það var reyndar staðan hjá flestum vínframleiðsluþjóðunum. Nú liggja fyrir tölur frá helstu markaðslöndum ítalskra vínframleiðenda: Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi, Kanada og Japan, en samanlagður útflutningur til þessara landa nemur 56 prósentum af heildinni. Til samanburðar vega þessi markaðslönd 50 prósent …

Hann var nýorðinn 14 ára gamall þegar eitt af stóru félögunum í Belgíu, Genk, hafði samband við hann og bauð honum pláss í fótboltaakademíunni sem hafði þá mjög góðan orðstír. Það tók Kevin de Bruyne nokkurn tíma að sannfæra foreldra sína um að það væri góð hugmynd fyrir hann að flytja frá Drongen til að …

Play leitar nú fjárfesta sem vilja leggja félaginu til 1,4 milljarða króna í það minnsta. Stærstu hluthafarnir hafa gefið vilyrði sitt fyrir innspýtingu upp á 2,6 milljarða kr. en sú viðbót er háð því skilyrði að það safnist alla vega 4 milljarðar í nýtt hlutafé. Áður höfðu stjórnendur Play gefið út að þeir þyrftu þrjá …

Mikil umferð farþega var um evrópska flugvelli í janúar, víða fór farþegafjöldinn fram úr því sem var í sama mánuði 2019. Um 46 flugvöllum á Spáni, sem AENA starfrækir, var farþegafjöldinn 18,6 milljónir, sem er 10 prósentum fleiri en í janúar í fyrra. Flestir fóru um flugvöllinn í Madríd nú í janúar síðastliðnum, nærri 4,8 …

Það sem af er ári hefur hægt á eftirspurn á rafbílamarkaði heimsins og framleiðendur bregðast við með því að segja upp starfsfólki, minnka framleiðslukostnað og breyta áætlunum sínum. Þetta bakslag gæti seinkað orkuskiptum í vegasamgöngum.  Þýski gæðabílaframleiðandinn Mercedes-Benz tilkynnti í gær að markmiðum um rafbílavæðingu yrði frestað um fimm ár og sjá til þess að …

Stjórn Volvo Cars ætlar að láta af því verða að minnka hlutinn í sænska rafbílaframleiðandanum Polestar en áformin voru fyrst kynnt í byrjun þessa mánaðar. Fjárfestar tóku tíðindunum vel því hlutabréfin í Volvo hækkuðu í kjölfarið um fjórðung. Endurteknar hlutafjáraukningar Polestar hafa nefnilega haft neikvæð áhrif á gengi Volvo í kauphöllinni í Stokkhólmi samkvæmt frétt …

Notkun á sjálfbæru eldsneyti er besta leiðin til að draga hratt úr losun frá flugsamgöngum, segir Willie Walsh, framkvæmdastjóra Alþjóðasambands flugfélaga, IATA. Hann ræddi mikilvægi þess að minnka losun í ávarpi sínu á flugmálaráðstefnu Changi í Singapúr í vikunni.  Willie Walsh undirstrikaði í ávarpi sínu að flugheimurinn stefndi staðfastlega að kolefnishlutleysi árið 2050: „Við megum …

Vesturland er í útjaðri meginstraums erlendra ferðamanna sem koma til Íslands. Flestir eru þeir á Suðvesturlandi, fara Gullna hringinn og meðfram suðurströndinni - en auðvitað aka margir þeirra eftir Hringveginum í gegnum Borgarfjörð eða halda upp á Snæfellsnes - og áfram sem leið liggur til Vestfjarða með ýmsum útúrdúrum. Við ætlum sem sagt ekki að …