Samfélagsmiðlar

150 til 200 þúsund ferðamenn í viðbót ef vægi Icelandair dregst saman

Ef farþegaspá Icelandair gengur eftir og félagið verður með álíka hlutdeild á Keflavíkurflugvelli og í fyrra þá er koma hingað rétt um 600 til 650 þúsund ferðamenn. Sú tala hækkar verulega ef önnur flugfélög setja aukna áherslu á Ísland seinni hluta næsta árs.

Þær ferðamannaspár sem gerðar voru síðastliðinn áratug gengu sjaldnast eftir. Ferðamennirnir voru alltaf nokkru fleiri en gert var ráð fyrir. Jafnvel þó það hafi verið mun einfaldara að spá í stöðuna þá en núna á tímum Covid-19.

Hér verður engu að síður gerð tilraun til að reikna út fjöldan á næsta ári og til grundvallar er farþegaáætlunin sem Icelandair kynnti í nýverið í fjárfestakynningu sinni. Félagið stendur nefnilega undir stórum hluta af ferðamannastraumnum ef svo má segja.

Þannig hafa um fjórir af hverjum tíu ferðamönnum sem hingað komu árið 2018 flogið með Icelandair. Byggja þessir útreikningar á hlutfalli farþega félagsins sem hefja ferðalagið í útlöndum og eru ekki á leið í tengiflug. Einnig er gert ráð fyrir að fjórðungur þeirra farþega sem kaupir tengiflug með félaginu stoppi hér á landi yfir alla vega eina nótt líkt og var raunin árið 2018.

Í fyrra jókst svo vægi Icelandair á Keflavíkurflugvelli og þá hefur félagið flutt rétt rúmlega helming allra þeirra erlendu ferðamanna sem hingað komu. Þessi aukna hlutdeild Icelandair í ferðamannastraumnum hingað skrifast ekki aðeins á fall WOW air. Heldur líka á minni áherslu hjá Icelandair á farþega sem eru á leið yfir Norður-Atlantshafið. Samkeppnin á þeim markaði var nefnilega orðin of hörð og fargjöldin lág.

„Við erum viljandi, út af krefjandi aðstæðum á Via-markaði, að stýra tekjumynduninni inn á To and From,“ sagði Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair, til að mynda á afkomufundi félagsins í apríl í fyrra.

Og miðað við yfirlýsingar stjórnenda Icelandair í aðdraganda hlutafjárútboðsins í síðasta mánuði þá verður áherslan hjá þeim áfram á ferðamenn á leið til landsins á kostnað tengifarþega. Á sama tíma gerir áætlun félagsins ráð að farþegar verði 1,4 milljónir á næsta ári.

Og þá ber að hafa í huga að hver farþegi er talinn á hvern fluglegg. Einstaklingur sem flýgur til Íslands frá New York og heim aftur er því tvítalinn.

Ef hlutfall erlendra ferðamanna í farþegahópi Icelandair á næsta ári verður álíka og árið 2019 þá þýðir það í raun að félagið mun fljúga rétt um 320 til 340 þúsund túristum til landsins. Þar með kæmu í mesta lagi rétt um 650 þúsund ferðamenn til landsins árið 2021 ef Icelandair stendur undir jafn stórum hluta markaðarins og í fyrra.

Fari hlutdeild Icelandair niður í það sem hún var árið 2018 þá myndum við fá um 800 þúsund ferðamenn til landsins á næsta ári. Þá skiptir sköpum að erlend flugfélög sinni Íslandsflugi af meiri krafti og þá yfir stærri hluta ársins. Sérstaklega næsta haust og vetur ef næstu mánuðir vera álíka erfiðir og þeir síðustu.

Nýtt íslenskt flugfélag hefur vissulega líka mikið segja en fyrsta árið ætti það félag mun auðveldara með að koma sér á framfæri gagnvart íslenskum farþegum en síður gagnvart útlendingu.

Aukin áhersla erlendra flugfélaga eins og Delta, easyJet, Wizz Air og Lufthansa á Íslandsflug gæti aftur á móti gjörbreytt landslaginu og eflt ferðaþjónustuna til muna.

Það er aftur á móti fyrirséð að flugvellir út um allan heim munu berjast um ferðir flugfélaga þegar einfaldara verður að ferðast á milli landa en nú er. Stjórnendur Isavia gætu því þurft að veita afslætti og gjörbreyta gjaldskrám ef ætlunin er að fá flugfélög til að horfa í auknum mæli til Íslands sem áfangastaðar.

Hér að ofan er eingöngu spáð í ferðamannastrauminn um Keflavíkurflugvöll. Til viðbótar kemur svo hingað fjöldi fólks með Smyril-line til landsins, skemmtiferðaskipum og svo um aðra flugvelli.

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …