Samfélagsmiðlar

Gray Line hætt í Samtökum ferðaþjónustunnar

Stjórnendur Gray Line óskuðu eftir fjárhagslegum stuðningi SAF í deilu fyrirtækisins við Isavia. Því var hafnað þar sem hagsmunir félagsmanna af málinu voru ólíkir að sögn framkvæmdastjóra samtakanna.

airportexpress

„Niðurstaðan varð sú að stæðisgjöld hópferðabíla voru lækkuð á bilinu 50 til 63 prósent frá upphaflegri gjaldskrá,” segir stjórnarformaður Gray Line um mál fyrirtækins gegn gjaldtöku Isavia.

Eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, hópbifreiðafyrirtækið Allrahanda Gray Line, hefur sagt skilið við Samtök ferðaþjónustunnar (SAF). Þetta staðfestir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður fyrirtækisins og fyrrum varaformaður samtakanna, í svari við fyrirspurn Túrista.

Hann segir úrsögnina hafa verið þungbæra ákvörðun en það sem gerði útslagið var ákvörðun stjórnar SAF að hafna því að taka þátt í baráttu fyrirtækisins gegn „gjaldtökuokri” Isavia.

„Stjórn SAF taldi sig ekki beinan aðila að þessari baráttu þó svo að hún varðaði í raun hagsmuni allra félagsmanna samtakanna,” segir Þórir. Vísar hann til þess að þann 1. mars 2018 hóf Isavia að innheimta bílastæðagjöld á svokölluðum fjarstæðum við Leifsstöð. Upphaflega var ætlunin að rukka allt að 19.900 krónur á hverja klukkustund sem var fáranlega hátt verð segir Þórir. Gray Line kærði því gjaldtökuna til Samkeppniseftirlitsins.

„Sú stofnun brást fljótt við og bannaði gjaldtökuna til bráðabirgða. Í framhaldinu lækkaði Isavia gjaldið. Næstu misseri áttu lögmenn okkar í miklum samskiptum við Samkeppniseftirlitið til að fylgja málinu eftir. Niðurstaðan varð sú að stæðisgjöld hópferðabíla voru lækkuð á bilinu 50 til 63 prósent frá upphaflegri gjaldskrá. Enn þurfti þó að tryggja varanlega lausn og með þrýstingi frá okkur setti Samkeppniseftirlitið í júlí síðastliðnum ákveðin skilyrði fyrir útreikningi gjalda Isavia til framtíðar,” rekur Þórir. 

Hann segir ferlið hafa staðið yfir í rúm tvö ár og verið tímafrekt. Við bætist svo lögfræði- og ráðgjafakostnaður upp á milljónir króna og því óskuðu stjórnendur fyrirtækisins eftir fjárhagslegri þátttöku SAF upp á tvær milljónir króna. 

Þeirri beiðni var hafnað og í svari til Túrista bendir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, á að bæði Gray line og Isavia hafi á þessum tíma verið aðilar að samtökunum. Til viðbótar hafi nokkur önnur hópferðafyrirtæki haft ólíka hagsmuni af niðurstöðu málsins segir Jóhannes.

Í því samhengi má rifja upp a sumarið 2017 buðu Kynnisferðir og Hópbílar hæst í einkarétt á rútustæðunum sem eru næst Leifsstöð. Aðstöðuna nota fyrirtækin fyrir sætaferðir til Reyjavíkur. Gray Line býður einnig upp á þess háttar ferðir en þó frá fjarstæðunum sem eru lengra frá komusal flugstöðvarinnar.

Kynnisferðir og Hópbílar eru bæði hluti af SAF og framkvæmdastjóri þess fyrrnefnda er stjórnarmaður í samtökunum.

„Í raun má segja að fjórar ólíkar skoðanir og hagsmunir hafi verið uppi meðal félagsmanna gagnvart málinu. Það gefur auga leið að það er ekki einfalt fyrir samtök eins og SAF að draga taum eins félagsmanns umfram aðra í slíkri deilu,” bætir Jóhannes Þór við. Hann segist gera sér vonir um að Allrahanda Gray line verði sem fyrst hluti af samtökunum á ný. „Mikilvægi samtakamáttar ferðaþjónustufyrirtækja er meiri nú en nokkru sinni fyrr.“

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …