Samfélagsmiðlar

Töpuðu um sex milljörðum króna á Icelandair

Bandaríski vogunarsjóðurinn PAR Capital Management fór illa út úr fjárfestingu sinni í Icelandair Group.

MAX þotur Icelandair voru á jörðu niðri allan þann tíma sem PAR Capital var einn af stærstu hluthöfum flugfélagsins.

Þegar boðað var til hlutahafafundar í Icelandair Group þann 30. nóvember árið 2018 var ætlunin að fá samþykki hluthafa fyrir kaupunum á WOW air. Einnig átti að greiða atkvæði um hlutafjárhækkun en tæpur helmingur hennar var eyrnamerktur Skúla Mogensen sem greiðsla fyrir flugfélagið hans.

Stuttu fyrir hluthafafundinn var fallið frá kaupunum á WOW air en hluthafafundurinn var engu að síður haldinn. Þar voru greidd atkvæði með hlutafjáraukningu upp á 625 milljón hluti.

Kyrrsetning MAX þotanna og gjaldþrot WOW air

Skúli Mogensen snéri sér hins vegar að samningaviðræðum við Indigo Partners. Þær skiluðu engu og féll félagið í lok mars 2019.

Nokkrum dögum síðar var tilkynnt að bandaríski vogunarsjóðurinn PAR Capital Management hefði keypt alla hlutafjáraukninguna sem samþykkt var fjórum mánuðum áður. Þar með átti sjóðurinn orðið 11,5 prósent í íslenska félaginu og varð einn af stærstu hluthöfunum. Kaupverðið var 5,6 milljarðar króna.

Tímasetningin á kaupunum í Icelandair lofaði góðu því nú hafði félagið losnað við sinn helsta keppinaut í flugi til og frá Íslandi. Samkeppnin við flugfélag Skúla hafði leikið Icelandair grátt eins og nærri sjö milljarða tap árið 2018 var vísbending um. Þetta sama ár skiluðu aftur á móti flest flugfélög hagnaði og þannig varð metafkoma hjá bæði SAS og Aer Lingus.

Það voru þó hindranir í veginum því tæpum hálfum mánuði fyrir fjárfestingu PAR Capital voru allar Boeing MAX þotur í heimunum kyrrsettar. Þar á meðal þau sex eintök sem Icelandair hafði tekið í notkun.

Nýttu sumarið til að bæta við hlutabréfum

Fáir gátu þó ímyndað sér að nærri nítján mánuðum síðar væru þoturnar ennþá á jörðu niðri. Og gera má ráð fyrir að sérfræðingar PAR Capital Managment, sem sérhæfa sig í fjárfestingum í flugrekstri, hafi verið í þeim hópi.

Sumarið eftir héldu þeir nefnilega áfram að bæta við hlutabréfum í Icelandair og keyptu samtals 115 milljón hluti. Á þeim tíma var gengi hlutabréfanna á milli 9 til 11 krónur á hlut. Þessi viðbótar fjárfesting hefur þá kostað sjóðinn rúmlega einn milljarð króna en þarna var bandaríski sjóðurinn orðinn stærsti hluthafinn í Icelandair samsteypunni.

Undir sumarlok 2019 fór gengi hlutabréfanna að síga enda ljóst að kyrrsetning MAX þotanna hafði gríðarlega neikvæð áhrif á afkomu Icelandair. Tapið árið 2019 var aftur um sjö milljarðar króna.

Seldu bréf í smáskömmtum

Í byrjun mars í ár setur útbreiðsla Covid-19 flugáætlun Icelandair og annarra flugfélaga úr skorðum. Þá fór gengi hlutabréfa Icelandair niður í þrjár krónur á hlut og virði bréfa PAR Capital rétt um þriðjungur af því sem var við kaupin tæpu ári áður.

Bandaríkjamennirnir byrja svo að losa sig við hlutabréf í Icelandair í smáskömmtum enda fáir áhugasamir kaupendur á markaðnum. Gengið hélt svo áfram að síga en áfram seldi PAR Capital bréfin sín í Icelandair í hverri einustu viku með miklu tapi. Samanlagt má reikna með að sjóðurinn hafi tapað á bilinu 2 til 2,3 milljörðum króna á þessum vikulegu viðskiptum.

Eins og við var að búast tók PAR Capital ekki þátt í hlutafjárútboði Icelandair í síðasta mánuði en hélt þess í stað að selja bréfin sín eftir útboðið.

Nú í vikulok losaði sjóðurinn sig svo restina af bréfum sínum í Icelandair á genginu 0,87 krónur á hlut. Gera má ráð fyrir að tapið af þeirri sölu hafi verið tæpir fjórir milljarðar króna.

Svara ekki skilaboðum

Í heildina tapaði PAR Capital því rúmlega sex milljörðum á fjárfestingunni í Icelandair. Það er nokkru hærri upphæð en félagið keypti 11,5 prósent hlut fyrir í apríl í fyrra.

Þetta er þó vissulega ekki eina fjárfestingin sem PAR Capital hefur farið illa út úr að undanförnu. Sjóðurinn sérhæfir sig nefnilega í flugfélögum og tæknifyrirtækjum í ferðaþjónustu. Kórónuveirukreppan hefur komið sérstaklega illa niður á þessum geira.

Þess má geta að Túristi hefur árangurslaust gert fjölda tilrauna til að ná sambandi við stjórnendur PAR Capital.

Nýtt efni

Árið 1970 barst Pattie Boyd nafnlaust og dularfullt ástarbréf frá einhverjum sem þráði hana afar heitt. Vandinn var bara sá að Pattie var þegar gift öðrum manni og ekki ófrægum; hún og George Harrison gítarleikari The Beatles höfðu búið saman í sex ár þegar bréfið barst Pattie.  „Ég skrifa þér þessa orðsendingu í þeim megintilgangi …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …