Samfélagsmiðlar

Pólverjar líklegastir til að fara í ferðalag á næstunni

Um helmingur Evrópubúa stefnir á ferðalag næstu sex mánuði.

Löngun Evrópubúa til að ferðast fer vaxandi samkvæmt mánaðarlegum mælingum Evrópska ferðamálaráðsins, ETC. Sérstaklega þegar kemur að ferðum á tímabilinu apríl til júní í ár. Þetta sýna niðurstöður nýjustu könnunar ETC sem birt var í vikunni en hún byggir á svörum sem var safnað 20. nóvember til 3. desember 2020.

Síðan þá hafa sóttvarnaraðgerðir verið hertar verulega í hinum ýmsu Evrópulöndum. En hvað sem líður þeirri neikvæðu þróun þá sýna niðurstöður könnunarinnar að 52 prósent svarenda hyggst ferðast innan Evrópu næstu sex mánuði. Það er aukning um fimm prósentustig frá könnun sem gerð var í október sl.

Pólverjar eru sú þjóð sem er líklegust til að vera á faraldsfæti því 74 prósent svarenda þar í landi segist ætla í ferðalag næsta hálfa árið. En líkt og fram kom í nýrri úttekt Túrista þá nam framboð Wizz Air á flugi til Íslands frá Póllandi um tíu þúsund sætum á mánuði fyrir heimsfaraldur. Flugfélagið situr eitt að markaðnum og Icelandair hefur t.a.m. alveg látið þennan stóra markað fyrir Íslandsflug vera.

Á eftir Pólverjum eru það Ítalir sem eru líklegir til að ferðast á næstu mánuðum (54%) og svo Frakkar (53%), Austurríkismenn (52%) og Spánverjar (51%).

Aldurshópurinn sem fer síður á ferðina á næstunni eru þeir sem eru 55 ára og eldri. Sjötti hver Evrópubúi í þeim hópi segir ferðalag mjög ólíklega á dagskrá.

Þess má geta að Ferðamálastofa Íslands er meðlimur í ETC og finna má nánari upplýsingar um kannanir ETC og fleiri gagnlegar upplýsingar á heimasíðu Ferðamálastofu.

Nýtt efni

Það voru þrjú norræn alþjóðaflugfélög sem hófu flugrekstur í Covid-faraldrinum. Hér á landi var það Play en Flyr og Norse í Noregi. Öll þrjú leigðu árið 2021 þotur á lægra verði en áður hafði þekkst og efndu til hlutafjárútboða meðal fagfjárfesta og almennings. Í byrjun síðasta árs varð Flyr gjaldþrota en rekstur þess byggði á …

Ein árangursríkasta loftslagsaðgerð síðari ára á Íslandi er líklega sú að banna urðun lífræns úrgangs. Þetta bann tók gildi í upphafi árs 2023 og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Smám saman hafa jákvæðar tölur verið að berast, sem gefa tilefni til bjartsýni. Það er semsagt hægt að ná árangri í loftslagsmálum, þótt margir …

Barselóna er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu en óþol íbúa vegna ágangsins hefur farið vaxandi á síðustu árum - ekki síst vegna húsnæðisvanda ungs fólks sem ekki getur keppt við ferðaþjónustuna í leiguverði. Fyrri borgaryfirvöld hættu útgáfu nýrra leyfa til útleigu og lokað mörgum ferðamannaíbúðum en nú eru í farvatninu enn meiri breytingar. Airbnb og öðrum …

Í Svíþjóð kalla sumarsólstöður, eða Midsommar, á mikil hátíðarhöld þar sem síld og snaps hafa lengstum verið í aðalhlutverki. Sölutölur sænskra kaupmanna sýna þó að vinsældir síldarinnar dala ár frá ári og nú er svo komið að salan hefur helmingast frá árinu 2008. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Skýringin á þessari þróun liggur í bragðlaukum …

Ferðahópur á Þingvöllum

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Öðlast þingsályktunin þegar gildi en mótun stefnunar var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira …

Ásgeir Baldurs, framkvæmdastjóri Arctic Adventures

Arctic Adventures er eitt stærsta fyrirtæki landsins í ferðaþjónustu og hefur verið að stækka starfssvið sitt, síðast með kaupum á Special Tours, sem sinnir skoðunarferðum á slóðum hvala og lunda, auk þess að reka Hvalasafnið (Whales of Iceland) í Reykjavík.  Ásgeir Baldurs tók við starfi forstjóra Arctic Adventures fyrir rúmu ári, þegar margir bundu vonir við …

Kínversku bílaframleiðendurnir BYD og SAIC, sem er eigandi framleiðslufyrirtækis MG-rafbílana vinsælu, hafa ekki ákveðið enn hvort verð á rafbílum sem seldir verða í Evrópu eftir 4. júlí hækka í verði. Þá tekur gildi umtalsverð hækkun tolla á kínversku rafbílana. Samkvæmt heimildum Reuters verður engin verðbreyting ákveðin fyrir þann tíma. Evrópusambandið ákvað að tollur á MG-bílum …

Gengi hlutabréfa í Norwegian féll í gærdag eftir að greinendur norska bankans DNB færðu niður verðmat sitt á félaginu úr 19 norskum krónum á hlut niður í 17 kr. Hið nýja verðmat var engu að síður 30 prósent yfir markaðsgenginu, 14 norskar kr., en engu að síður féll gengið um tíu prósent í gær og …