Samfélagsmiðlar

Virðisrýrnun lána til ferðaþjónustufyrirtækja nemur 7 milljörðum króna

Nýleg spá Íslandsbanka gerir ráð fyrir að hingað komi 700 þúsund túristar í ár. Stór hluti lána bankans til ferðaþjónustunnar er til fyrirtækja sem eru aðeins rekstrarhæf ef þessi spá gengur eftir. Flugfélög flokkast sem ferðaþjónustufyrirtæki í greiningu bankans.

Lán Íslandsbanka til ferðaþjónustunnar námu í lok síðasta árs 94 milljörðum króna að bókfærðu virði. Þetta kemur fram í ársuppgjöri bankans sem birt var í gær. Heildarlán bankans til atvinnugreinarinnar nema aftur á móti 101 milljarði króna en sjö milljarðar hafa verið settir í virðisrýrnunarsjóð. Það jafngildir sjö prósentum af heildinni.

Til viðbótar nemur virðisrýrnun ónotaðra lánalína, yfirdráttarheimilda og ábyrgða hálfum milljarði kr.

Í uppgjöri bankans hafa lán til ferðaþjónustufyrirtækja, þar með talið flugfélaga, verið flokkuð eftir þolgæði viðskiptavina. Sú greining byggir á grunnforsendum nýrrar þjóðhagsspár Íslandsbanka um að hingað komi sjö hundruð þúsund erlendir ferðamenn í ár.

Við mat á þolgæði þá er lánþegum Íslandsbanka skipt í fjóra hópa. Í þeim fyrstaeru þau fyrirtæki sem teljast áfram rekstrarhæf þó ferðamannafjöldinn verði minni en spáð er. Í flokki tvö eru fyrirtæki sem þurfa umlíðun ef ferðamannafjöldinn nær ekki sjö hundruð þúsund. Fyrirtæki sem verða aðeins rekstrarhæf ef ferðamannaspáin gengur eftir eru í flokki þrjú. Í þeim síðasta eru svo fyrirtæki sem byggja áframhaldandi rekstur sinn á því að ferðamannahópurinn verði fjölmennari en spá bankans gerir ráð fyrir.

Það er skemmst frá því að segja að 61 milljarður af þessum 94 milljörðum, sem Íslandsbanki á útistandandi hjá ferðaþjónustufyrirtækjum í dag, lendir í flokki þrjú. Sjö milljarðar lán hvíla á fyrirtækjum í síðasta hópnum og aðeins tveir milljarðar eru útistandandi hjá þeim sem eru í flokki eitt.

Í svari Íslandsbanka, við fyrirspurn Túrista, segir að flokkunin gefi vísbendingu um hversu stór hluti viðskiptavina í ferðaþjónustu gæti þarfnast áframhaldandi greiðsluúrræða af hálfu bankans ef áhrif heimsfaraldursins dragast á langinn.

„Það er þó ekki þar með sagt að framlenging slíkra úrræða hafi í för með sér hækkun á útlánatapi umfram það sem næmnigreining […] gefur til kynna,“ segir jafnframt í svarinu.

Sem fyrr segir þá gerir nýlega þjóðhagspá Íslandsbanka ráð fyrir 700 þúsund túristum hér á landi í ár. Í spánni er líka að finna bjartsýnni útgáfu með einni milljón túrista og sú svartsýna gerir eingöngu ráð fyrir fjögur hundruð þúsund erlendum ferðamönnum.

Nýtt efni

Ítalía var mesta vínframleiðsluland heims 2023 en þurfti að sætta sig við að sala dróst saman. Það var reyndar staðan hjá flestum vínframleiðsluþjóðunum. Nú liggja fyrir tölur frá helstu markaðslöndum ítalskra vínframleiðenda: Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi, Kanada og Japan, en samanlagður útflutningur til þessara landa nemur 56 prósentum af heildinni. Til samanburðar vega þessi markaðslönd 50 prósent …

Hann var nýorðinn 14 ára gamall þegar eitt af stóru félögunum í Belgíu, Genk, hafði samband við hann og bauð honum pláss í fótboltaakademíunni sem hafði þá mjög góðan orðstír. Það tók Kevin de Bruyne nokkurn tíma að sannfæra foreldra sína um að það væri góð hugmynd fyrir hann að flytja frá Drongen til að …

Play leitar nú fjárfesta sem vilja leggja félaginu til 1,4 milljarða króna í það minnsta. Stærstu hluthafarnir hafa gefið vilyrði sitt fyrir innspýtingu upp á 2,6 milljarða kr. en sú viðbót er háð því skilyrði að það safnist alla vega 4 milljarðar í nýtt hlutafé. Áður höfðu stjórnendur Play gefið út að þeir þyrftu þrjá …

Mikil umferð farþega var um evrópska flugvelli í janúar, víða fór farþegafjöldinn fram úr því sem var í sama mánuði 2019. Um 46 flugvöllum á Spáni, sem AENA starfrækir, var farþegafjöldinn 18,6 milljónir, sem er 10 prósentum fleiri en í janúar í fyrra. Flestir fóru um flugvöllinn í Madríd nú í janúar síðastliðnum, nærri 4,8 …

Það sem af er ári hefur hægt á eftirspurn á rafbílamarkaði heimsins og framleiðendur bregðast við með því að segja upp starfsfólki, minnka framleiðslukostnað og breyta áætlunum sínum. Þetta bakslag gæti seinkað orkuskiptum í vegasamgöngum.  Þýski gæðabílaframleiðandinn Mercedes-Benz tilkynnti í gær að markmiðum um rafbílavæðingu yrði frestað um fimm ár og sjá til þess að …

Stjórn Volvo Cars ætlar að láta af því verða að minnka hlutinn í sænska rafbílaframleiðandanum Polestar en áformin voru fyrst kynnt í byrjun þessa mánaðar. Fjárfestar tóku tíðindunum vel því hlutabréfin í Volvo hækkuðu í kjölfarið um fjórðung. Endurteknar hlutafjáraukningar Polestar hafa nefnilega haft neikvæð áhrif á gengi Volvo í kauphöllinni í Stokkhólmi samkvæmt frétt …

Notkun á sjálfbæru eldsneyti er besta leiðin til að draga hratt úr losun frá flugsamgöngum, segir Willie Walsh, framkvæmdastjóra Alþjóðasambands flugfélaga, IATA. Hann ræddi mikilvægi þess að minnka losun í ávarpi sínu á flugmálaráðstefnu Changi í Singapúr í vikunni.  Willie Walsh undirstrikaði í ávarpi sínu að flugheimurinn stefndi staðfastlega að kolefnishlutleysi árið 2050: „Við megum …

Vesturland er í útjaðri meginstraums erlendra ferðamanna sem koma til Íslands. Flestir eru þeir á Suðvesturlandi, fara Gullna hringinn og meðfram suðurströndinni - en auðvitað aka margir þeirra eftir Hringveginum í gegnum Borgarfjörð eða halda upp á Snæfellsnes - og áfram sem leið liggur til Vestfjarða með ýmsum útúrdúrum. Við ætlum sem sagt ekki að …