Samfélagsmiðlar

Virðisrýrnun lána til ferðaþjónustufyrirtækja nemur 7 milljörðum króna

Nýleg spá Íslandsbanka gerir ráð fyrir að hingað komi 700 þúsund túristar í ár. Stór hluti lána bankans til ferðaþjónustunnar er til fyrirtækja sem eru aðeins rekstrarhæf ef þessi spá gengur eftir. Flugfélög flokkast sem ferðaþjónustufyrirtæki í greiningu bankans.

Lán Íslandsbanka til ferðaþjónustunnar námu í lok síðasta árs 94 milljörðum króna að bókfærðu virði. Þetta kemur fram í ársuppgjöri bankans sem birt var í gær. Heildarlán bankans til atvinnugreinarinnar nema aftur á móti 101 milljarði króna en sjö milljarðar hafa verið settir í virðisrýrnunarsjóð. Það jafngildir sjö prósentum af heildinni.

Til viðbótar nemur virðisrýrnun ónotaðra lánalína, yfirdráttarheimilda og ábyrgða hálfum milljarði kr.

Í uppgjöri bankans hafa lán til ferðaþjónustufyrirtækja, þar með talið flugfélaga, verið flokkuð eftir þolgæði viðskiptavina. Sú greining byggir á grunnforsendum nýrrar þjóðhagsspár Íslandsbanka um að hingað komi sjö hundruð þúsund erlendir ferðamenn í ár.

Við mat á þolgæði þá er lánþegum Íslandsbanka skipt í fjóra hópa. Í þeim fyrstaeru þau fyrirtæki sem teljast áfram rekstrarhæf þó ferðamannafjöldinn verði minni en spáð er. Í flokki tvö eru fyrirtæki sem þurfa umlíðun ef ferðamannafjöldinn nær ekki sjö hundruð þúsund. Fyrirtæki sem verða aðeins rekstrarhæf ef ferðamannaspáin gengur eftir eru í flokki þrjú. Í þeim síðasta eru svo fyrirtæki sem byggja áframhaldandi rekstur sinn á því að ferðamannahópurinn verði fjölmennari en spá bankans gerir ráð fyrir.

Það er skemmst frá því að segja að 61 milljarður af þessum 94 milljörðum, sem Íslandsbanki á útistandandi hjá ferðaþjónustufyrirtækjum í dag, lendir í flokki þrjú. Sjö milljarðar lán hvíla á fyrirtækjum í síðasta hópnum og aðeins tveir milljarðar eru útistandandi hjá þeim sem eru í flokki eitt.

Í svari Íslandsbanka, við fyrirspurn Túrista, segir að flokkunin gefi vísbendingu um hversu stór hluti viðskiptavina í ferðaþjónustu gæti þarfnast áframhaldandi greiðsluúrræða af hálfu bankans ef áhrif heimsfaraldursins dragast á langinn.

„Það er þó ekki þar með sagt að framlenging slíkra úrræða hafi í för með sér hækkun á útlánatapi umfram það sem næmnigreining […] gefur til kynna,“ segir jafnframt í svarinu.

Sem fyrr segir þá gerir nýlega þjóðhagspá Íslandsbanka ráð fyrir 700 þúsund túristum hér á landi í ár. Í spánni er líka að finna bjartsýnni útgáfu með einni milljón túrista og sú svartsýna gerir eingöngu ráð fyrir fjögur hundruð þúsund erlendum ferðamönnum.

Nýtt efni

Sauðfjársetrið var stofnað árið 2002 af heimamönnum og hefur vaxið og dafnað í þeirra umsjá allar götur síðan. Nýverið hlaut það tilnefningu til Íslensku safnaverðlaunanna fyrir samfélagslegra nálgun í safnastarfi. Í umsögn með tilnefningunni segir meðal annars að hér sé um að ræða mikilvæga og öfluga menningarstofnun sem hafi gríðarmikið gildi fyrir samfélagið á Ströndum. …

Unnið er að því á flugvellinum í Nice á Côte d´Azur að rafvæða alla starfsemi hans með 4 milljóna evra fjárstuðningi frá Evrópusambandinu. Er verkefnið liður í loftslagsstefnu sambandsins. Allar flugvélar í stæði eiga að fá aðgang að raforku sem unnin er með endurnýjanlegum hætti. Settar verða upp um 70 tengistöðvar í þessu skyni. Á …

Nýja-Sjáland var á meðal þeirra ríkja sem fylgdu hörðustu lokunarstefnunni á meðan Covid-19 geisaði. Nú vilja stjórnvöld þar blása meira lífi í ferðaþjónustu á landinu og helst utan vinsælasta tímans sem er nýsjálenska sumarið - frá desemberbyrjun til febrúarloka, þegar dagarnir eru langir og sólríkir og nætur mildar.  Ferðaþjónusta er einn helsti atvinnuvegur Nýja Sjálands …

Talsmenn þýsku sambandsstjórnarinnar staðfestu í dag að hún væri að leita lausnar á viðskiptadeilu Evrópusambandsins og Kína. Það fæli væntanlega í sér að boðuð hækkun verndartolla um allt að 38,1 prósent nái fram að ganga. Það er ekki umhyggja fyrir kínverskum hagsmunum sem ræður afstöðu þýskra stjórnvalda heldur vilja þau vernda hagsmuni stórfyrirtækja í eigin …

Schiphol-flugvöllur við Amsterdam er meðal fjölförnustu flugvalla Evrópu og hefur umferðin um hann lengi verið umdeild meðal íbúa. Umfangi flugvallarins, hávaða frá honum og mengun, hefur ítrekað verið mótmælt og brugðist hefur verið við með því að setja takmarkanir á þjónustutíma og fjölda véla sem um hann fara. Schiphol er þó og verður áfram ein …

Verulega hefur dregið úr magni ósoneyðandi gastegunda í andrúmsloftinu og þykir núna nokkuð ljóst, samkvæmt nýrri rannsókn, að hið alþjóðlega átak um að bjarga ósonlaginu hafi tekist framar vonum.  Margir sem komnir eru á miðjan aldur muna eftir brúnaþungum sjónvarpsfréttamönnum segja frá válegum tíðindum af ósonlaginu á níunda og tíunda áratugnum, inni á milli lagstúfa …

Á meðan franskir og spænskir bílaframleiðendur þrýstu á um að Evrópusambandið brygðist hart við meintum óðeðlilega miklum ríkisstuðningi Kínverja við rafbílaframleiðslu sína og hækkuðu verndartolla vöruðu þýskir keppinautar þeirra við því að slegið gæti í bakseglin: Gríðarlega mikilvægur markaður í Kína gæti lokast að verulegu leyti. Um þriðjungur af sölutekjum Mercedes Benz, BMW og Volkswagen …

Óhætt er að segja að það kosti Hlyn Guðjónsson, sendiherra Íslands í Ottawa, mikil ferðalög að sinna íslenskum hagsmunum í Kanada, sem er næst víðfeðmasta land heimsins. Sendiráð Íslands er hinsvegar lítið, starfsmenn aðeins þrír - Hlynur og tveir staðarráðnir. Nýlega var Hlynur staddur í Halifax, höfuðborg Nova Scotia. Það tekur um tvo tíma að …