Samfélagsmiðlar

Forstjóri Icelandair óskar stjórnendum, starfsmönnum og hluthöfum Play alls hins besta

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir hvetjandi að fá íslenskan samkeppnisaðila inn á markaðinn. Hann er enn á sömu skoðun varðandi rekstur tengimiðstöðvar fyrir fleiri en eitt félag á Keflavíkurflugvelli.

„Mér sýnist félagið vera í góðum höndum. Þau sem ég kannast við hjá Play eru öflug með umtalsverða reynslu og þekkingu á fluggeiranum. Ég óska stjórnendum, starfsmönnum og hluthöfum Play alls hins besta í þeirri vegferð sem framundan er,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, aðspurður hvort hann eigi góð ráð fyrir forsvarsfólk Play.

En líkt og fram hefur komið þá er í höfn hlutafjáraukning í þessu verðandi flugfélagi upp á um fimm milljarða króna. Play er því á leið í loftið að öllu óbreyttu eftir langan aðdraganda því það var í nóvember 2019 sem hulunni var formlega svipt af áformunum.

Skráning stuðlar að ambærilegri upplýsingagjöf

Bogi Nils segir skráningu Play á hlutabréfamarkað vera jákvætt skref en hann bendir jafnframt á að samkeppni í flugi til og frá Íslandi snúist ekki bara um íslenska flugrekendur.

„Hér eftir sem hingað til fögnum við og berum virðingu fyrir allri samkeppni. Það verður ánægjulegt og hvetjandi að fá íslenskan samkeppnisaðila aftur inn á markaðinn til viðbótar við þá tugi evrópskra og norður-amerískra flugfélaga sem við höfum verið að keppa við undanfarin ár. Fyrirætlanir félagsins um skráningu á markað munu stuðla að gagnsæi og að einhverju leyti sambærilegri upplýsingagjöf sem er góður samkeppnisgrundvöllur.“

Of lítill markaður fyrir tengimiðstöð tveggja flugfélaga

Það vakti athygli um síðustu áramót þegar Fréttablaðið hafði það eftir forstjóra Icelandair að hann teldi það engan veginn raunhæft að reka tvö flugfélög á Íslandi sem eru með Keflavíkurflugvöll sem tengimiðstöð.

Spurður hvort hann sé ennþá á þessari skoðun þá segir Bogi að ekkert hafi breyst í umhverfinu hvað þetta atriði varðar.

„Aðeins allra stærstu flugvellir í heiminum búa yfir fleiri en einu flugfélagi sem rekur tengimiðstöð á þeim. Tökum Dublin flugvöll sem dæmi. Það búa um fimm milljónir manna á Írlandi og þangað komu ríflega 11 milljónir ferðamanna 2019. Í Dublin og nágrenni búa um tvær milljónir manna og í borginni er rekin fjármála- og viðskiptamiðstöð.

Á flugvellinum í Dublin er samt bara eitt tengiflugfélag, Aer Lingus, og það hefur ekki verið hávær umræða um annað slíkt félag. Það hefur samt ekki komið í veg fyrir að annað flugfélag með höfuðstöðvar í Dublin, Ryanair, hafi blómstrað og vaxið mjög hratt. Ryanair rekur hins vegar ekki tengimiðstöð í Dublin heldur býður fyrst og fremst flug til og frá ýmsum áfangastöðum í Evrópu. Að auki fljúga flest stærstu flugfélög heims til og frá Dublin.

Það ríkir því mikil og blómlega samkeppni í flugi til og frá Dublin þrátt fyrir að einungis eitt flugfélag hafi Dublin flugvöll sem tengimiðstöð,“ útskýrir Bogi.

Samkvæmt heimildum Túrista þá horfir forsvarsfólk Play til þess að hefja flug til Bandaríkjanna vorið 2022. Við þau tímamót hefst þá tengiflug Play milli Norður-Ameríku og Evrópu.

Nýtt efni

Almennu hlutafjárútboði Play lauk í gær og bárust tilboð upp á 105 milljónir króna en lagt var upp með að selja nýtt hlutafé fyrir allt að 500 milljónir króna. Þátttaka almennings í hlutafjáraukningu Play í nóvember 2022 var heldur ekki í takt við framboð. Þá lögðu stærstu hluthafar félagsins því til 2,3 milljarða króna. Það …

Bandarísk flugfélög hvetja Biden-stjórnina í Bandaríkjunum til að gefa ekki út fleiri flugleyfi fyrir kínverska keppinauta þeirra í flugi milli Kína og Bandaríkjanna. Vísað er til samkeppnishindrana sem flugmálayfirvöld í Kína beita erlend flugfélög. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna gaf það út í febrúar að kínversk flugfélög gætu boðið allt að 50 flugferðir á …

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …

Kínverski bílaframleiðandinn Chery virðist vera að ná samningum um að eignast fyrstu verksmiðju sína í Evrópu, nánar tiltekið í katalónska höfuðstaðnum Barselóna á Spáni. Um er að ræða verksmiðju sem Nissan lokaði árið 2021 og er markmið yfirvalda á Spáni og héraðsstjórnarinnar í Katalóníu að endurheimta þau 1.600 störf sem þá glötuðust. Nú hefur katalónski …