Samfélagsmiðlar

Fáar ferðir á dagskrá milli Íslands og Bretlands

London Piccadilly Julian LoveLondon and Partners

Flestar ferðirnar milli Íslands og Bretlands á næstu vikum eru til flugvallanna í nágrenni Lundúna eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Frá og með mánudeginum 17. maí geta Englendingar ferðast til tólf landa án þess að fara í sóttkví við heimkomu. Ísland er eitt þeirra ríkja sem bresk stjórnvöld skilgreina sem grænt líkt og kynnt var í gær.

Spánn, Ítalía, Frakkland, Grikkland og fleiri lönd við Miðjarðarhafið, sem alla jafna njóta mikilla vinsælda hjá breskum túristum, eru hins vegar flokkuð sem gul. Þeir sem snúa til Englands eftir að hafa dvalið á gulu svæði verða að fara í tíu daga sóttkví. Það dregur því vafalítið úr áhuganum á ferðalögum til þeirra landa nú í sumarbyrjun.

Þessar nýju reglur gilda aðeins fyrir íbúa Englands en til að mynda þá sem búa í Skotlandi. Flug héðan til bæði Glasgow og Edinborg hefur líka legið niðri síðustu mánuði og mun gera það áfram næstu vikur.

Icelandair hefur aftur á móti haldið úti ferðum til Heathrow flugvallar í London í heimsfaraldrinum og á dagskrá félagsins eru sjö ferðir þangað frá 17. maí og til næstu mánaðamóta. Íslenska félagið er ekki með neinar brottfarir á boðstólum til Gatwick flugvallar, Manchester eða Glasgow fyrr en í júní.

Wizz Air stefnir á að hefja flug til Íslands á ný frá Luton flugvelli, í nágrenni London, í lok maí. Í framhaldinu er félagið með nokkuð tíðar ferðir á boðstólum í júní og júlí eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

British Airways gerir ennþá ekki ráð fyrir að taka upp þráðinn í Íslandsflugi sínu fyrr en í lok júní. Þotur félagsins munu svo að öllu óbreyttu taka stefnuna á Keflavíkurflugvöll nokkrum sinnum í viku í júlí.

Hjá easyJet er úrvalið af áætlunarflugi til Íslands í sumar um helmingi minna en það var sumarið 2019. Og munar um minna því easyJet er alla jafna eitt umsvifamesta erlenda flugfélagið á Keflavíkurflugvelli.

Nýtt efni

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …

Toyota í Japan tilkynnti í morgun að framleiðsla fyrirtækisins hefði aukist um sjö prósent í janúar og að þetta væri þrettándi mánuðurinn í röð sem fleiri bílar væru framleiddir en í sama mánuði árið á undan. Meginskýringin er sögð mikil eftirspurn í Bandaríkjunum. Í janúar runnu rúmlega 740 þúsund fleiri Toyotur af færiböndum verksmiðjanna en …

Við þeim sem fara um Ráðhústorg í Kaupmannahöfn þessa dagana blasir við risastór auglýsing frá Icelandair. Velunnari FF7 var þar á ferð í vikunni og sendi meðfylgjandi mynd. Auglýsingin er á húsi númer fjögur við Ráðhústorg og fyrir hornið á vegg sem snýr að H.C. Andersen Boulevard, sem er mikil umferðaræð í gegnum miðborgina. Unnið …

Tæknirisinn Apple hefur síðastliðinn áratug unnið að þróun rafknúinna og sjálfstýrðra ökutækja sem þó aldrei hafa verið formlega kynnt. Og það verður varla úr þessu því nú hefur þessari þróunarvinnu verið hætt samkvæmt frétt Bloomberg. Þriðjungurinn af þeim mörg hundruð manns sem unnið hafa að bílaverkefninu verða færð yfir á svið gervigreindar hjá Apple en …

Útibú Arion banka á Keflavíkurflugvelli lokaði í janúar og við fjármálaþjónustu í flugstöðinni tók Change Group sem hátti hagkvæmasta tilboðið í þennan rekstur í útboði sem Isavia efndi til í fyrra. Ennþá er Change Group þó ekki komin með tilskilin leyfi til að sinna gjaldeyrisviðskiptum hér á landi samkvæmt því sem FF7 kemst næst og …

Hún er svo vinsæl, bandaríski rithöfundurinn Sarah J. Maas, að þegar þriðja bindið í Crescent City-bókaflokknum kom út þann 30. janúar síðastliðinn stóðu aðdáendur hennar í löngum röðum í vetrarkuldanum fyrir framan bókabúðirnar sem höfðu ákveðið að opna búðir sínar á miðnætti á útgáfudeginum í New York og víðar um Bandaríkin. Þessar raðir fyrir framan …

Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að af öllum mat sem framleiddur er í heiminum fari um þriðingur í ruslið, eða 1,3 milljarðar tonna á ári. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að á heimsvísu fari um 17 prósent af öllum mat í matvöruverslunum, á veitingastöðum og á heimilum í ruslið. Það er gríðarlegt magn af prýðisgóðri næringu sem þar fer …