Samfélagsmiðlar

Grunnlaun áhafna hækkuð í tengslum við hlutafjáraukningu

Forstjóri Play telur að félagið nái betri nýtingu frá áhöfnum sínum en Icelandair. Flugmenn, flugfreyjur og flugþjónar Play verða sjálfar að sjá um ferðir út á Keflavíkurflugvöll.

Þegar áform um stofnun Play voru fyrst opinberuð, í nóvember árið 2019, þá var fjárfestum kynntur undirritaður kjarasamningur við Íslenska flugmannafélagið, ÍFF, um kjör áhafna. Það er sama stéttarfélag og flugmenn Wow höfðu verið í.

Samningurinn við Play gerði þó ráð fyrir 19 til 37 prósent lægri launum en voru í boði hjá flugfélagi Skúla Mogensen.

Spurður um hvort þetta séu þau kjör sem áhöfnum Play standi til boða í dag þá segir Birgir Jónsson, forstjóri Play, að samningnum hafi verið breytt í tengslum við hlutafjárútboð félagsins sem lauk nú april. Nýi samningur var í framhaldinu borinn undir kosningu hjá ÍFF bætir Birgir við.

Hann segir að grunnlaun hafi verið hækkuð og sú breyting hafi meðal annars byggt á væntingum ÍFF sem hafi þróast á þeim tíma sem liðinn er frá gerð fyrsta samningsins. Ýmis atriði samningsins hafi líka verið aðlöguð betur að íslenskum vinnumarkaði. Einnig var gildistíminn framlengdur en sá gamli átti að renna út á þarnæsta ári.

„Það var þó alls ekki þannig að fyrri samningur hafi verið á gráu svæði, heldur voru nokkur atriði sem aðilar sömdu um að breyta í tengslum við lengri gildistíma. Lengra tímabil passar betur við fjárfestinguna enda er ekki verið að tjalda til einnar nætur. Samningurinn tryggir stöðuleika til nokkura ára sem er mikilvægt og passar við aðra samninga sem byggja upp kostnaðinn,“ segir Birgir.

Hann segist þó ekki geta upplýst nákvæmlega um samninginn umfram það sem fram kemur hér að ofan.

Engar áhafnarútur til og frá Leifsstöð

Eitt er þó óbreytt frá fyrsta samningi og það er að áfram er ekki gert ráð fyrir að Play standi fyrir sætaferðum til og frá Keflavíkurflugvelli með áhafnir. Í staðinn hyggst félagið koma á móts við starfsmenn með niðurgreiðslum á bílastæðum og með tæknilausn eða appi sem auðveldar fólki að sameinast um bíla.

„Það tíðkast ekki erlendis að áhafnir séu keyrðar á starfsstöð og mjög algengt í London að sjá flugmenn í almenningssamöngum á leið í vinnuna út á flugvöll. Þetta er ekkert ólíkt því að fólk er almennt ekki keyrt í vinnuna á kostnað vinnuveitanda,“ útskýrir Birgir.

Hann segist ekki vilja kalla þetta kjaraskerðingu heldur sé þetta í takt við atvinnulífið almennt þó það skapi vissulega hagræði fyrir fyrirtækið.

Enginn starfsaldurslisti

Áður hefur komið fram að hjá áhöfnum Play verður ekki farið eftir starfsaldurslista líkt og til að mynda tíðkast hjá Icelandair og fleiri flugfélögum.

„Ef starfsmaður er ráðinn í starf þá á hann að fá greitt fyrir vægi starfsins en ekki hvað hann hefur gengt því lengi. Ef flugmaður er ráðinn flugstjóri þá er virði hans starfs og hæfni væntanlega sú sama og annars starfsmanna í sama starfi þó að sá hafi unnið það lengur. Þetta er sanngjarnt,“ segir Birgir.

Hann segir það sama gilda um frelsi fyrirtækisins til að velja hæfasta starfsfólkið. Það fyrirkomulag eigi að vera eins og í flestum öðrum fyrirtækjum sem geti ráðið inn einstaklinga sem eru hæfastir burt séð frá starfsaldri.

Betri nýting en hjá Icelandair

„Eins og komið hefur fram þá stenst þessi samningur öll lög á Íslandi og er algjörlega samkvæmt leikreglum á íslenskum vinnumarkaði. En hann er öðruvísi en til dæmis það sem Icelandair hefur samið um enda er það fyrirtæki með annarskonar nálgun á sinn rekstur. Ég þekki þann samning þó ekkert umfram það sem komið hefur fram í fjölmiðlum. Mér sýnist þó að vegna nýrrar nálgunar, sem er sameiginleg frá samningsaðilum, þá náum við betri nýtingu frá okkar áhöfnum en Icelandair. Þó ekki nálægt því hámarki sem evrópsk flugfélög geta náð samkvæmt alþjóðlegu öryggisreglunum og öll flugfelög vinna eftir,“ segir Birgir.

Hann áréttar að einingakostnaður Play byggi ekki á að nýta verktaka á lakari kjörum eða stunda félagsleg undirboð og gerviverktöku.

„Þvert á móti. Okkar starfsfólk á að fá greitt í samræmi við það mikilvæga framlag sem það leggur fram. Samngjarnt fyrir alla aðila,“ ítrekar Birgir að lokum.

Nýtt efni

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …

„Viltu nýjan bíl? Ef svarið er já, þá þurfum við að finna pening til að kaupa bílinn. Við getum aflað hans með sjávarútvegi en sú grein er takmörkuð og margir vilja setja skorður á fiskeldi. Til að auka framleiðslu á málmum þarf meiri raforku. Þá er það ferðaþjónustan sem er eftir og því þarf að …

Yfir veturinn eru Bretar fjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi en fyrstu þrjá mánuði þessa árs innrituðu 109 þúsund breskir farþegar sig í flug frá Keflavíkurflugvelli. Fjöldinn stóð í stað frá sama tíma í fyrra en hins vegar fjölgaði brottförum útlendinga um tíund þessa þrjá mánuði. Efnahagsástandið í Bretlandi kann að skýra að það …

Því var fagnað í gær að undirrituð hefði verið viljayfirlýsingu um að Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum ætluðu að byggja og reka fjögurra stjörnu hótel við Skógarböðin í Eyjafirði gegnt Akureyri. Á væntanlegu baðhóteli verða 120 herbergi. Sjallinn - MYND: Facebook-síða Sjallans Íslandshótel hafa líka haft áform um að reisa hótel í miðbæ Akureyrar, þar …