Samfélagsmiðlar

Grunnlaun áhafna hækkuð í tengslum við hlutafjáraukningu

Forstjóri Play telur að félagið nái betri nýtingu frá áhöfnum sínum en Icelandair. Flugmenn, flugfreyjur og flugþjónar Play verða sjálfar að sjá um ferðir út á Keflavíkurflugvöll.

Þegar áform um stofnun Play voru fyrst opinberuð, í nóvember árið 2019, þá var fjárfestum kynntur undirritaður kjarasamningur við Íslenska flugmannafélagið, ÍFF, um kjör áhafna. Það er sama stéttarfélag og flugmenn Wow höfðu verið í.

Samningurinn við Play gerði þó ráð fyrir 19 til 37 prósent lægri launum en voru í boði hjá flugfélagi Skúla Mogensen.

Spurður um hvort þetta séu þau kjör sem áhöfnum Play standi til boða í dag þá segir Birgir Jónsson, forstjóri Play, að samningnum hafi verið breytt í tengslum við hlutafjárútboð félagsins sem lauk nú april. Nýi samningur var í framhaldinu borinn undir kosningu hjá ÍFF bætir Birgir við.

Hann segir að grunnlaun hafi verið hækkuð og sú breyting hafi meðal annars byggt á væntingum ÍFF sem hafi þróast á þeim tíma sem liðinn er frá gerð fyrsta samningsins. Ýmis atriði samningsins hafi líka verið aðlöguð betur að íslenskum vinnumarkaði. Einnig var gildistíminn framlengdur en sá gamli átti að renna út á þarnæsta ári.

„Það var þó alls ekki þannig að fyrri samningur hafi verið á gráu svæði, heldur voru nokkur atriði sem aðilar sömdu um að breyta í tengslum við lengri gildistíma. Lengra tímabil passar betur við fjárfestinguna enda er ekki verið að tjalda til einnar nætur. Samningurinn tryggir stöðuleika til nokkura ára sem er mikilvægt og passar við aðra samninga sem byggja upp kostnaðinn,“ segir Birgir.

Hann segist þó ekki geta upplýst nákvæmlega um samninginn umfram það sem fram kemur hér að ofan.

Engar áhafnarútur til og frá Leifsstöð

Eitt er þó óbreytt frá fyrsta samningi og það er að áfram er ekki gert ráð fyrir að Play standi fyrir sætaferðum til og frá Keflavíkurflugvelli með áhafnir. Í staðinn hyggst félagið koma á móts við starfsmenn með niðurgreiðslum á bílastæðum og með tæknilausn eða appi sem auðveldar fólki að sameinast um bíla.

„Það tíðkast ekki erlendis að áhafnir séu keyrðar á starfsstöð og mjög algengt í London að sjá flugmenn í almenningssamöngum á leið í vinnuna út á flugvöll. Þetta er ekkert ólíkt því að fólk er almennt ekki keyrt í vinnuna á kostnað vinnuveitanda,“ útskýrir Birgir.

Hann segist ekki vilja kalla þetta kjaraskerðingu heldur sé þetta í takt við atvinnulífið almennt þó það skapi vissulega hagræði fyrir fyrirtækið.

Enginn starfsaldurslisti

Áður hefur komið fram að hjá áhöfnum Play verður ekki farið eftir starfsaldurslista líkt og til að mynda tíðkast hjá Icelandair og fleiri flugfélögum.

„Ef starfsmaður er ráðinn í starf þá á hann að fá greitt fyrir vægi starfsins en ekki hvað hann hefur gengt því lengi. Ef flugmaður er ráðinn flugstjóri þá er virði hans starfs og hæfni væntanlega sú sama og annars starfsmanna í sama starfi þó að sá hafi unnið það lengur. Þetta er sanngjarnt,“ segir Birgir.

Hann segir það sama gilda um frelsi fyrirtækisins til að velja hæfasta starfsfólkið. Það fyrirkomulag eigi að vera eins og í flestum öðrum fyrirtækjum sem geti ráðið inn einstaklinga sem eru hæfastir burt séð frá starfsaldri.

Betri nýting en hjá Icelandair

„Eins og komið hefur fram þá stenst þessi samningur öll lög á Íslandi og er algjörlega samkvæmt leikreglum á íslenskum vinnumarkaði. En hann er öðruvísi en til dæmis það sem Icelandair hefur samið um enda er það fyrirtæki með annarskonar nálgun á sinn rekstur. Ég þekki þann samning þó ekkert umfram það sem komið hefur fram í fjölmiðlum. Mér sýnist þó að vegna nýrrar nálgunar, sem er sameiginleg frá samningsaðilum, þá náum við betri nýtingu frá okkar áhöfnum en Icelandair. Þó ekki nálægt því hámarki sem evrópsk flugfélög geta náð samkvæmt alþjóðlegu öryggisreglunum og öll flugfelög vinna eftir,“ segir Birgir.

Hann áréttar að einingakostnaður Play byggi ekki á að nýta verktaka á lakari kjörum eða stunda félagsleg undirboð og gerviverktöku.

„Þvert á móti. Okkar starfsfólk á að fá greitt í samræmi við það mikilvæga framlag sem það leggur fram. Samngjarnt fyrir alla aðila,“ ítrekar Birgir að lokum.

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …