Samfélagsmiðlar

Bólusetning með AstraZeneca ætti ekki að koma í veg fyrir ferð til Bandaríkjanna

newyork loft Troy Jarrell

Það eru vafalítið einhverjir farnir að huga að ferðalagi vestur um haf í vetur.

Frá og með byrjun nóvember verður bólusettum ferðamönnum heimilt að heimsækja Bandaríkin. Evrópubúum hefur ekki verið hleypt yfir bandarísk landamæri síðan í mars í fyrra þegar heimsfaraldurinn var að hefjast.

Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvaða dag þessi breyting gengur í gildi og eins leikur vafi á því hvaða kröfur bandarísk yfirvöld munu gera til bólusetningarvottorða ferðamanna.

Innan Schengen svæðisins er reglan til að mynda sú að eingöngu ferðamenn með bólusefni sem fengið hefur markaðsleyfi í Evrópu sleppa við sóttkví. Ef Bandaríkjamenn notast við sömu reglu þá vandast málin fyrir þann hóp sem fékk bóluefni AstraZeneca.

Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur nefnilega aðeins gefið grænt ljós á bóluefni Moderna, Pfizer og Johnson&Johnson. Forsvarsmenn lyfjaframleiðandans AstraZeneca hafa aftur á móti ekki sóst eftir samþykki á sínu efni vestanhafs.

Stór hluti Íslendinga og annarra Evrópubúa er hins vegar bólusettur með AstraZeneca. Það verður þó ekki vandamál að sögn Anthony Fauci, sóttvarnalæknis Bandaríkjanna. Í viðtali við Times í Bretlandi segir hann að bólusetning með AstraZeneca ætti að verða viðurkennd sem fullnægjandi vörn fyrir ferðamenn áður en landamærin verða opnuð í nóvember.

—–

30 daga áskrift á 300 krónur
Stór hluti af greinum Túrista er aðeins fyrir áskrifendur. Þú færð fullan aðgang í 30 daga fyrir aðeins 300 kr. með því að nota afsláttarkóðann „300“ þegar þú pantar áskrift hér. Að þeim tíma loknum er greitt fullt gjald (2.650 kr.) en alltaf hægt að segja áskriftinni upp.

Nýtt efni

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …

Toyota í Japan tilkynnti í morgun að framleiðsla fyrirtækisins hefði aukist um sjö prósent í janúar og að þetta væri þrettándi mánuðurinn í röð sem fleiri bílar væru framleiddir en í sama mánuði árið á undan. Meginskýringin er sögð mikil eftirspurn í Bandaríkjunum. Í janúar runnu rúmlega 740 þúsund fleiri Toyotur af færiböndum verksmiðjanna en …