Samfélagsmiðlar

Fjölga ferðum til New York um leið og „einstefnan“ verður aflögð

newyork timessquare Ferdinand Stöhr

Icelandair mun fljúga þrisvar á dag til New York fyrst eftir að landamæri Bandaríkjanna opna á nýjan leik.

Allt frá því í vor hafa bólusettir Bandaríkjamenn verið velkomnir til Evrópu. Á sama tíma hafa bandarísk landamæri verið lokuð fyrir Evrópubúum. Þessu ástandi hefur forstjóri Delta flugfélagsins líkt við einstefnu en þann 8. nóvember verður umferðin í báðar áttir. Og þess sjást merki í flugáætlun Icelandair.

Félagið hefur nefnilega bætt við einni brottför á dag til JFK flugvallar í New York fyrstu vikurnar eftir breytingu. Þessi viðbótarferð verður daglega klukkan 17:05 en hin hefðbundna brottför er dagskrá fimm mínútum fyrr. Auk þess fljúga þotur Icelandair til Newark flugvallar sem einnig er stutt frá Manhattan. Félagið getur þar með flutt ríflega sex hundruð farþega til stórborgarinnar á degi hverjum.

Sala á flugi Icelandair til Orlandó hefur líka greinilega tekið kipp því uppselt er í brottförina þann 8. nóvember og sætin í næstu ferðir á eftir eru mjög dýr.

Spurður um stöðuna þá segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, að áhrifin af opnun Bandaríkjanna séu svipuð og þegar ferðamenn fengu að heimsækja Kanada á nýjan leik nú í haust. Þá jukust bókanir um leið og fólk gat ferðast þangað á ný segir Bogi en svo hafi eftirspurnin jafnað sig en haldist sterk.

Forstjórinn á þó ekki von á því að Icelandair bæti við áfangastöðum vestanhafs nú í vetur. Í staðinn verði heldur horft til þess að hefja flug fyrr næsta vor. Bogi ítrekar þó að félagið muni sem fyrr aðlaga framboð að eftirspurn.


Nýtt efni

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …

Norska flugfélagið Norwegian gerði upp annan ársfjórðung í gær en hlutabréf í félaginu féllu um 16 prósent í síðustu viku þegar afkomuspá ársins var lækkuð. Fjárfestar tóku þó uppgjör gærdagsins vel því bréfin hækkuðu um fimm af hundraði. Niðurstaðan hljóðaði upp á 477 milljónir norskra króna í hagnað fyrir skatt eða 6,1 milljarð íslenskra kr. …

Play mun fækka flugferðunum sínum til Norður-Ameríku um fjórðung í vetur í samanburði við þann síðasta líkt og FF7 greindi frá. Til viðbótar hefur félagið gert breytingar á flugáætlun sinni til Evrópu. Í sumum tilfellum fjölgar ferðunum en þeim fækkar í öðrum. Þannig gerir áætlunin fyrir september ráð fyrir tíu prósent færri ferðum en í …

Play er með fjóra áfangastaði Bandaríkjunum og einn í Kanada og býður félagið nú upp á daglegar ferðir til þeirra allra nærri allt árið um kring. Yfir vetrarmánuðina hefur Play þó dregið úr framboði en næsta vetur verður niðurskurðurinn meiri en áður. Næstkomandi nóvember er aðeins reiknað með 99 brottförum frá Keflavíkurflugvelli til Bandaríkjanna og …

Nú í vikunni hafa mælingar í Noregi og Bandaríkjunum sýnt að verðlag í þessum tveimur löndum hjaðnar hraðar en greinendur höfðu reiknað með. Það sama er upp á teningnum í Svíþjóð en í morgun birti hagstofan þar í landi nýjar verðlagsmælingar sem sýna að verðbólga sl. 12 mánuði mælist nú 2,6 prósent. Ef vaxtakostnaður er …

Gengi hlutabréf í Icelandair hefur nú fallið um 61 prósent síðustu 12 mánuði og kostar hver hlutur í dag 86 aura. Í hlutafjárútboðinu sem efnt var til í september 2020, til að koma flugfélaginu í gegnum heimsfaraldurinn, var hluturinn seldur á 1 krónu. Stuttu eftir útboðið fór gengið eins langt niður og það er í …

Á fyrri helmingi ársins komu aðeins færri Bandaríkjamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra þrátt fyrir tíðari flugferðir. Há verðbólga vestanhafs er væntanlega ein af skýringunum á þessum samdrætti enda hafa skuldsettir Bandaríkjamenn nú minna á milli handanna. Nú gæti hagur þess hóps vænkast því verðlag í Bandaríkjunum lækkaði meira í síðasta mánuði …

Vestanhafs er hefur ekkert flugfélag verið rekið með meiri hagnaði en Delta síðustu ár. Á nýafstöðnum öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, voru tekjur félagsins hærri en nokkru sinni áður á þessum hluta árs en aftur á móti var kostnaðurinn líka hærri. Þar með lækkaði hagnaðurinn um 30 prósent á milli ára samkvæmt uppgjöri sem flugfélagið …