Samfélagsmiðlar

Miklu lægri kostnaður en á hinum flugvöllunum

Einu áætlunarflugin sem í boði er frá Stewart flugvelli í New York í dag eru ferðir til Flórída. Flugmálayfirvöld í heimsborginni sjá tækifæri í að bæta úrvalið umtalsvert.

Ný flugstöðvarbygging fyrir farþega í alþjóðaflugi frá Stewart flugvelli í New York verður í raun vígð þegar áætlunarflug Play hefst.

„Þetta er í raun annar markaður en sá sem hinir flugvellirnir við New York ná til. Uppitökusvæðið er stórt og fer stækkandi eins og ört hækkandi fasteignaverð á svæðinu er til marks um. Fólk hefur verið er að flytja úr stórborginni og í Hudsondalinn. Þetta eru listamenn og aðrir sem geta sinnt vinnunni sinni hvar sem er,” segir Birgir Jónsson, forstjóri Play, um nýjasta áfangastað félagsins, Stewart flugvöll í New York. Þangað hyggst félagið hefja flug í byrjun júní.

„Í dag er ekkert alþjóðlegt flug á boðstólum frá Stewart og íbúar svæðisins keyra því fram hjá flugvellinum á leið sinni í flug frá JFK og Newark. Á þessum tveimur flugvöllum er samt í raun allt dýrara og erfiðara, til dæmis að leggja bílum,” bætir Birgir við í samtali við Túrista.

Stewart flugvöllur er um 100 kílómetrum norðan við heimsborgina og það tekur um einn og hálfan tíma að komast þaðan og inn á miðja Manhattan-eyju. Forstjóri Play bendir hins vegar á að flugstöðin sé lítil og því fljótlegt að fara þar í gegn. 

„Þetta er bara eins og að lenda á Egilsstöðum. Þú þarft ekki að standa í langan tíma í vegabréfaeftirliti eða ganga langt til að ná í farangur. Ferðatíminn inn í borgina er álíka og frá JFK en kannski aðeins lengri.”

Fyrir þá sem horfa í verðið

Líkt og flugvellirnir JFK og Newark þá er Stewart líka í eigu hafnaryfirvalda í New York og New Jersey. Umferðin um Stewart hefur aftur á mót dregist mjög mikið saman í heimsfaraldrinum enda hafa flugfélögin Jetblue, Delta og American Airlines ekki ennþá takið upp þráðinn í ferðum þangað. Í dag eru það því eingöngu lággjaldaflugfélögin Frontier og Allegiant sem bjóða upp á ferðir frá Stewart og eingöngu til Flórída.

Það er hins vegar ætlunin að snúa vörn í sókn og efla flugvöllinn í Hudsondalnum til muna. Liður í þeirri áætlun er að bjóða flugfélögum sérkjör.

„Við fáum alveg gríðarlega góðan díl, bæði með markaðsstuðningi og í lægri notendagjöldum. Það gerir okkur kleift að opna ódýrasta valkostinn í ferðum milli New York og Evrópu. Kostnaðurinn er raunverulega miklu lægri en ef við hefðum farið inn á stóru flugvellina. Þetta er auðvitað „low-cost” vara. Ef þú ert til dæmis í Frakklandi, á leið til New York og verðið skiptir þig máli þá verður þetta ódýrasta leiðin,” útskýrir Birgir.

Hann bætir því við að fyrir þá sem eru ekki á leið til heimsborgarinnar eða svæðið þar í kring þá verði mögulega betra að fljúga á annan flugvöll við borgina. „Það er samt ekki endilega einfalt. Vélarnar frá Íslandi lenda til dæmis um kvöld og þá er lítið um tengiflug. Eins er ekki lengur hægt að innrita farangurinn alla leið.”

Ný flugstöðvarbygging bíður eftir fyrstu farþegunum

Norska lággjaldaflugfélagið Norwegian hóf áætlunarflug milli Stewart flugvallar og Írlands árið 2017 og gekk útgerðin út á notkun Boeing Max þota. Ferðunum var því sjálfhætt þegar Max þotur voru kyrrsettar um heim allan árið 2019 í kjölfar tveggja flugslysa.

Flugmálayfirvöld í New York höfðu hins vegar ráðist í mikla uppbyggingu á flugstöðinni við Stewart og til að mynda reist nýja álmu fyrir alþjóðaflug sem aldrei hefur verið notuð. Birgir segir forsvarsfólk flugvallarins því iðandi í skinninu að koma hlutunum í gang á ný. Það hjálpi líka til að núna er flugvöllurinn kominn með alþjóðlega skráningu og kemur því sjálfkrafa upp í öllum bókunarsíðum þegar leitað er eftir flugi til og frá New York.

„Öll ferðaþjónustan á svæðinu tekur líka þátt í að aðstoða okkar. Þarna er stærsta Legoland í heimi og risastór verslunarmiðstöð og þessir aðilar fundu fyrir jákvæð áhrifum þegar Norwegian flaug til Stewart á sínum tíma.”

Sem fyrr segir mun Play fljúga daglega til Stewart við New York og eins til Logon í Boston og Baltimore-Washington flugvallar. 

Þess má geta að forráðamenn norska lággjaldaflugfélagsins Norse Atlantic hafa gefið út að þeir stefni á að fljúga sínum Boeing Dreamliner þotum til og frá Stewart flugvelli þegar félagið hefur rekstur síðar í ár. Miðasala er þó ekki hafin.

Nýtt efni

Samkvæmt nýútkominni ársskýrslu Ferðamálaráðs Grænlands - Visit Greenland fjölgaði flugfarþegum sem komu til Grænlands um 9 prósent á síðasta ári. Met fyrra árs var þar með slegið. Alls voru 64.910 taldir við brottför frá landinu, tæplega 40 þúsund Grænlendingar og nærri 37 þúsund Danir. Af einstökum öðrum þjóðahópum voru Þjóðverjar fjölmennastir, nærri 3.600, Bandaríkjamenn rúmlega …

Ef ekki nást samningar milli Norwegian og norska flugmanna félagsins fyrir lok vinnuvikunnar þá munu 17 flugmenn félagsins leggja niður störf strax um helgina. Alf Hansen, formaður félags flugmanna hjá Norwegian, segir að krafa sé gerð um bæði hærri laun og betri vinnutíma. „Við vinnum sex af hverjum níu helgum. Til viðbótar er vinnuálagið mest …

Þetta eru góðar fréttir fyrir starfsmenn Mirafiori-verksmiðja Fiat í Tórínó, eins anga Stellantis-samsteypunnar, en bakslag í augum þeirra sem vilja ekkert hik í orkuskiptum í samgöngum. Eitt sinn var Mirafiori stærsta verksmiðjuhverfi Ítalíu og þar starfar enn elsta bílaverksmiðja Evrópu. En í bílaiðnaði nútímans lifir enginn á fornri frægð. Verði blendingsútgáfa af litla 500e smíðuð …

Evrópuþingið hefur samþykkt tilskipun Framkvæmdastjórnar ESB um kolefnishlutlausan iðnað, Net Zero Industry Act, eða NZIA, sem ætlað er að efla vistvænan iðnað í Evrópu og auka framleiðsluafköst í hreinorkutækni. Samræmdar reglur og fyrirsjáanleiki í viðskiptaumhverfi græns iðnaðar eiga að skila sér í meiri samkeppnishæfni og styrk iðnaðar í álfunni og fjölgun sérhæfðra starfa. Vonast er …

Komið hefur í ljós að gjaldtaka af ferðamönnum sem koma til Feneyja hefur ekki náð þeim tilgangi sínum að hemja troðningstúrisma í borginni fögru við Adríahaf. Dagpassarnir svonefndu hafa þvert á móti valdið ólgu meðal íbúa og ruglað ferðamenn í ríminu. Útgáfa passanna hófst 25. apríl og verður ekki sagt að á þeim mánuði sem …

Bílaframleiðendur í Brasilíu hafa fulla trú á því að auk þess sem notaðir verði málmar á borð við litíum, nikkel og kóbalt til að búa til bílarafhlöður verði líka þörf á gamla, góða sykrinum til að gera samgöngur vistvænni í framtíðinni. Flestir bílar sem framleiddir eru fyrir Brasilíumarkað ganga fyrir blöndu af bensíni og etanóli, …

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP29) fer fram í Bakú í Aserbaísjan dagana 11. – 22. nóvember og nú á föstudaginn rennur úr frestur til að skila inn umsóknum um þátttöku í viðskiptasendinefnd Íslands. Að hámarki 50 manns fá þar sæti en gert er ráð fyrir að hvert fyrirtæki sendi að hámarki tvo fulltrúa. Í sendinefndinni sem …

Hann er önnum kafinn við að búa til smjördeig fyrir bökurnar þegar símaviðtalið hefst en er með hendurnar frjálsar og spjallar á meðan. Smjördeigið á leið yfir botninn með fyllingunni - MYND: © Arctic Pies „Við vorum þrír Ástralir sem stofnuðum þetta fyrirtæki saman og tengdum í gegnum þessa sömu matarupplifun. Það er pínu flókið …