Samfélagsmiðlar

Miklu lægri kostnaður en á hinum flugvöllunum

Einu áætlunarflugin sem í boði er frá Stewart flugvelli í New York í dag eru ferðir til Flórída. Flugmálayfirvöld í heimsborginni sjá tækifæri í að bæta úrvalið umtalsvert.

Ný flugstöðvarbygging fyrir farþega í alþjóðaflugi frá Stewart flugvelli í New York verður í raun vígð þegar áætlunarflug Play hefst.

„Þetta er í raun annar markaður en sá sem hinir flugvellirnir við New York ná til. Uppitökusvæðið er stórt og fer stækkandi eins og ört hækkandi fasteignaverð á svæðinu er til marks um. Fólk hefur verið er að flytja úr stórborginni og í Hudsondalinn. Þetta eru listamenn og aðrir sem geta sinnt vinnunni sinni hvar sem er,” segir Birgir Jónsson, forstjóri Play, um nýjasta áfangastað félagsins, Stewart flugvöll í New York. Þangað hyggst félagið hefja flug í byrjun júní.

„Í dag er ekkert alþjóðlegt flug á boðstólum frá Stewart og íbúar svæðisins keyra því fram hjá flugvellinum á leið sinni í flug frá JFK og Newark. Á þessum tveimur flugvöllum er samt í raun allt dýrara og erfiðara, til dæmis að leggja bílum,” bætir Birgir við í samtali við Túrista.

Stewart flugvöllur er um 100 kílómetrum norðan við heimsborgina og það tekur um einn og hálfan tíma að komast þaðan og inn á miðja Manhattan-eyju. Forstjóri Play bendir hins vegar á að flugstöðin sé lítil og því fljótlegt að fara þar í gegn. 

„Þetta er bara eins og að lenda á Egilsstöðum. Þú þarft ekki að standa í langan tíma í vegabréfaeftirliti eða ganga langt til að ná í farangur. Ferðatíminn inn í borgina er álíka og frá JFK en kannski aðeins lengri.”

Fyrir þá sem horfa í verðið

Líkt og flugvellirnir JFK og Newark þá er Stewart líka í eigu hafnaryfirvalda í New York og New Jersey. Umferðin um Stewart hefur aftur á mót dregist mjög mikið saman í heimsfaraldrinum enda hafa flugfélögin Jetblue, Delta og American Airlines ekki ennþá takið upp þráðinn í ferðum þangað. Í dag eru það því eingöngu lággjaldaflugfélögin Frontier og Allegiant sem bjóða upp á ferðir frá Stewart og eingöngu til Flórída.

Það er hins vegar ætlunin að snúa vörn í sókn og efla flugvöllinn í Hudsondalnum til muna. Liður í þeirri áætlun er að bjóða flugfélögum sérkjör.

„Við fáum alveg gríðarlega góðan díl, bæði með markaðsstuðningi og í lægri notendagjöldum. Það gerir okkur kleift að opna ódýrasta valkostinn í ferðum milli New York og Evrópu. Kostnaðurinn er raunverulega miklu lægri en ef við hefðum farið inn á stóru flugvellina. Þetta er auðvitað „low-cost” vara. Ef þú ert til dæmis í Frakklandi, á leið til New York og verðið skiptir þig máli þá verður þetta ódýrasta leiðin,” útskýrir Birgir.

Hann bætir því við að fyrir þá sem eru ekki á leið til heimsborgarinnar eða svæðið þar í kring þá verði mögulega betra að fljúga á annan flugvöll við borgina. „Það er samt ekki endilega einfalt. Vélarnar frá Íslandi lenda til dæmis um kvöld og þá er lítið um tengiflug. Eins er ekki lengur hægt að innrita farangurinn alla leið.”

Ný flugstöðvarbygging bíður eftir fyrstu farþegunum

Norska lággjaldaflugfélagið Norwegian hóf áætlunarflug milli Stewart flugvallar og Írlands árið 2017 og gekk útgerðin út á notkun Boeing Max þota. Ferðunum var því sjálfhætt þegar Max þotur voru kyrrsettar um heim allan árið 2019 í kjölfar tveggja flugslysa.

Flugmálayfirvöld í New York höfðu hins vegar ráðist í mikla uppbyggingu á flugstöðinni við Stewart og til að mynda reist nýja álmu fyrir alþjóðaflug sem aldrei hefur verið notuð. Birgir segir forsvarsfólk flugvallarins því iðandi í skinninu að koma hlutunum í gang á ný. Það hjálpi líka til að núna er flugvöllurinn kominn með alþjóðlega skráningu og kemur því sjálfkrafa upp í öllum bókunarsíðum þegar leitað er eftir flugi til og frá New York.

„Öll ferðaþjónustan á svæðinu tekur líka þátt í að aðstoða okkar. Þarna er stærsta Legoland í heimi og risastór verslunarmiðstöð og þessir aðilar fundu fyrir jákvæð áhrifum þegar Norwegian flaug til Stewart á sínum tíma.”

Sem fyrr segir mun Play fljúga daglega til Stewart við New York og eins til Logon í Boston og Baltimore-Washington flugvallar. 

Þess má geta að forráðamenn norska lággjaldaflugfélagsins Norse Atlantic hafa gefið út að þeir stefni á að fljúga sínum Boeing Dreamliner þotum til og frá Stewart flugvelli þegar félagið hefur rekstur síðar í ár. Miðasala er þó ekki hafin.

Nýtt efni

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …

Icelandair sagði í dag upp 82 starfsmönnum en um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Í tilkynningu er bent á að Icelandair hafi á árunum 2021 til 2023 ráðið og þjálfað um 2.500 starfsmenn og góður árangur hafi náðst við að byggja félagið hratt upp eftir heimsfaraldurinn. Nú er …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Bláa lónið í Svartsengi hefur rýmt öll sín athafnarsvæði vegna jarðhræringa við Sundhnúkagígaröðina nú í morgun. Rýmingin gekk vel að því segir í tilkynningu og er gestum þakkaður góður skilningur á stöðunni, starfsmönnum fagleg vinnubrögð og viðbragðsaðilum gott samstarf. Bláa lónið er einn allra vinsælasti viðkomustaður ferðamanna hér á landi en vegna jarðhræringa á Reykjanesi …

Icelandair hefur gripið til hópuppsagna í dag og munu þær ná til ólíkra deilda innan fyrirtækisins að því segir í frétt Vísis. Þar er haft eftir Ásdísi Ýr Pétursdóttur, talskonu Icelandair, að dagurinn í dag sé erfiður en hún geti ekki tjáð sig nánar um stöðuna af virðingu við starfsfólkið. Heimildir FF7 herma að uppsagnirnar …

Miklar breytingar eru við sjóndeildarhringinn í grænlenskri ferðaþjónustu. Ný flugstöð verður tekin í notkun í Nuuk 28. nóvember. Síðan er ráðgert að ljúka framkvæmdum við nýjar flugstöðvar í Ilulissat og Qaqortoq á Suður-Grænlandi fyrir lok ársins 2026. Nú sinna Air Greenland og Icelandair Grænlandsflugi en færi ættu að skapast til að laða að fleiri flugfélög. …

Þýski Volkswagen ætlar ekki að játa sig sigraðan í baráttunni um markaðinn fyrir ódýrar gerðir rafbíla, þar sem kínverskir framleiðendur hafa náð góðri fótfestu og boða enn frekari landvinninga. Fyrr í mánuðinum runnu út í sandinn viðræður fornu fjendanna Volkswagen og franska Renault um að standa sameiginlega að þróun og smíði nýs rafknúins alþýðubíls til …