Samfélagsmiðlar

Regla um Covid-próf fyrir Íslandsferð verði felld niður

Úr Leifsstöð.

Bólusettir erlendir ferðamenn sem hingað koma verða að framvísa neikvæðum niðurstöðum úr nýju Covid-19 prófi áður en farið er um borð í flugvél á leið til Íslands. Nú skora Samtök ferðaþjónustunnar á stjórnvöld að aflétta strax þessari kröfu á sama tíma og aflétting takmarkana innanlands hefur verið boðuð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum

„Það er óásættanlegt að aukahindrunum á bólusetta ferðamenn sé viðhaldið með tilheyrandi efnahagslegum skaða á sama tíma og tilkynnt er að allar aðstæður séu nú til staðar til að aflétta sóttvarnatakmörkunum, m.a. að hætta á ofálagi á heilbrigðiskerfið sé ekki lengur jafn mikil og áður. SAF benda sem fyrr á að allar aðgerðir varðandi sóttvarnir á landamærum hafa áhrif langt fram í tímann og að áframhaldandi takmarkanir muni hafa ótvíræð neikvæð áhrif á eftirspurn ferðaþjónustu inn í sumarið,“ segir í tilkynningu Samtaka ferðaþjónustunnar.

Þar er einnig vísað til þess að Alþjóða heilbrigðisstofnunin, WHO, hafi í janúar gefið út yfirlýsingu þar sem ríki heims eru hvött til að láta af landamærahindrunum í sóttvarnaskyni, enda hafi slíkar hindranir ekki skilað tilætluðum árangri heldur auki þvert á móti á efnahagslegan og félagslegan vanda vegna faraldursins.

Nýtt efni

Bandarísk flugfélög hvetja Biden-stjórnina í Bandaríkjunum til að gefa ekki út fleiri flugleyfi fyrir kínverska keppinauta þeirra í flugi milli Kína og Bandaríkjanna. Vísað er til samkeppnishindrana sem flugmálayfirvöld í Kína beita erlend flugfélög. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna gaf það út í febrúar að kínversk flugfélög gætu boðið allt að 50 flugferðir á …

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …

Kínverski bílaframleiðandinn Chery virðist vera að ná samningum um að eignast fyrstu verksmiðju sína í Evrópu, nánar tiltekið í katalónska höfuðstaðnum Barselóna á Spáni. Um er að ræða verksmiðju sem Nissan lokaði árið 2021 og er markmið yfirvalda á Spáni og héraðsstjórnarinnar í Katalóníu að endurheimta þau 1.600 störf sem þá glötuðust. Nú hefur katalónski …

Sjö af þeim níu þotum sem voru í flota Wow air undir það síðasta voru í eigu flugvélaleigunnar Air Lease Corporation (ALC). Ein þeirra var kyrrsett á Keflavíkurflugvelli í kjölfar gjaldþrots flugfélagsins þann 28. mars árið 2019 en í takt við samkomulag Wow Air og Isavia var ávallt ein þota félagsins eftir á Keflavíkurflugvelli sem …