Samfélagsmiðlar

Þær þjóðir sem drógu mest úr ferðum til Íslands síðast þegar olían var svona dýr

Snemma árs 2008 hafði olíuverð hækkað um sextíu og fimm prósent á einu ári. Stjórnendur flugfélaga reyndu þá að mæta stórauknum kostnaði við kaup á eldsneyti með hærri fargjöldum og minni umsvifum.

Verðið fór áfram upp á við og þegar sumarvertíðin hófst kostaði fat af Norðursjávarolíu að jafnaði rúmlega 130 dollara. Það er álíka hátt verð og í byrjun þessa mánaðar en síðustu daga hefur verðið sveiflast á milli 98 og 112 dollara.

Sérfræðingar sjá fá teikn um verðlækkanir og sérstaklega á meðan stríð geysar í Úkraínu og rússnesk olía er bannvara. Ný spá stórbankans Morgan Stanley gerir til að mynda ráð fyrir ennþá hærra olíuverði í sumar þegar eftirspurn eykst. Flugfélögin gætu því að þurft að hækka farmiðaverðið ennþá meira enda er fjárhagur þeirra flestra veikburða eftir heimfaraldurinn.

Staðan í dag minnir því nokkuð á fyrri hluta árs 2008 og af þeim sökum er áhugavert að skoða hvernig ferðamannasumarið það ár þróaðist.

Og í stuttu máli sagt þá rættist vel úr sumrinu. Alla vega þegar horft er til fjölda ferðamanna. Hingað komu 221 þúsund túristar eða um tveimur prósentum fleiri en sumarið 2007. Þetta þætti þó ekki gott í dag því ferðamannahópurinn var þrefalt fjölmennari sumarið 2019.

Veiking krónunnar vann með ferðaþjónustunni sumarið 2008 því útlendingar fengu meira fyrir peninginn en árin á undan.

Lægra gengi krónunnar kom þó ekki í veg fyrir töluverða niðursveilfu í komum bandaríska ferðamanna. Þeim fækkaði nefnilega um fjórðung frá sumarinu 2007 eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Á þessum tíma var vægi Bandaríkjamanna í ferðamannahópnum nokkru minna en síðar varð. Þjóðverjar og Bretar voru til að mydna fjölmennari og því var niðursveiflan í komum bandarískra túrista ekki eins þungt högg og það yrði núna.

Eins og sjá má á töflunni þá fækkaði Kínverjum hlutfallslega langmest sumarið 2008 og eins var fækkunin þónokkur í hópi Breta, Norðmanna og Svía.

Af þeim þjóðum sem fjölmenntu hingað í meira mæli árið 2008 má helst nefna Kanadabúa og Pólverja en í því samhengi má nefna að Icelandair sótti með meiri krafti á kanadíska markaðinn þetta sumar.

En þó olíuverðið og þrýstingur á hærri fargjöld sé álíka í dag og hann var fyrir fjórtán árum síðan þá er margt annað gjörbreytt. Núna er heimsbyggðin að komast á ferðina á nýjan leik eftir farsóttina og eftirspurn eftir ferðlögum mikil. Ísland er miklu þekktari áfangastaður í dag og hingað fljúga mun fleiri erlend flugfélög en áður.

Það verður hins vegar ekki horft fram hjá því að nú geysar stríð í Úkraínu og erfitt að ráð í áhrif þess á ferðalög fólks.

Nýtt efni

Um 90% af öllum úrgangi sem fellur til á Íslandi, bæði frá heimilum og rekstri, ratar í einhvers konar endurvinnslu eða endurnýtingu. Þetta sýna nýjar úrgangstölur frá Umhverfisstofnun, fyrir árið 2022.  Það er fróðlegt að rýna í þessar tölur og fá þar með yfirsýn yfir neyslu Íslendinga, en Íslendingar eru á meðal mestu neysluþjóða í heimi. Magn …

Kínverjar eru leiðandi í smíði rafbíla, sem taldir eru mikilvægir vegna nauðsynlegra orkuskipta í samgöngum. Hinsvegar er Kína enn mjög háð brennslu kola, nærri 60% rafmagns í landinu er framleitt með kolum og það er enn verið að auka kolanám í landinu. Auk þess sem flutt er inn mikið af olíu og gasi. Jafnhliða er …

Það vour 1.299 bílar skráðir nýir á götuna hér á landi fyrstu þrjár vikurnar í júní og þar af 986 á vegum bílaleiga. Það jafngildir því að 24 prósent nýrra ökutækja fór til einstaklinga en á sama tíma í fyrra var hlutfallið 38 prósent samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins sem ná til 23. júní. Þessar fyrstu þrjár …

Það voru þrjú norræn alþjóðaflugfélög sem hófu flugrekstur í Covid-faraldrinum. Hér á landi var það Play en Flyr og Norse í Noregi. Öll þrjú leigðu árið 2021 þotur á lægra verði en áður hafði þekkst og efndu til hlutafjárútboða meðal fagfjárfesta og almennings. Í byrjun síðasta árs varð Flyr gjaldþrota en rekstur þess byggði á …

Ein árangursríkasta loftslagsaðgerð síðari ára á Íslandi er líklega sú að banna urðun lífræns úrgangs. Þetta bann tók gildi í upphafi árs 2023 og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Smám saman hafa jákvæðar tölur verið að berast, sem gefa tilefni til bjartsýni. Það er semsagt hægt að ná árangri í loftslagsmálum, þótt margir …

Barselóna er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu en óþol íbúa vegna ágangsins hefur farið vaxandi á síðustu árum - ekki síst vegna húsnæðisvanda ungs fólks sem ekki getur keppt við ferðaþjónustuna í leiguverði. Fyrri borgaryfirvöld hættu útgáfu nýrra leyfa til útleigu og lokað mörgum ferðamannaíbúðum en nú eru í farvatninu enn meiri breytingar. Airbnb og öðrum …

Í Svíþjóð kalla sumarsólstöður, eða Midsommar, á mikil hátíðarhöld þar sem síld og snaps hafa lengstum verið í aðalhlutverki. Sölutölur sænskra kaupmanna sýna þó að vinsældir síldarinnar dala ár frá ári og nú er svo komið að salan hefur helmingast frá árinu 2008. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Skýringin á þessari þróun liggur í bragðlaukum …

Ferðahópur á Þingvöllum

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Öðlast þingsályktunin þegar gildi en mótun stefnunar var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira …