Samfélagsmiðlar

Á leiðinni með betur borgandi bandaríska farþega

Þotur United Airlines munu fljúga hingað daglega frá tveimur bandarískum stórborgum í sumar. Nú þegar er búið að bóka hátt hlutfall sætanna og sérstaklega gengur vel að selja þau dýrustu. Sölustjóri flugfélagsins fer hér yfir stöðuna með Túrista.

Bob Schumacher er sölustjóri hjá United ber meðal annars ábyrgð á Íslandsflugi bandaríska flugfélagsins.

„Það er mjög ánægjulegt að finna fyrir þessum mikla áhuga á ferðalögum,” segir Bob Schumacher, yfirmaður sölumála United Airlines, í samtali við Túrista um komandi sumarvertíð. Hann vísar þar til eftirspurnarinnar almennt eftir ferðum bandaríska flugfélagsins en líka á hans sölusvæði, þ.e. Bretlandi, Írlandi og Íslandi. 

En frá og með 5. maí munu þotur United fljúga hingað daglega frá Newark flugvelli við New York og 22. júní hefst áætlunarflug félagsins frá Chicago. Þetta er í takt við umsvif félagsins á Keflavíkurflugvelli í fyrrasumar.

Spurður um eftirspurnina eftir Íslandsflugi United þá segir Schumacher hana álíka góða frá báðum borgum. Sérstaklega seljast sætin á fremsta farrými vel.

„Fólk ætlar að gera vel við sig og ferðast með eins þægilegum hætti og hægt er nú þegar heimurinn er að opnast á ný. Við sjáum það til að mynda í fluginu til Íslands þar sem hlutfall viðskiptaferðalanga er ekki hátt. Engu að síður eftirspurn eftir fremstu sætunum álíka mikil og þeim sem eru aftar í vélinni.”

Máli sínu til stuðnings bendir sölustjórinn á að nú þegar sé búið að selja yfir sextíu prósent sætanna ferðunum frá Chicago og á það jafnt við um dýrari og ódýrari farrýmin. Í fluginu frá Newark er staðan álíka nema þar er sætanýtingin á fremsta farrými ennþá betri. Farþegarnir eru fyrst og fremst Bandaríkjamenn á leið í frí til Íslands.

Sæti sem hægt er að breyta í rúm

Það er pláss fyrir 169 farþegar í þotunum sem United nýtir í Íslandsflugið í sumar og þar af fjórtán sæti á Polaris Business Class. Þar er hægt að halla sætunum svo langt aftur að þau verða að bedda. Þjónustan er líka betri enda kosta þessi sæti töluvert meira en þau ódýrustu aftar í þotunum. Sem dæmi þarf að borga að minnsta kosti 330 þúsund krónur fyrir sæti á þessu viðskiptafarrými í ferðum frá New York til Íslands í júní. Farmiði á hefðbundnu farrými kostar frá 58 þúsund krónum í dag.  

Salan tók dýfu þegar stríðið hófst

Upphaflega ætlaði United að hefja áætlunarflugið hingað frá Chicago strax í byrjun sumars en fyrstu ferð var seinkað fram í lok júní. Spurður um þessa breytingu þá segir sölustjórinn að þó Chicago sé vissulega stórborg þá sé markaðurinn minni en á New York svæðinu og því hafi verið dregið aðeins úr framboði. Hann bætir því við að það sé mikilvægt að laga flugáætlunina að eftirspurninni nú sem fyrr.

Og það er ekki að sjá að stríðið í Úkraínu dragi úr áhuga viðskiptavina United Airlines að fljúga til Evrópu. Schumacher segir að fyrstu vikuna eftir að innrásin hófst þá hafi salan minnkað en svo tekið við sér hratt á ný. 

Markaðurinn ákveður fargjöldin

Stríðið hefur þó haft áhrif á olíuverð sem hefur hækkað umtalsvert síðustu tvo mánuði og var það þó orðið hátt strax í ársbyrjun. Spurður hvort þessi þróun hafi skilað sér út í verðlagið þá segir Schumacher að það sé markaðurinn sé ákveði fargjöldin. Það sé ekki þannig að flugfélög geti bara lagt fimmtán prósent ofan á kostnaðinn og neytendur borgi svo uppsett verð. 

„Þannig virkar þetta ekki. Fargjöldin hækka hins í takt við fjölda seldra sæta en það er bara grunnurinn í tekjustýrtingu í fluggeiranum og ekkert nýtt í því.”

Rétt um þriðjungur byrjar ferðalagið í Chicago

United er eitt af þremur stærstu flugfélögum Bandaríkjanna og farþegarnir í Íslandsflugi félagsins koma því víða að. Um helmingur þeirra sem fljúga hingað frá New York búa í borginni og í Chicago er hlutfall heimamanna í þotunum ennþá lægra eða rétt um þriðjungur. Schumacher bendir á að þetta sé til marks um hversu öflugt leiðakerfi United flugfélagsins er.

Max þoturnar gætu nýst í flug til fleiri staða

Þrátt fyrir áhuga Bandaríkjamanna á flugferðum United til Íslands í sumar þá er félagið ekki með til skoðunar að fljúga hingað yfir veturinn. Skýringin á því liggur meðal annars í því hversu fáir fljúga til Íslands vegna vinnu. En kannanir Ferðamálastofu hafa sýnt að rétt um þrír af hverjum eitt hundrað ferðamönnum hér á landi eru hér staddir vegna vinnu.

Schumacher bendir þó á að United sé að prófa sig áfram nú þegar heimsfaraldurinn er í rénum. Dæmi um það er að fljúga Boeing Max þotum yfir Atlantshafið, nánar tiltekið til Azoreyja. Reynslan gæti sýnt að þessar þotur gætu nýst á fleiri áfangastaði og þá við að lengja vertíðina. 

Gömlu flugvélarnar í sumar

United flugfélagið hefur verið stórtækt í kaupum á flugvélum og á von á fimm hundruð þotum næstu fimm ár og þar af 270 á næstum þremur. Sumar munu leysa þær eldri af hólmi á meðan aðrar eru hrein viðbót. Í ferðir United til Íslands eru notaðar Boeing 757 þotur en þær komnar eru til ára sinna líkt og segja má um flugvélar af sömu gerð í flota Icelandair. 

Þegar vertíð United hér á landi hefst í byrjun næsta mánaðar þá verður þjónustan um borð aftur orðin almenn eins og var fyrir Covid-19. Allir farþegar fá því mat á leiðinni án þess að greiða aukalega fyrir, skiptir þá engu hvar í þotunum setið er.

Nýtt efni

„Samstarf fólks um allt land er forsenda þess að þróunin verði Grænlandi í hag. Ferðamenn virða ekki sveitamörk heldur eru með hugann allan við að njóta áfangastaða sinna. Þess vegna er svo brýnt að við sem áfangastaðurinn Grænland vinnum saman að því að bjóða upp á óaðfinnanlega og heildstæða upplifun - og náum saman, bæði …

Biðinni er brátt lokið og eftirvæntingarfullir aðdáendur írska rithöfundarins Sally Rooney getað andað léttar því að í liðinni viku var tilkynnt af The Wylie Agency, umboðsskrifstofu rithöfundarins, að ný bók væri væntanleg frá henni þriðjudaginn 24. september 2024.  Alex Bowler, talsmaður Faber & Faber, enska forlags rithöfundarins, sendi líka frá sér tilkynningu í tilefni af væntanlegri  …

Farþegar á Keflavíkurflugvelli gátu að jafnaði valið á milli nærri 10 brottfara á dag til höfuðborgar Bretlands í síðasta mánuði. Þetta er viðbót um eina ferð frá sama tíma í fyrra ef tillit er tekið til þess að nú er hlaupaár. London var sú borg sem oftast var flogið til frá Keflavíkurflugvelli í febrúar samkvæmt …

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …