Samfélagsmiðlar

Beint frá Boston til bæði Heathrow og Gatwick

Harðandi samkeppni í flug frá Boston til höfuðborgar Bretlands. Bæði Icelandair og Play taka þátt í þeim slag.

Farþegarýmið í þotum Jetblue sem fljúga milli til London frá New York og bráðum Boston líka.

Fyrir heimsfaraldur var nærri útilokað fyrir flugfélög að fá lendingarleyfi á Heathrow flugvelli í London nema borga fyrir þau milljarða króna. Af þeim sökum horfðu stjórnendur bandaríska lágfargjaldaflugfélagsins Jetblue til þess að þotur þeirra myndu lenda á Gatwick flugvelli þegar félagið myndi hefja áætlunarflug til Bretlands.

Svo kom Covid-19 og þá opnuðust óvænt möguleikar fyrir Jetblue á Heatrow og nú býður félagið upp á áætlunarflug frá JFK flugvelli í New York til bæði Heathrow og Gatwick flugvallar í London.

Frá og með komandi sumri bætist svo við tíðar ferðir til bresku flugvallanna tveggja frá Boston. Frá þessu greindi forstjóri bandaríska flugfélagsins fyrr í dag og sagði það hafa gefið góða raun að fljúga til þessara tveggja stærstu flugvalla Bretlands í stað þess að láta annan þeirra duga.

Mun færri sæti en hjá íslensku félögunum

Þó forsvarsfólk Jetblue skilgreini flugfélagið sem lágfargjaldafélag þá gera þau sérstaklega út á viðskiptaferðalanga í flugi sínum yfir Atlantshafið. Í nýjum langdrægum en minni gerðum af Airbus þotum hafa þau nefnilega komið fyrir tuttugu og fjórum einkaklefum á sérstöku viðskiptafarrými. Til viðbótar eru svo 114 hefðbundin sæti.

Lægstu fargjöldin undir Play og Icelandair

Í tilkynningu frá Jetblue segir að ódýrustu farmiðarnir frá Boston til London muni kosta 499 dollara, báðar leðir. Sú upphæð jafngildir nærri 65 þúsund krónum. Hjá Icelandair kosta ódýrustu farmiðarnir (báðar leiðir) frá Boston til annað hvort Gatwick eða Heathrow 816 evrur. Ef flogið er með Play frá Boston til London Stansted kostar farið að minnsta kosti 616 dollara. Það gilda hins vegar ólíkar reglur hjá flugfélögunum varðandi farangur og veitingar um borð.

Tvær íslenskar tengingar

Þess má geta að Icelandair og Jetblue hafa lengi átt í samstarfi sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hjá hvort öðru. Þegar kemur að flugi frá milli London til annars vegar Boston og hins vegar New York þá eru félögin aftur á móti í harðri samkeppni.

Samtarf Icelandair og Jetblue er ekki eina íslenska tengingin við Jetblue því í stjórn flugfélagsins situr Ben Baldanza en hann átti í rúm tvö ár sæti í stjórn Wow Air. Hann þekkir því vel hvernig það er að gera út á flug frá austurströnd Bandaríkjanna til Evrópu með stoppi á Keflavíkurflugvelli.

Nýtt efni

Starfsfólk í öryggisleit í Leifsstöð og þau sem sinna farþegaflutningum á Keflavíkurflugvelli hafa samþykkt bæði yfirvinnu- og þjálfunarbann og reglulegar vinnustöðvanir frá og með lokum næstu viku. Atkvæðagreiðsla um þessar aðgerðir fór fram í dag og var samþykkt með miklu meirihluta af félagsfólki í Sameyki og Félagi flugmálastarfsmanna ríkisins. Ótímabundið yfirvinnu- og þjálfunarbann tekur gildi …

Arnar Már Magnússon, einn af stofnendum flugfélagsins Play og fyrsti forstjóri þess, hefur verið gerður að aðstoðarforstjóra. Hann mun áfram sinna stöðu framkvæmdastjóra flugrekstrarsviðs en við þeirri stöðu tók hann á nýjan leik í mars í fyrra. „Það hefur verið einstakt að fylgjast með Play slíta barnsskónum og nú stöndum við á tímamótum þar sem …

„Við erum í raun að velta við öllum steinum á kostnaðarhliðinni og höfum fengið til liðs við okkur alþjóðlega ráðgjafa sem eru fremstir í flokki á þessu sviði og hafa unnið með flugfélögum um allan heim, stórum sem smáum," sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í ræðu sinni á ársfundi flugfélagsins í byrjun mars. Ráðgjafafyrirtækið sem vísað …

Það voru 980 nýir fólksbílar skráðir á bílaleigur í nýliðnum mánuði samanborið við 1.017 á sama tíma í fyrra. Samdrátturinn nam því 3,6 prósentum í apríl en fyrstu þrjá mánuði þessa árs nam hann 69,4 prósentum. Þá komu aðeins 418 nýir bílar á götuna í eigu bílaleiga en höfðu verið 1.364 á fyrsta ársfjórðungi í …

Sjálfbærnifulltrúar fyrirtækja og verkefnisstjórar í umhverfismálum, og aðrir starfsmenn með svipaða starfstitla, sinna sífellt mikilvægari og umfangsmeiri viðfangsefnum, enda eru umhverfismál — með tilheyrandi kolefnisbókhaldi, úrgangstölum og markmiðum um minni sóun —farin að spila stóra rullu í öllum rekstri.  Við stefnum á að taka hús á nokkrum slíkum starfskröftum á íslenskum vinnumarkaði á komandi vikum. …

Það voru í boði áætlunarferðir til um 60 erlendra borga frá Keflavíkurflugvelli í apríl en oftast tóku flugvélarnar stefnuna á London, Kaupmannahöfn eða New York. Voru brottfarirnar um sex á dag til bresku höfuðborgarinnar en um einni færri til hinna tveggja samkvæmt ferðagögnum FF7. Í Kaupmannahöfn búa margfalt færri en í heimsborgunum tveimur en engu …

Næstum allir þeir útlendingar sem hér dvelja stuttan tíma eru í fríi því aðeins 2,4 prósent segjast vera í vinnuferð. Þetta sýna niðurstöður könnunar Ferðamálastofu sem framkvæmd var í fyrra. Árið 2019 sögðust 2,9 prósent ferðamanna hafi komið til landsins til að sitja ráðstefnu, fara á vinnufundi eða gera annað sem flokka mætti sem vinnu …

„Það vantar fleiri loftslagsaktívista,“ segir Finnur Ricart Andrason forseti Ungra umhverfissinna. Ungir umhverfissinnar gáfu á dögunum út Handbók loftslagsaktívista, sneysafulla af fróðleik um loftslagsmál. Handbókin er rafræn og aðgengileg á netinu og er yfirlit yfir verkefnin sem blasa við í loftslagsmálum.er yfirlit yfir verkefnin sem blasa við í loftslagsmálum, og hvað þarf að gera til þess að …