Samfélagsmiðlar

Samruni ferðaskrifstofanna fær grænt ljós

Úrval-Útsýnar og Heimsferðir verða nú báðar hluti af Ferðaskrifstofu Íslands.

Samkeppniseftirlitið hefur gefið heimild fyrir yfirtöku Ferðaskrifstofu Íslands á Heimsferðum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef eftirlitsins.

Þar segir kaupin séu heimiluð á grundvelli sáttar sem samrunaaðilar hafa gert við eftirlitið. Í því felst meðal annars að sameinað fyrirtæki skuldbindur sig til að gefa öðrum ferðaskrifstofum færi á að nýta sætaframboð í flugi á vegum sameinaðs fyrirtækis.

„Með því er keppinautum, og þar með neytendum, gefinn kostur á að njóta mögulegrar hagkvæmni sem af samrunanum getur hlotist að mati samrunaaðila,“ segir í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins. Er það tekið sérstaklega fram að þessi réttur keppinauta eigi ekki við um ferðaskrifstofustarfsemi Icelandair.

Kynnt var um kaup Ferðaskrifstofu Íslands á Heimsferðum í árslok 2020 og hafa viðskiptin því verið til skoðunar í nærri sextán mánuði. Þó ekki sleitulaust því síðastliðið haust var umsókn um samruna dregin tilbaka eftir að frummat Samkeppniseftirlitsins, um að sameining fyrirtækjanna væri skaðleg, lág fyrir.

Samruninn var tilkynntur á ný með breyttum sniði og hefur hann nú fengið grænt ljós hjá Samkeppniseftirlitinu. Þar með verður til stærsta ferðaskrifstofa landsins þegar kemur að sölu pakkaferða til útlanda en það eru ferðir þar sem flug og gisting eru seld saman.

Það eru þó vísbendingar um að mjög stór hluti Íslendinga kaupi flug til sólarlanda og gistingu í sitthvoru lagi. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs flugu til að mynda um 26 þúsund farþegar frá Íslandi til Tenerife, Alicante og Las Palmas. Um fjórar af hverjum fimm flugu með annað hvort Icelandair eða Play. Rétt um fimmtungur nýtti sér leiguflug á vegum ferðaskrifstofanna tveggja sem nú sameinast.

Pálmi Haraldsson, eigandi Ferðaskrifstofu Íslands, mun eiga 70 prósent hlut í sameinuðu fyrirtæki á meðan Arion banki, eigandi Heimsferða, heldur eftir þrjátíu prósent hlut. Bankinn eignaðist Heimsferðir í uppgjöri sínu við Andra Má Ingólfsson sumarið 2019.

Þessi grein er öllum opin en stór hluti þeirra frétta sem Túristi birtir er aðeins fyrir áskrifendur. Ef þú vilt bætast í þann hóp þá kaupir þú áskriftina hér.

Nýtt efni

Undirbúningur er á lokastigi um að koma á fót ævintýramiðstöð á Suðurlandi, þar sem gistiaðstaða og þjónusta verður tengd þjónustu, gönguferðum og útivist ævintýragjarnra ferðamanna. Ferðafólk, statt við Skógafoss, í ævintýraleit á Suðurlandi - MYND: ÓJ „Það koma stundum mjög athyglisverð verkefni, eins og þegar reynslumikill aðili úr ævintýraferðaþjónustu, sem hefur verið í slíkum rekstri …

Það er auðvitað eðlilegt að Barselóna, höfuðborg Katalóníu, dragi til sín mikinn fjölda ferðafólks. Borgin er fögur, sögurík og spennandi - en líka dálítið þreytt orðin á öllum þessum vinsældum, hömlulausum gestaganginum. Á síðasta ári gistu yfir 12 milljónir manna borginni, um sjö prósentum færri en 2019. Við bætast síðan allir þeir sem koma í …

Argentíski víniðnaðurinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár vegna óðaverðbólgu, óstöðugs gengis og minnkandi útflutnings. Það virðist þó heldur vera að lyftast brúnin á vínframleiðendum og virðast þeir helst þakka það harkalegri aðhaldsstefnu öfgakennda frjálshyggjumannsins Javier Milei, sem tók við forsetaembættinu í Argentínu í desember. Það tók strax að hægja á verðbólgu á fyrstu mánuðum …

Árið 2023 var 4.240 bókum bætt á lista yfir bannaðar bækur í Bandaríkjunum. Aldrei fyrr hafa jafn margar bækur verið bannaðar á einu ári. En á síðustu árum hefur þeim bókum sem settar eru á þennan bannlista fjölgað ár frá ári. Afleiðingin er sú að aðgengi að bókunum er takmarkað og þær eru fjarlægðar af …

Clive Stacey hefur skipulagt ferðir fyrir Breta til Íslands í áratugi en ferðaskrifstofa hans, Discover the World, hefur fleiri áfangastaði á boðstólum. Og kannski sem betur fer, því nú hefur eftirspurn eftir Íslandsreisum dregist saman. „Í fyrsta sinn í 40 ára sögu fyrirtækisins höfum við selt fleiri ferðir til Noregs en til Íslands. Fyrirspurnum um …

Útibú Arion banka á Keflavíkurflugvelli lokaði í janúar og við fjármálaþjónustu í flugstöðinni tók Change Group sem hátti hagkvæmasta tilboðið í þennan rekstur í útboði sem Isavia efndi til í fyrra. Við þessa breytingu lagðist tímabundið niður sala á gjaldeyri á Keflavíkurflugvelli þar sem Change Group hafði ekki fengið tilskilin leyfi til að sinna gjaldeyrisviðskiptum hér …

„Við erum hörkuánægð með þessa leið," segir Tómas Ingason, framkvæmdastjóri tekju-, þjónustu- og markaðssviðs Icelandair, aðspurður áhugaverðar farþegatölur frá í Raleigh-Durham í Norður-Karólínu. Þær sýna að 5.443 farþegar nýttu sér ferðir Icelandair til og frá flugvellinum í mars sl. sem þýðir þoturnar hafi verið þéttsetnar í nánast hverri ferð enda var sætanýtingin 94 prósent að …

Árið 1990 voru 60 prósent allra viðskipta í smásöluverslunum í Danmörku lokið með greiðslu peningaseðla. Búðirnar tóku á þessum árum fúslega við krumpuðum peningaseðlum og gáfu til baka annað hvort með öðrum jafn sjúskuðum peningaseðlum eða nýstraujuðum seðlum beint úr hirslum Seðlabankans.  Í dag, rúmum þrjátíu árum síðar, enda einungis 9 prósent innkaupa með greiðslu peningaseðla. …