Samfélagsmiðlar

Samruni ferðaskrifstofanna fær grænt ljós

Úrval-Útsýnar og Heimsferðir verða nú báðar hluti af Ferðaskrifstofu Íslands.

Samkeppniseftirlitið hefur gefið heimild fyrir yfirtöku Ferðaskrifstofu Íslands á Heimsferðum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef eftirlitsins.

Þar segir kaupin séu heimiluð á grundvelli sáttar sem samrunaaðilar hafa gert við eftirlitið. Í því felst meðal annars að sameinað fyrirtæki skuldbindur sig til að gefa öðrum ferðaskrifstofum færi á að nýta sætaframboð í flugi á vegum sameinaðs fyrirtækis.

„Með því er keppinautum, og þar með neytendum, gefinn kostur á að njóta mögulegrar hagkvæmni sem af samrunanum getur hlotist að mati samrunaaðila,“ segir í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins. Er það tekið sérstaklega fram að þessi réttur keppinauta eigi ekki við um ferðaskrifstofustarfsemi Icelandair.

Kynnt var um kaup Ferðaskrifstofu Íslands á Heimsferðum í árslok 2020 og hafa viðskiptin því verið til skoðunar í nærri sextán mánuði. Þó ekki sleitulaust því síðastliðið haust var umsókn um samruna dregin tilbaka eftir að frummat Samkeppniseftirlitsins, um að sameining fyrirtækjanna væri skaðleg, lág fyrir.

Samruninn var tilkynntur á ný með breyttum sniði og hefur hann nú fengið grænt ljós hjá Samkeppniseftirlitinu. Þar með verður til stærsta ferðaskrifstofa landsins þegar kemur að sölu pakkaferða til útlanda en það eru ferðir þar sem flug og gisting eru seld saman.

Það eru þó vísbendingar um að mjög stór hluti Íslendinga kaupi flug til sólarlanda og gistingu í sitthvoru lagi. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs flugu til að mynda um 26 þúsund farþegar frá Íslandi til Tenerife, Alicante og Las Palmas. Um fjórar af hverjum fimm flugu með annað hvort Icelandair eða Play. Rétt um fimmtungur nýtti sér leiguflug á vegum ferðaskrifstofanna tveggja sem nú sameinast.

Pálmi Haraldsson, eigandi Ferðaskrifstofu Íslands, mun eiga 70 prósent hlut í sameinuðu fyrirtæki á meðan Arion banki, eigandi Heimsferða, heldur eftir þrjátíu prósent hlut. Bankinn eignaðist Heimsferðir í uppgjöri sínu við Andra Má Ingólfsson sumarið 2019.

Þessi grein er öllum opin en stór hluti þeirra frétta sem Túristi birtir er aðeins fyrir áskrifendur. Ef þú vilt bætast í þann hóp þá kaupir þú áskriftina hér.

Nýtt efni

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …

Toyota í Japan tilkynnti í morgun að framleiðsla fyrirtækisins hefði aukist um sjö prósent í janúar og að þetta væri þrettándi mánuðurinn í röð sem fleiri bílar væru framleiddir en í sama mánuði árið á undan. Meginskýringin er sögð mikil eftirspurn í Bandaríkjunum. Í janúar runnu rúmlega 740 þúsund fleiri Toyotur af færiböndum verksmiðjanna en …