Samfélagsmiðlar

Kostnaðurinn ennþá töluvert hærri en lagt var upp með

Spá stjórnenda Icelandair um jákvæða afkomu í ár var afturkölluð í tengslum við uppgjör félagsins fyrir fyrsta fjórðung ársins.

Þó miklar olíuverðshækkanir séu ekki teknar með í reikninginn þá hefur einingakostnaður Icelandair hækkað hratt síðustu fjórðunga. Hjá finnska flugfélaginu Finnair var þróunin þveröfug.

Kostnaður á hvern sætiskílómetra (CASK) var nefnilega jafnhár hjá félögum tveimur á síðasta ársfjórðungi í fyrra eða sjö dollarasent eins og sjá má á línuritinu hér fyrir neðan. Fyrstu þrjá mánuðina í ár lækkaði svo kostnaðurinn hjá Finnair en fór upp á við hjá Icelandair. Niðurstaðan var 27 prósent hærri einingakostnaður en hjá finnska keppinautnum.

Spurð um þessa ólíku þróun milli félganna tveggja þá segir í svari Icelandair að samanburður við önnur flugfélög sé alltaf erfiður og sérstaklega í því óeðlilega ástandi sem flugheimurinn hafi verið að fást við.

Talsmaður Finnair segir í svari til Túrista að lækkunin þar á bæ skrifist fyrst og fremst á almennan niðurskurð á kostnaði. Einnig hafi félagið aukið framboð sitt en hlutfallslega hafi kostnaðurinn hækkað minna.

Í tengslum við hlutafjárútboð Icelandair haustið 2020 var kynnt spá um reksturinn til næstu ára. Þar var meðal annars lagt upp með að einingakostnaðurinn í ár yrði 5,3 dollarasent að frádregnum kostnaði við olíukaup. Á fyrsta fjórðungi ársins var einingakostnaðurinn hins vegar 8,2 sent eða 55 prósent hærri en markmiðið sem fjárfestum var kynnt.

Þegar þetta bil er borið undir Icelandair og spurt hvort raunhæft sé að ná markmiðinu þá segir í svari félagsins að margt hafi breyst síðan útboðið fór fram.

„Ef allir ytri þættir hefðu þróast eins og lagt var upp með þar og ef uppbygging félagsins hefði ekki breyst þá er ekki ólíklegt að CASK (einingakostnaður) þróunin hefði verið eins og lagt var upp með í fjárfestakynningunni,“ segir í svarinu.

Er vísað til þess að þróun heimsfaraldursins hafi verið með allt öðrum hætti en gert var ráð fyrir. Til að mynda hafi verið gengið út frá stöðugri uppbyggingu leiðarkerfisins en ekki þeim sveiflum orðið hafa og reynst kostnaðarsamar.

„Ómíkron afbrigðið hafði til dæmis slík áhrif á fyrsta fjórðungi með tilheyrandi hækkun á einingakostnaði. Það er jafnframt mjög mikil árstíðasveifla í okkar rekstri og líklega aldrei meiri en nú. Það er því talsverður kostnaður sem er að falla til á fyrsta ársfjórðungi sem mun skila tekjum síðar á árinu. Það er því ekki hægt að draga miklar ályktanir af því hvernig CASK (einingakostnaður) fyrir árið í heild muni verða út frá fyrsta fjórðungi,“ segir í svarinu.

Þar er jafnframt bent á að sameining rekstrar innanlandsflugs og millilandaflugs Icelandair hafi haft sitt að segja, bæði á einingatekjur og -kostnað og sama megi segja um áhrif verðbólgu.

Þess má geta að hin skráðu norrænu flugfélögin hafa ennþá ekki birt uppgjör fyrir fyrsta fjórðung þessa árs og því er ekki hægt að taka þau með í samanburðinn hér fyrir ofan.

Nýtt efni

Heldur færri beiðnum um vegabréfsáritun var hafnað á Schengen-svæðinu 2023 miðað við árið á undan, 1,6 milljónum eða 15,8 prósentum af heildarfjölda áritana í stað 17,9 prósenta. Flestum beiðnum var að venju hafnað í Frakklandi eða 436.893, samkvæmt frétt SchengenNews, en Frakkar taka líka við flestum beiðnum. Þau ríki sem koma næst á eftir á …

Þegar nýtt íslenskt flugfélag fer í loftið þá er Kaupmannahöfn ávallt meðal fyrstu áfangastaða. Þannig var það í tilfelli Iceland Express, sem þó var ekki fullgilt flugfélag, Wow Air og Play. Hjá öllum þremur var stefnan ekki sett á Stokkhólm fyrr en fleiri þotur höfðu bæst í flotann. Play fór sína fyrstu ferð til sænsku …

Árið 2023 varð landsvæði sem nam tvöfaldri stærð Lúxemborgar eldum að bráð í Evrópu - meira en hálf milljón hektara gróðurlendis eyðilagðist. Samkvæmt upplýsingum Evrópska upplýsingakerfins um gróðurelda (European Forest Fire Information System - EFFIS) voru 37 prósent umrædds lands þakin runnum og harðblaðaplöntum en á 26 prósentum óx skógur.  Auk gríðarlegs tjóns vistkerfisins fylgdu …

Kopar er nú meðal eftirsóttustu hráefna í iðnaði og verð á honum hækkar ört - svipað og gerðist með hráolíuna á áttunda áratugnum eftir að olíuframleiðendur í Arabalöndunum settu viðskiptabann á Bandaríkin og bandalagsríki þeirra vegna stuðnings við Ísrael í Yom Kippur-stríðinu. Mikil hækkun á verði kopars á mörkuðum skýrist raunar að hluta af auknum …

Ísland komst fyrst á kortið hjá United Airlines vorið 2018 þegar félagið hóf áætlunarflug hingað frá New York. Síðar bætti bandaríska flugfélagið við ferðum hingað frá Chicago og í báðum tilvikum voru brottfarir í boði frá frá vori og fram á haust. Í fyrra varð ekkert út Íslandsflugi United frá New York en í lok …

Ferjan Sæfari leggst að bryggju í Sandvík, þorpi Grímseyjar, um hádegisbil eftir um þriggja klukkustunda siglingu frá Dalvík. Ferjan stoppar ekki lengi í eyjunni í þetta sinn heldur leggur aftur af stað frá Grímsey klukkan 14. Dagsferðalangar í Grímsey á veturna stoppa því aðeins í tæpar tvær klukkustundir í eyjunni en leggja á sig meira …

Mótun ferðamálastefnu fyrir Ísland til ársins 2030 var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira en 100 manns að þeirri vinnu. Drög að tillögu til þingsályktunar voru birti í febrúar og …

Þrátt fyrir takmarkað framboð á flugi innan Evrópu þá eru fargjöld ekki á uppleið og verðþróunin er neytendum í hag nú í sumarbyrjun að sögn forstjóra og fjármálastjóra Ryanair sem kynntu nýtt ársuppgjör félagsins nú í morgun. Reikningsár þessa stærsta lágfargjaldaflugfélags Evrópu lauk í lok mars sl. og þar var niðurstaðan hagnaður upp á 1,9 …