Samfélagsmiðlar

Mjólkurkýr íslensku flugfélaganna

Flugstöðin á Tenerife.

Fyrstu þrjá mánuði ársins flugu um átján þúsund manns frá Íslandi til Tenerife og þar af um helmingurinn með Icelandair samkvæmt tölum frá spænskum flugmálayfirvöldum. Nærri þrír af hverjum tíu sátu um borð í þotum Play sem jafngildir því að 18 prósent farþega félagsins, á fyrsta ársfjórðungi, var á leið til spænsku eyjunnar. Hjá Icelandair voru Íslendingar á leið til Tenerife um 5 prósent af öllum farþegum í millilandaflugi félagsins frá janúar til mars.

Staðreyndin er nefnilega sú að það eru nær eingöngu Íslendingar á leið í sólarlandaferð sem nýta sér ferðirnar til Tenerife. Í þotum Icelandair og Play sem fljúga til annarra áfangastaða er útlendingarnir miklu fleiri. Og erlendu farþegarnir verða að vera í yfirgnæfandi meirihluta svo rekstur íslensku flugfélaganna standi undir sér. Það er ekki markaður fyrir daglegt flugi frá Keflavíkurflugvelli til Boston, Berlínar og Brussel nema af því að um borð eru erlendir ferðamenn og tengifarþegar á leið yfir Atlantshafið.

Sérstaða flugsins til Tenerife er þó ekki bara einsleitur markhópur heldur líka fargjöldin. Þetta eru nefnilega dýrustu miðarnir sem er í sölu í dag samkvæmt úttekt Túrista. Var þar horft til lægstu fargjalda til áfangastaða vestanhafs og í Evrópu í júní og október.

Fjarlægðin skýrir hátt verðlag að hluta til því það tekur um fimm klukkustundir að fljúga til Tenerife. Eyjan er því sá evrópski áfangastaður í leiðakerfi Icelandair sem er lengst frá Keflavíkurflugvelli. Hátt verð skrifast þó ekki bara á flugtímann því ódýrustu miðarnir með Icelandair til Seattle, í norvesturhluta Bandaríkjanna, eru um fimmtungi ódýrari nú í júní og október. Það tekur þotur Icelandair samt um átta klukkutíma að fljúga til Seattle.

Dæmin sýna líka að Play fær mun meira fyrir hvert sæti í þotunum sem fljúga til Tenerife en þegar flogið er jafnlangt vestur um haf. Sá sem bókar í dag vikuferð með félaginu til spænsku eyjunnar í október greiðir að jafnaði ríflega helmingi meira en sá sem ætlar til Boston eða New York með Play.

Þessi háu fargjöld til Tenerife endurspegla mjög mikla eftirspurn og einnig má gera ráð fyrir að félögin hafi nú þegar selt stóran hluta af sætunum. Lausu sætin til annarra áfangastaða eru því miklu fleiri og fargjöldin því lægri.

Það er því kannski ekki að furða að stjórnendur Icelandair leggi í dag miklu meiri áherslu á sólþyrsta Íslendinga en gert var á síðasta áratug. Þá flaug félagið varla til Suður-Evrópu nema til Madrídar og Mílanó yfir sumarið. Núna hefur félagið bætt verulega við úrvalið. Hvort þessi stefnubreyting verði tekin tilbaka ef tengiflug félagsins kemst á skrið á nýjan leik á eftir að koma í ljós.


Viltu gerast áskrifandi að Túrista? Smelltu þá hér.

Nýtt efni

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …

Kínverski bílaframleiðandinn Chery virðist vera að ná samningum um að eignast fyrstu verksmiðju sína í Evrópu, nánar tiltekið í katalónska höfuðstaðnum Barselóna á Spáni. Um er að ræða verksmiðju sem Nissan lokaði árið 2021 og er markmið yfirvalda á Spáni og héraðsstjórnarinnar í Katalóníu að endurheimta þau 1.600 störf sem þá glötuðust. Nú hefur katalónski …

Sjö af þeim níu þotum sem voru í flota Wow air undir það síðasta voru í eigu flugvélaleigunnar Air Lease Corporation (ALC). Ein þeirra var kyrrsett á Keflavíkurflugvelli í kjölfar gjaldþrots flugfélagsins þann 28. mars árið 2019 en í takt við samkomulag Wow Air og Isavia var ávallt ein þota félagsins eftir á Keflavíkurflugvelli sem …

Það styttist í að Strætó geti boðið farþegum upp á að greiða með bankakortum á snertilausan hátt í vögnum sínum. „Loksins!“ segja vafalaust margir óreglulegir notendur þjónustunnar, sem hafa pirrað sig á því hversu flókið og fráhrindandi greiðslukerfi Strætó er - að þurfa að hlaða niður Klapp-appinu (smáforriti), kaupa sérstaka passa með fyrirframgreiddum fargjöldum og …