Samfélagsmiðlar

Mjólkurkýr íslensku flugfélaganna

Flugstöðin á Tenerife.

Fyrstu þrjá mánuði ársins flugu um átján þúsund manns frá Íslandi til Tenerife og þar af um helmingurinn með Icelandair samkvæmt tölum frá spænskum flugmálayfirvöldum. Nærri þrír af hverjum tíu sátu um borð í þotum Play sem jafngildir því að 18 prósent farþega félagsins, á fyrsta ársfjórðungi, var á leið til spænsku eyjunnar. Hjá Icelandair voru Íslendingar á leið til Tenerife um 5 prósent af öllum farþegum í millilandaflugi félagsins frá janúar til mars.

Staðreyndin er nefnilega sú að það eru nær eingöngu Íslendingar á leið í sólarlandaferð sem nýta sér ferðirnar til Tenerife. Í þotum Icelandair og Play sem fljúga til annarra áfangastaða er útlendingarnir miklu fleiri. Og erlendu farþegarnir verða að vera í yfirgnæfandi meirihluta svo rekstur íslensku flugfélaganna standi undir sér. Það er ekki markaður fyrir daglegt flugi frá Keflavíkurflugvelli til Boston, Berlínar og Brussel nema af því að um borð eru erlendir ferðamenn og tengifarþegar á leið yfir Atlantshafið.

Sérstaða flugsins til Tenerife er þó ekki bara einsleitur markhópur heldur líka fargjöldin. Þetta eru nefnilega dýrustu miðarnir sem er í sölu í dag samkvæmt úttekt Túrista. Var þar horft til lægstu fargjalda til áfangastaða vestanhafs og í Evrópu í júní og október.

Fjarlægðin skýrir hátt verðlag að hluta til því það tekur um fimm klukkustundir að fljúga til Tenerife. Eyjan er því sá evrópski áfangastaður í leiðakerfi Icelandair sem er lengst frá Keflavíkurflugvelli. Hátt verð skrifast þó ekki bara á flugtímann því ódýrustu miðarnir með Icelandair til Seattle, í norvesturhluta Bandaríkjanna, eru um fimmtungi ódýrari nú í júní og október. Það tekur þotur Icelandair samt um átta klukkutíma að fljúga til Seattle.

Dæmin sýna líka að Play fær mun meira fyrir hvert sæti í þotunum sem fljúga til Tenerife en þegar flogið er jafnlangt vestur um haf. Sá sem bókar í dag vikuferð með félaginu til spænsku eyjunnar í október greiðir að jafnaði ríflega helmingi meira en sá sem ætlar til Boston eða New York með Play.

Þessi háu fargjöld til Tenerife endurspegla mjög mikla eftirspurn og einnig má gera ráð fyrir að félögin hafi nú þegar selt stóran hluta af sætunum. Lausu sætin til annarra áfangastaða eru því miklu fleiri og fargjöldin því lægri.

Það er því kannski ekki að furða að stjórnendur Icelandair leggi í dag miklu meiri áherslu á sólþyrsta Íslendinga en gert var á síðasta áratug. Þá flaug félagið varla til Suður-Evrópu nema til Madrídar og Mílanó yfir sumarið. Núna hefur félagið bætt verulega við úrvalið. Hvort þessi stefnubreyting verði tekin tilbaka ef tengiflug félagsins kemst á skrið á nýjan leik á eftir að koma í ljós.


Viltu gerast áskrifandi að Túrista? Smelltu þá hér.

Nýtt efni

Samkeppnisstofnun Evrópusambandsins hefur sektað bandaríska sælgætisrisann Mondelez um 337,5 milljónir evra eða 47 milljarða íslenskra króna fyrir óeðlilega viðskiptahætti. Er Mondelez fellt fyrir að hafa skipt evrópska markaðnum upp og takmarkað flutning á vörum sínum milli landa á árunum 2015 til 2019. Tilgangurinn var að halda vöruverði uppi að því segir í tilkynningu frá Framkvæmdastjórn …

Spænska lágfargjaldaflugfélagið Vueling heldur áfram að fækka ferðum til Íslands en þotur þess flugu hingað þrisvar í viku frá Barcelona síðastliðið sumar og svo eina til tvær ferðir í viku yfir nýliðinn vetur. Sumaráætlun Vueling í ár gerir aðeins ráð fyrir brottförum frá Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöldum frá 23. júní til 8. september. Eftir þann tíma …

Rauðu og hvítu sporvagnarnir hafa verið meðal táknmynda Istanbúl, þjónað íbúum og ferðamönnum í meira en öld. Nú líður að því að þeim verði skipt út fyrir vagna sem búnir verða rafhlöðum. Vagnarnir hafa gengið eftir spori á Istiklal-breiðgötunni Evrópumegin í Istanbúl. Þeir voru fyrst teknir í notkun árið 1914, á dögum Ottómanveldisins. Ýmsar lagfæringar …

Skattaívilnanir til kaupa á nýjum rafbílum féllu niður um áramótin en frádrátturinn gat numið allt að 1,3 milljónum króna. Nú fæst 900 þúsund króna styrkur frá Orkusjóði í staðinn en sala á rafbílum hefur þó dregist umtalsvert saman það sem af er ári. Á þessum tíma í fyrra höfðu 3.211 nýir rafbílar verið skráðir nýir …

Seljendur hlutabréfa í almennu hlutafjárútboði Íslandshótela, stærsta hótelfyrirtæki landsins, hafa ákveðið að falla frá útboði og þar með skráningu félagsins á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Almennu hlutafjárútboði Íslandshótela lauk seinnipartinn í gær en í ljósi þessarar ákvörðunar munu allar áskriftir falla sjálfkrafa niður. Þetta kemur fram í tilkynningu. Vel á þriðja þúsund aðilar tóku þátt í …

MYND: ÓJ

Nýbirt Þróunarvísitala ferðageirans (Travel & Tourism Development Index) fyrir árið 2024, sem Alþjóðaefnahagsráðið ( World Economic Forum) tekur saman annað hvert ár, sýnir að Ísland fellur niður listann um 10 sæti frá 2019 - í 32. sæti, Danmörk, Finnland og Svíþjóð eru töluvert ofar en Noregur er hins vegar ekki meðal þeirra 119 landa sem …

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar áformaði að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu úr 11 prósentum í 24 prósent um mitt árið 2018. Stjórnin sprakk hins vegar áður en málið fór í gegnum Alþingi. Samtök ferðaþjónustunnar börðust gegn þessari hækkun á sínum tíma og í morgun efndu samtökin til fundar í ljósi þess að „undanfarin misseri …

Ferðafólk fylgist með hval dregnum á land í Hvalfirði

Samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands dagana 30. apríl til 7. maí 2024 eru 49 prósent aðspurðra því andvíg að leyfi Hvals hf. til veiða á langreyðum verði endurnýjað. Hins vegar eru 35 prósent aðspurðra því hlynnt. Beðið er ákvörðunar nýs matvælaráðherra. Meginniðurstöður könnunar Maskínu fyrir Náttútuverndarsamtök Íslands - MYND: Maskína Niðurstöður Matvælastofnunar í …