Samfélagsmiðlar

Aðeins fleiri farþegar en miklu fleiri gistinætur

Hótelgestir frá þessum fimm þjóðum bættu við flestum gistinóttum í apríl sl.

Herbergi á Icelandairhótelinu við Mývatn.

Bresku farþegarnir á Keflavíkurflugvelli í apríl síðastliðnum voru ögn fleiri en í apríl 2019. Það eru hins vegar vísbendingar um að Bretarnir sem nú komu hafi gefið sér nokkru lengri tíma í Íslandsferðina. Í það minnsta ef bornar eru saman tvær mismunandi talningar í ferðaþjónustunni.

Því samkvæmt tölum Hagstofunnar þá voru gistinætur Breta, á íslenskum hótelum í apríl, um tíu þúsund fleiri en þær voru í sama mánuði fyrir þremur árum síðan. Viðbótin nemur 26 prósentum. Aftur á móti stóð fjöldi þeirra Breta sem innritaði sig í flug á Keflavíkurflugvelli í apríl stóð næstum því í stað. Aukning nam rétt þremur af hundraði samkvæmt talningu Isavia og Ferðamálastofu.

Engin þjóð bætti við eins mörgum gistinóttum í apríl og Bretarnir gerðu en á eftir þeim komu Frakkar. Nærri helmingi fleiri hótelnætur voru skráðar á franska gesti í apríl í ár en samt fjölgaði frönskum farþegum í Leifssstöð hlutfallslega miklu minna eða um 16 prósent.

Þriðja mesta aukningin í gistinóttum talið var hjá Dönum því þeir bættu við sig fjögur þúsund nóttum sem nemur 63 prósent aukningu frá því í apríl 2019. Aftur á móti fjölgaði Dönunum í Leifsstöð um 12 prósent.

Á eftir Bretum, Frökkum og Dönum koma svo Hollendingar þegar horft er til viðbótar í gistinóttum á hótelum. Hollendingarnir keyptu tvö þúsund fleiri nætur í apríl sl. sem er þriðjungs aukning frá því sem var fyrir þremur árum síðan. Hópur hollenskra brottfararfarþega stækkaði mun minna eða um sjö af hundraði.

Í fimmta sæti á listanum yfir þær þjóðir bættu við flestum gistinóttum eru Austurríkismenn. Þeir bókuðu tólf hundruð fleiri nætur að þessu sinni og nemur viðbótin 63 prósentum. Fjöldi austurrískra farþega á Keflavíkurflugvelli stóð hins vegar í stað eins og sjá má á töflunni.

Þar sést einnig útreikningur á dvalartími þessara fimm þjóða en hann byggir á þessum tveimur ólíku talningum.

Nýtt efni

Undirbúningur er á lokastigi um að koma á fót ævintýramiðstöð á Suðurlandi, þar sem gistiaðstaða og þjónusta verður tengd þjónustu, gönguferðum og útivist ævintýragjarnra ferðamanna. Ferðafólk, statt við Skógafoss, í ævintýraleit á Suðurlandi - MYND: ÓJ „Það koma stundum mjög athyglisverð verkefni, eins og þegar reynslumikill aðili úr ævintýraferðaþjónustu, sem hefur verið í slíkum rekstri …

Það er auðvitað eðlilegt að Barselóna, höfuðborg Katalóníu, dragi til sín mikinn fjölda ferðafólks. Borgin er fögur, sögurík og spennandi - en líka dálítið þreytt orðin á öllum þessum vinsældum, hömlulausum gestaganginum. Á síðasta ári gistu yfir 12 milljónir manna borginni, um sjö prósentum færri en 2019. Við bætast síðan allir þeir sem koma í …

Argentíski víniðnaðurinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár vegna óðaverðbólgu, óstöðugs gengis og minnkandi útflutnings. Það virðist þó heldur vera að lyftast brúnin á vínframleiðendum og virðast þeir helst þakka það harkalegri aðhaldsstefnu öfgakennda frjálshyggjumannsins Javier Milei, sem tók við forsetaembættinu í Argentínu í desember. Það tók strax að hægja á verðbólgu á fyrstu mánuðum …

Árið 2023 var 4.240 bókum bætt á lista yfir bannaðar bækur í Bandaríkjunum. Aldrei fyrr hafa jafn margar bækur verið bannaðar á einu ári. En á síðustu árum hefur þeim bókum sem settar eru á þennan bannlista fjölgað ár frá ári. Afleiðingin er sú að aðgengi að bókunum er takmarkað og þær eru fjarlægðar af …

Clive Stacey hefur skipulagt ferðir fyrir Breta til Íslands í áratugi en ferðaskrifstofa hans, Discover the World, hefur fleiri áfangastaði á boðstólum. Og kannski sem betur fer, því nú hefur eftirspurn eftir Íslandsreisum dregist saman. „Í fyrsta sinn í 40 ára sögu fyrirtækisins höfum við selt fleiri ferðir til Noregs en til Íslands. Fyrirspurnum um …

Útibú Arion banka á Keflavíkurflugvelli lokaði í janúar og við fjármálaþjónustu í flugstöðinni tók Change Group sem hátti hagkvæmasta tilboðið í þennan rekstur í útboði sem Isavia efndi til í fyrra. Við þessa breytingu lagðist tímabundið niður sala á gjaldeyri á Keflavíkurflugvelli þar sem Change Group hafði ekki fengið tilskilin leyfi til að sinna gjaldeyrisviðskiptum hér …

„Við erum hörkuánægð með þessa leið," segir Tómas Ingason, framkvæmdastjóri tekju-, þjónustu- og markaðssviðs Icelandair, aðspurður áhugaverðar farþegatölur frá í Raleigh-Durham í Norður-Karólínu. Þær sýna að 5.443 farþegar nýttu sér ferðir Icelandair til og frá flugvellinum í mars sl. sem þýðir þoturnar hafi verið þéttsetnar í nánast hverri ferð enda var sætanýtingin 94 prósent að …

Árið 1990 voru 60 prósent allra viðskipta í smásöluverslunum í Danmörku lokið með greiðslu peningaseðla. Búðirnar tóku á þessum árum fúslega við krumpuðum peningaseðlum og gáfu til baka annað hvort með öðrum jafn sjúskuðum peningaseðlum eða nýstraujuðum seðlum beint úr hirslum Seðlabankans.  Í dag, rúmum þrjátíu árum síðar, enda einungis 9 prósent innkaupa með greiðslu peningaseðla. …