Samfélagsmiðlar

Nóg eldsneyti á þotunni

Rauðu neyðarstigi var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli stuttu eftir miðnætti í nótt þegar farþegaþota Play var á leið inn til lendingar. Samkvæmt frétt RÚV tengdist atvikið eldsneyti en ekki lágu fyrir frekari upplýsingar.

Spurð nánar um aðstæður þá segir Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, að villuskilaboð hafi komið frá eldsneytiskerfi flugvélarinnar.

„Þetta snýr í rauninni að varaeldsneyti sem okkar ferlar gera ráð fyrir að séu um borð í vélinni þegar hún lendir. Það var nóg eldsneyti þannig við teljum fullvíst að þetta hafi verið villumelding og að allt hafi verið í lagi en erum í þessum töluðu orðum að yfirfara allt saman og rannsaka málið.“

Nadine bætir því við að þegar svona villuskilaboð koma upp þá séu eðlilegar varúðarráðstafnir gerðar og flugmennirnir tilkynna um hættustig.

„Þegar vélin var í aðflugi kom í ljós að öll kerfi störfuðu eðlilega og flugöryggi var ekki í hættu á neinum tíma. Þessi hættutikynning er þannig varúðarráðstöfnun.“

Raskanir á áætlun í dag

Tveimur brottförum Play frá Keflavíkurflugvelli var aflýst í dag. Í fyrra tilvikinu var um að ræða flug til Gautaborgar en í þá ferð átti að nota þotu sem Play fékk í síðustu viku en sú er leigð með flugmönnum. Veikindi komu upp í þeirra röðum og ekki voru aðrir til taks og því þurfti að aflýsa ferðinni með stuttum fyrirvara.

Nadine Guðrún segir að verið sé að vinna í því að koma farþegunum til Gautaborgar og það verði líklega seinna í dag.

Einnig hefur verið hætt við flug Play til Parísar um kaffileytið í dag en í þá ferð var ætlunin að fljúga þotunni sem bilaði í nótt.

Nýtt efni

Arnar Már Magnússon, einn af stofnendum flugfélagsins Play og fyrsti forstjóri þess, hefur verið gerður að aðstoðarforstjóra. Hann mun áfram sinna stöðu framkvæmdastjóra flugrekstrarsviðs en við þeirri stöðu tók hann á nýjan leik í mars í fyrra. „Það hefur verið einstakt að fylgjast með Play slíta barnsskónum og nú stöndum við á tímamótum þar sem …

„Við erum í raun að velta við öllum steinum á kostnaðarhliðinni og höfum fengið til liðs við okkur alþjóðlega ráðgjafa sem eru fremstir í flokki á þessu sviði og hafa unnið með flugfélögum um allan heim, stórum sem smáum," sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í ræðu sinni á ársfundi flugfélagsins í byrjun mars. Ráðgjafafyrirtækið sem vísað …

Það voru 980 nýir fólksbílar skráðir á bílaleigur í nýliðnum mánuði samanborið við 1.017 á sama tíma í fyrra. Samdrátturinn nam því 3,6 prósentum í apríl en fyrstu þrjá mánuði þessa árs nam hann 69,4 prósentum. Þá komu aðeins 418 nýir bílar á götuna í eigu bílaleiga en höfðu verið 1.364 á fyrsta ársfjórðungi í …

Sjálfbærnifulltrúar fyrirtækja og verkefnisstjórar í umhverfismálum, og aðrir starfsmenn með svipaða starfstitla, sinna sífellt mikilvægari og umfangsmeiri viðfangsefnum, enda eru umhverfismál — með tilheyrandi kolefnisbókhaldi, úrgangstölum og markmiðum um minni sóun —farin að spila stóra rullu í öllum rekstri.  Við stefnum á að taka hús á nokkrum slíkum starfskröftum á íslenskum vinnumarkaði á komandi vikum. …

Það voru í boði áætlunarferðir til um 60 erlendra borga frá Keflavíkurflugvelli í apríl en oftast tóku flugvélarnar stefnuna á London, Kaupmannahöfn eða New York. Voru brottfarirnar um sex á dag til bresku höfuðborgarinnar en um einni færri til hinna tveggja samkvæmt ferðagögnum FF7. Í Kaupmannahöfn búa margfalt færri en í heimsborgunum tveimur en engu …

Næstum allir þeir útlendingar sem hér dvelja stuttan tíma eru í fríi því aðeins 2,4 prósent segjast vera í vinnuferð. Þetta sýna niðurstöður könnunar Ferðamálastofu sem framkvæmd var í fyrra. Árið 2019 sögðust 2,9 prósent ferðamanna hafi komið til landsins til að sitja ráðstefnu, fara á vinnufundi eða gera annað sem flokka mætti sem vinnu …

„Það vantar fleiri loftslagsaktívista,“ segir Finnur Ricart Andrason forseti Ungra umhverfissinna. Ungir umhverfissinnar gáfu á dögunum út Handbók loftslagsaktívista, sneysafulla af fróðleik um loftslagsmál. Handbókin er rafræn og aðgengileg á netinu og er yfirlit yfir verkefnin sem blasa við í loftslagsmálum.er yfirlit yfir verkefnin sem blasa við í loftslagsmálum, og hvað þarf að gera til þess að …

Starfsfólk Lufthansa samsteypunnar lagði niður störf með jöfnu millibili í ársbyrjun og kostuðu aðgerðirnar vinnuveitandann 350 milljónir evra eða um 53 milljarða íslenskra króna. Þetta mat kemur fram í nýju uppgjöri þýsku samsteypunnar sem kynnt var í tengslum við uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung. Þar var tapið 110 milljarðar króna sem er ríflega helmingi meira tap …