Samfélagsmiðlar

Verkfalli lokið en fyrstu ferð til Íslands aflýst

Um helmingur flugmanna SAS hefur verið í verkfalli frá því mánudaginn 4. júlí. Nú mæta þeir aftur til vinnu en verða að vinna meira en áður.

„Við erum að sjálfsögðu ánægð með að hafa náð samkomulagi. Það eru frábærar fréttir og sérstaklega fyrir viðskiptavinina," sagði Anko van der Werff, forstjóri SAS, þegar nýr samningur við flugmenn var í höfn í nótt.

Samningar tókust í kjaradeilu flugmanna og SAS í nótt en í gærkvöld bárust misvísandi upplýsingar um stöðu mála. Stjórnarformaður flugfélagsins og formaður norskra flugmannasamtaka staðfestu þá að samkomulag væri í höfn en í tilkynningu frá SAS var áréttað að nýr samningur væri ekki undirritaður ennþá.

Tveggja vikna löngu verkfalli lauk hins vegar formlega nokkrum klukkutímum síðar því klukkan rúmlega þrjú í nótt, að skandinavísku tíma, skrifuðu stjórnendur SAS og formenn stéttarfélaga flugmanna undir nýjan kjarasamning sem gildir til næstu fimm ára.

Hátt í níu hundruð flugmenn snúa því aftur til starfa í dag og flestar ferðir SAS eru á áætlun. Ferð félagsins til Keflavíkurflugvallar frá Ósló hefur þó verið aflýst en þota SAS mun fljúga hingað frá Kaupmannahöfn síðar í dag.

Í tilkynningu frá flugmannasamtökunum SAS Pilot Group segir að með nýja samningnum sé tryggt að þeir 450 flugmenn sem ennþá eru atvinnulausir eftir heimsfaraldurinn fái vinnu á nýjan leik. Einnig felur samkomulagið í sér að nýr kjarasamningur mun gilda fyrir þá flugmenn sem ráðnir eru til dótturfélaga SAS, SAS Connect og SAS Link. Þessi tvö undirfélög hafa verið kjarni deilu stjórnenda SAS og flugmanna því ætlunin er að flytja allan flugrekstur úr móðurfélaginu yfir í þessu tvö félög og um leið skerða kjör flugmanna, meðal annars með aukinni vinnuskyldu.

Og í tilkynningu sem stjórnendur SAS sendu frá sér í nótt er staðfest að flugmenn þurfi nú að vinna meira en áður og eins verða ráðningasamningar aðlagaðir að árstíðarsveiflum í rekstrinum. Með þessu lækkar einingakostnaður sem rakinn er til flugmanna að því segir í tilkynningu.

Þrátt fyrir að samningur liggi nú fyrir við flugmenn þá má segja að lífróður SAS haldi áfram. Félagið hefur nefnilega óskað eftir svokallaðri gjaldþrotavernd fyrir dómstólum í New York í Bandaríkjunum. Tilgangurinn með því er að draga úr skuldum félagsins og þá helst með því að fá kröfuhafa til að breyta skuldum í hlutafé.

Verkfallið hefur líka leikið fjárhag SAS grátt en talið er að félagið hafi tapað á bilinu 100 til 130 milljónum sænskra króna á dag á meðan á vinnustöðvuninni stóð. Það jafngildir að lágmarki um tuttugu milljörðum íslenskra króna á þessu tveggja vikna tímabili.

Nýtt efni

Kynnisferðir hf. hagnaðist um rúmlega 1,3 milljarða króna á síðasta ári og tvöfaldaðist hann á milli ára. Tekjur félagsins námu 14,5 milljörðum króna og jukust um 30 prósent frá í fyrra. „Við erum afar stolt af þeim árangri sem náðist í rekstri félagsins á síðasta ári þrátt fyrir hátt vaxtastig og aðrar krefjandi ytri aðstæður. …

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ríkisstjórn hans með Janet Yellen, fjármálaráðherra, fremsta í flokki, hafa nú kynnt fyrstu opinberu leiðbeiningarnar fyrir markað með kolefniseiningar þar í landi. Leiðbeininginum er ætlað auka líkurnar á því að kolefniseiningar sem ganga kaupum og sölum séu af nægilegum gæðum og að verkefnin sem liggi þeim til grundvallar skili raunverulegum árangri, …

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …

Icelandair sagði í dag upp 82 starfsmönnum en um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Í tilkynningu er bent á að Icelandair hafi á árunum 2021 til 2023 ráðið og þjálfað um 2.500 starfsmenn og góður árangur hafi náðst við að byggja félagið hratt upp eftir heimsfaraldurinn. Nú er …

Miklar breytingar eru við sjóndeildarhringinn í grænlenskri ferðaþjónustu. Ný flugstöð verður tekin í notkun í Nuuk 28. nóvember. Síðan er ráðgert að ljúka framkvæmdum við nýjar flugstöðvar í Ilulissat og Qaqortoq á Suður-Grænlandi fyrir lok ársins 2026. Nú sinna Air Greenland og Icelandair Grænlandsflugi en færi ættu að skapast til að laða að fleiri flugfélög. …

Þýski Volkswagen ætlar ekki að játa sig sigraðan í baráttunni um markaðinn fyrir ódýrar gerðir rafbíla, þar sem kínverskir framleiðendur hafa náð góðri fótfestu og boða enn frekari landvinninga. Fyrr í mánuðinum runnu út í sandinn viðræður fornu fjendanna Volkswagen og franska Renault um að standa sameiginlega að þróun og smíði nýs rafknúins alþýðubíls til …