Samfélagsmiðlar

Stjórnarmaður Icelandair lofar flugmönnum 36 milljónum króna á ári

Það er skortur á flugmönnum vestanhafs og það kallar á nýjar aðferðir segir stjórnarmaður Icelandair.

Connect Airlines mun fljúga sömu tegund af flugvélum og Icelandair nýtir í innanlandsflug.

Tveir af fimm stjórnarmönnum Icelandair hafa unnið að því síðustu misseri að koma á laggirnar flugfélagi sem sinna á áætlunarflugi frá Toronto í Kanada til bandarísku borganna Boston og Chicago. Flugfélagið heitið Connect Airlines og ætlunin var að hefja rekstur í fyrra. Ennþá er miðasala ekki hafin.

Félagið er í eigu John Thomas en hann tók sæti í stjórn Icelandair Group í ársbyrjun 2020 ásamt Ninu Jonsson en hún hefur verið Thomas innan handar við stofnun nýja flugfélagsins.

Í flugflota Connect Airlines verða Dash 8 flugvélar líkt og Icelandair notar í innanlandsflugi og í ferðum til Grænlands. Það hefur hins vegar reynst Thomas erfitt að fá flugmenn til starfa og af þeim sökum hefur Connect Airlines ráðist í átak þar sem flugmönnum eru tryggð árslaun upp á 250 þúsund dollara. Sú upphæð jafngildir um 36 milljónum króna á gengi dagsins eða þremur milljónum kr. á mánuði.

Í tilkynningu Connect Airlines er haft eftir Thomas að tilboðið sé í raun fordæmalaust en sé liður í því að koma félaginu af stað. „Að stofna nýtt flugfélag við þessar krefjandi markaðsaðstæður kallar á að við gerum hlutina öðruvísi en aðrir,” segir Thomas í tilkynningu. 

Aðeins þrjátíu flugmönnum verða boðin þessi sérkjör og staðfestir talsmaður félagsins, í svari til Túrista, að orlof og framlag í eftirlaunasjóð sé hluti af 36 milljóna ársgreiðslunni. Til samanburðar má geta að tekjuhæsti flugmaður landsins var með nærri 46 milljónir í tekjur í fyrra samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar.

Sem fyrr segir ætlar Connect Airlines að nota sömu tegund af flugvélum og Icelandair og flugmenn þess félags ættu því að geta sótt um starf vestanhafs. Það gæti þó orðið snúið að fá atvinnuleyfi í Bandaríkjunum.

Nýtt efni

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …

Suður-kóreski rafhlöðuframleiðandinn LG Energy Solution (LGES) á í viðræðum við þrjá ónefnda kínverska birgja um að framleiða ódýrar bílarafhlöður fyrir Evrópumarkað og bregðast þannig við hærri verndartollum Evrópusambandsins á rafbíla frá Kína.  Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir háttsettum heimildarmanni innan LGES, sem er í hópi stærstu rafhlöðuframleiðenda heims ásamt CATL í Kína, Panasonic í Japan og …

Þó margir njóti guðaveiga í sumarfríinu þá er hásumarið rólegur tími í heimi vínviðskipta. Það er löngu búið að ganga frá sölu á framleiðslu liðins árs en beðið tíðinda af næstu vínuppskeru. Þegar horft er á heildina þá hefur dregið úr vínsölu vegna efnahagsþrenginga og breyttra neysluhátta. En loftslagsbreytingar valda vínbændum víða erfiðleikum og hafa …

Það kemur skýrt fram í afkomutölum rafbílaframleiðandans Tesla að hægt hefur á orkuskiptum í bílasamgöngum. Á fyrri helmingi ársins hefur Tesla selt um 831 þúsund rafbíla en Elon Musk hafði spáð því að á árinu öllu myndu seljast um 1,8 milljónir bíla. Það vantar því enn mikið upp á að sú spá rætist. Sala Tesla …

Áður en Play fór í loftið sumarið 2021 var efnt til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Umsjón með útboðinu höfðu Arctica Finance og Arion banki en þessi tvö fjármálafyrirtæki komu einnig að fjármögnun Wow Air á sínum tíma. Í útboði meðal almennings reyndist umframeftirspurnin áttföld. Í kynningarefni sem fylgdi hlutafjárútboðinu var aðeins ein …

„Okkur er ánægja að tilkynna um fjölgun A350-900-véla í utanlandsflugi og A321neo í innanlandsflugi,“ segir Yukio Nakagawa, innkaupastjóri Japan Airlines, í tilkynningu félagsins um samninga við Airbus um kaup á nýjum þotum. „Með því að flýta því að taka í notkun nýjustu og sparneytnustu flugvélarnar viljum við veita viðskiptavinum okkar besta hugsanlegu þjónustu um leið …