Samfélagsmiðlar

Breskir kaupmenn ósáttir við u-beygju ríkisstjórnarinnar

london oxfordstraeti

Ferðamenn munu ekki fá endurgreiddan virðisaukaskatt af þeim vörum sem þeir kaupa í Bretlandi.

Þær umdeildu breytingar sem breska ríkisstjórnin boðaði á skattakerfinu í lok síðsta mánaðar voru dregnar tilbaka í dag af Jeremy Hunt, nýjum fjármálaráðherra. Þar með er ljóst að svokölluð tax-free verslun verður ekki á boðstólum á ný en hún lagðist af í Bretlandi í byrjun síðasta árs.

Gamla fjárlagafrumvarpið, sem nú heyrir sögunni til, gerði ráð fyrir að ferðamenn myndu á nýjan leik fá virðisaukaskatt af vörum endurgreiddan við landamærin og átti að verja um tveimur milljörðum punda, um 330 milljörðum króna, í þessar endurgreiðslur á næsta ári.

Nú ætlar breska stjórnin hins vegar að nýta fjármagnið í annað og það eru kaupmenn í Bretlandi ekki sáttir við en þeir hafa lengi bent á að þessar endurgreiðslur ýti undir kaupgleði útlendinga og sérstaklega ferðafólks frá löndum utan Evrópu. Horfa þeir þá sérstaklega til Asíubúa sem eyða sumir hverju miklu í alls kyns merkjavöru á ferðum sínum.

Nýtt efni
Bjarki Þór Sólmundsson

„Við vinnum eftir íslenskri matarhefð en blöndum erlendum straumum saman við. Þetta er tilraunaeldhús. Við prófum okkur áfram með ýmsa rétti og vinnum mjög mikið með gerjun: kombucha, mjólkursýrugerjun, kefir - og þurrverkum kjöt í skinkur, pylsur og pancetta; gerum mikið af súrkáli; tínum íslenskar jurtir. Ég var að telja það saman og held að …

Nú er loks ráðgert að komu- og brottfararkerfi (Entry/Exit System) Schengen-ríkjanna taki gildi 10. nóvember næstkomandi eftir að hafa verið seinkað ítrekað, nú síðast að ósk Frakka vegna álags sem fylgdi Ólympíuleikunum. Stafrænt eftirlit leysir af hólmi hefðbundna vegabréfaskoðun með stimplun.  Tekin verður ljósmynd og fingrafar af öllum íbúum ríkja utan Schengen-svæðisins á landamærastöð og …

Það er ævinlega áhrifaríkt að koma í Skálholt, sem er auðvitað einn merkasti sögustaður Íslands, biskupssetur og valdamiðstöð um aldir. Nú er ró og friður yfir þessum forna stað en krafturinn í loftinu er nánast áþreifanlegur. Sú upplifun sprettur af vitneskju um það hversu stórt hlutverk Skálholt lék í sögu landsins, í trúarlífi og menningu …

Móðurfélag Keahótelanna varð gjaldþrota í upphafi heimsfaraldursins en kröfur í þrotabúið námu 3,8 milljörðum króna. Engar eignir fundust í búinu en meirihluti krafnanna kom frá Landsbankanum sem fjármagnaði stóran hluta af 5 milljarða kaupsamningi á hótelkeðjunni sumarið 2017. Eigendur hins gjaldþrota móðurfélags, að meirihluta fjárfestar frá Alaska, fengu að halda eftir 65 prósenta hlut í hótelkeðjunni …

Hver bílaframleiðandinn af öðrum sker niður áætlanir sínar um rafbílaframleiðslu vegna þess að hægt hefur á eftirspurn. Stærsti bílaframleiðandi heims, Toyota í Japan, hefur ákveðið að 30% færri rafbílar verði framleiddir árið 2026 en stefnt var að. Samkvæmt Nikkei Business Daily hefur Toyota þegar tilkynnt birgjum um þessa ákvörðun. Samkvæmt endurskoðaðri áætlun stefnir Toyota að …

Það voru rúmlega 601 þúsund farþegar sem nýttu sér ferðir Icelandair til og frá Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli í ágúst. Viðbótin nemur 54 þúsund farþegum frá ágúst í fyrra eða 10 prósent. Þessa aukningu má alla rekja til millilandaflugs Icelandair því í innanlandsfluginu varð samdráttur um 7,5 prósent. Icelandair, líkt og Play, flokkar farþega í millilandaflugi …

Lettneska flugfélagið Airbaltic hefur um langt árabil flogið til Keflavíkurflugvallar frá Riga í Lettlandi allt árið um kring. Næsta sumar bætir félagið við áætlunarferðum hingað frá Tallinn í Eistlandi. Flogið verður vikulega á fimmtudögum og fyrsta ferð er á dagskrá 14. maí á næsta ári. „Við á Keflavíkurflugvelli eru afskaplega ánægð að heyra af því …