Samfélagsmiðlar

Stuck in Iceland í 10 ár

Jón Heiðar við Langasjó nú í sumar. Myndin er tekin af þýska ljósmyndaranum Martin Schulz en þeir tveir kynntust í gegnum Stuck in Iceland.

Hátt í átta hundruð þúsund manns hafa lesið ferðaritið Stuck in Iceland sem Jón Heiðar Ragnheiðarson hefur haldið úti frá árinu 2012. Hann segir mikilvægt að draga upp rétt mynd af Íslandi sem áfangastað og forðast klisjur um sögu þjóðarinnar.

Hver var hugmyndin að baki útgáfunni?

Ég stofnað tímaritið Stuck in Iceland af nokkrum ástæðum. Í fyrsta lagi hef mikinn áhuga á að ferðast um Ísland, í öðru lagi hef ég ástríðu fyrir útgáfu og markaðssetningu á netinu og í þriðja lagi fannst mér dreginn upp óspennandi glansmynd af Íslandi í því efni sem þá stóð ferðafólki til boða. Ísland var kynnt sem sem land þar sem alltaf væri sólskin og gott veður og lítið fjallað um sögu og menningu Íslands. Helst voru týndir til einhverjir þrotaðir frasar um víkinga. Mér fannst þetta allt frekar flatneskjulegt og ekki ná utan um ægifegurð landsins og þeirri upplifun sem margbreytilegt íslenskt veðurfar og náttúra felur í sér.

Ég gerði mitt besta til að skrifa greinar sem voru öðruvísi en megnið af því efni sem var þó verið að bera á borð fyrir ferðafólk. Til dæmis skrifaði ég um myrka sögu Þingvalla og sagði frá gönguferðum sem ég hef lent í þar sem farið var yfir Fimmvörðuháls og Eyjafjallajökul í aftakaveðri og alls engu skyggni. Vont veður er jú eitthvað sem ferðafólk getur vel lent í á Íslandi og það þarf að vera tilbúið til að eiga við það.

Boltinn byrjaði að rúlla mjög hratt eftir að vefurinn fór í loftið. Fjölmörg sem fundu vefinn á samfélagsmiðlum eða á Google settu sig í samband við mig til að leita ráða eða einfaldlega til að spjalla um Ísland. Mörg vildu jafnvel leggja til myndir og greinar. Upp úr þessu hef ég myndað vinskap við nokkra lesendur og það er auðvitað það besta við allt þetta brölt sem núna hefur staðið yfir í tíu ár. Ég er enn að fá fyrirspurnir frá fólki sem vill ferðast til Íslands og spyr um ótrúlegustu hluti.

Hvernig hafa efnistökin þróast í gegnum tíðina?

Fyrst um sinn voru þetta greinar eftir mig og meðstofnanda tímaritsins, Sigurð Fjalar Jónsson sem staldraði stutt við í þessu verkefni. Svo bættust við greinar eftir allskonar fólk sem vildi leggja til efni og myndir. Oft lagði fólk alveg gríðarlega vinnu við að skrifa flottar greinar fyrir tímaritið. Núna upp á síðkastið hef ég tekið fjölmörg viðtöl við fólk sem tengist Íslandi með einhverjum hætti, í þeim góða hópi viðmælenda eru leikarar, sendiherrar, vísindafólk, tónlistarfólk, ljósmyndarar, leiðsögufólk, ósköp venjulegt ferðafólk og margir fleiri. Ég bið að sjálfsögðu alla um að segja frá uppáhaldsstöðum sínum, mæla með afþreyingu, íslensku menningarefni eða listafólki og gefa ráð til þeirra sem eru að heimsækja Ísland í fyrsta sinn. Það er mjög skemmtilegt að fá mismunandi sjónarmið á þessa hluti frá þessum góða hóp sem hefur gefið sér tíma til að vera viðmælendur hjá mér. Ennfremur geri ég mitt besta til að gefa ferðafólki góð ráð, t.d. um hvernig eigi að ferðast með öruggum hætti, greiða fyrir vöru og þjónustu, klæða sig rétt og fleira í þeim dúr.

Frá hvaða löndum koma flestir lesendur?

Flestir eru frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada, Þýskalandi og Íslandi. Mikið af ferðafólki sem er þegar komið til landsins, og eru að leita sér upplýsinga um hvað sé skemmtilegt að gera, nota vefinn. Meirihluti notenda er yngri en 44 ára gamall og aðeins fleiri konur en karlar nota vefinn. Bandarískar konur um þrítugt sem eru að koma hingað til lands í fyrsta sinn með maka og börnum og ferðast á eigin vegum virðist vera kjarnahópur tímaritsins. 

Á síðunni er töluvert um ferðatilboð í formi afsláttarkóða. Sérðu fyrir þér að breyta Stuck in Iceland í sölusíðu?

Ég er í mjög annasömu og skemmtilegu starfi hjá Controlant samhliða því að reka Stuck in Iceland. Eins og sakir standa eru því engar líkur á því að ég fari að standa í sölu á ferðum sjálfur!  Ég byrjaði að bjóða afsláttarkóða 2019 og notkunin á þeim fór stigvaxandi þangað til að veiran skæða setti alla ferðaþjónustu í frost. Eftir Covid fór þetta aftur á stað og það er bara alveg ótrúlegt hvað þetta rúllar hratt af stað aftur. Veltan er þegar orðin miklu meiri en fyrir veiru.

Kosturinn við afsláttarkóðana fyrir alla aðila er að þeir eru einfaldir í notkun. Lesendur skrá sig fyrir fréttabréfinu mínu og fá helling af afsláttarkóðum frá flottum ferðaþjónustufyrirtækjum sendan í tölvupósti með sjálfvirkum hætti. Ég tek aðeins 5% til mín, lesendur fá afslátt sem ferðaþjónustufyrirtækin ráða hvað er hár en oft er afslátturinn 10%. Það sem skiptir máli fyrir lesendur er að þeir geta sparað mikla fjármuni með því að nýta kóðana, sérstaklega ef um vinahópa eða fjölskyldur er að ræða. Ferðaþjónustufyrirtækin eiga viðskiptasambandið við viðskiptavininn og kaupin á ferðum gerast á þeirra eigin vef. Þau stjórna því hvað þau gefa mikinn afslátt og þetta er líklega mun ódýrari söluleið en að fara í gegnum stóra söluvefi. 

Annars er erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina. Ég er til í samstarf við öll ferðaþjónustufyrirtæki eða íslenskar vefverslanir sem hafa sýnt og sannað að þau veita góða þjónustu og fyrirtaks vörur. Tilgangur minn er að hjálpa ferðafólki að upplifa Ísland á sem skemmtilegastan og hagkvæmastan hátt eins og mögulegt er. Afsláttarkóðarnir hafa hingað til virkað mjög vel til að ná þessu markmiði. Sjáum til hvað gerist á næstu tíu árum!

Nýtt efni

Starfsfólk í öryggisleit í Leifsstöð og þau sem sinna farþegaflutningum á Keflavíkurflugvelli hafa samþykkt bæði yfirvinnu- og þjálfunarbann og reglulegar vinnustöðvanir frá og með lokum næstu viku. Atkvæðagreiðsla um þessar aðgerðir fór fram í dag og var samþykkt með miklu meirihluta af félagsfólki í Sameyki og Félagi flugmálastarfsmanna ríkisins. Ótímabundið yfirvinnu- og þjálfunarbann tekur gildi …

Arnar Már Magnússon, einn af stofnendum flugfélagsins Play og fyrsti forstjóri þess, hefur verið gerður að aðstoðarforstjóra. Hann mun áfram sinna stöðu framkvæmdastjóra flugrekstrarsviðs en við þeirri stöðu tók hann á nýjan leik í mars í fyrra. „Það hefur verið einstakt að fylgjast með Play slíta barnsskónum og nú stöndum við á tímamótum þar sem …

„Við erum í raun að velta við öllum steinum á kostnaðarhliðinni og höfum fengið til liðs við okkur alþjóðlega ráðgjafa sem eru fremstir í flokki á þessu sviði og hafa unnið með flugfélögum um allan heim, stórum sem smáum," sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í ræðu sinni á ársfundi flugfélagsins í byrjun mars. Ráðgjafafyrirtækið sem vísað …

Það voru 980 nýir fólksbílar skráðir á bílaleigur í nýliðnum mánuði samanborið við 1.017 á sama tíma í fyrra. Samdrátturinn nam því 3,6 prósentum í apríl en fyrstu þrjá mánuði þessa árs nam hann 69,4 prósentum. Þá komu aðeins 418 nýir bílar á götuna í eigu bílaleiga en höfðu verið 1.364 á fyrsta ársfjórðungi í …

Sjálfbærnifulltrúar fyrirtækja og verkefnisstjórar í umhverfismálum, og aðrir starfsmenn með svipaða starfstitla, sinna sífellt mikilvægari og umfangsmeiri viðfangsefnum, enda eru umhverfismál — með tilheyrandi kolefnisbókhaldi, úrgangstölum og markmiðum um minni sóun —farin að spila stóra rullu í öllum rekstri.  Við stefnum á að taka hús á nokkrum slíkum starfskröftum á íslenskum vinnumarkaði á komandi vikum. …

Það voru í boði áætlunarferðir til um 60 erlendra borga frá Keflavíkurflugvelli í apríl en oftast tóku flugvélarnar stefnuna á London, Kaupmannahöfn eða New York. Voru brottfarirnar um sex á dag til bresku höfuðborgarinnar en um einni færri til hinna tveggja samkvæmt ferðagögnum FF7. Í Kaupmannahöfn búa margfalt færri en í heimsborgunum tveimur en engu …

Næstum allir þeir útlendingar sem hér dvelja stuttan tíma eru í fríi því aðeins 2,4 prósent segjast vera í vinnuferð. Þetta sýna niðurstöður könnunar Ferðamálastofu sem framkvæmd var í fyrra. Árið 2019 sögðust 2,9 prósent ferðamanna hafi komið til landsins til að sitja ráðstefnu, fara á vinnufundi eða gera annað sem flokka mætti sem vinnu …

„Það vantar fleiri loftslagsaktívista,“ segir Finnur Ricart Andrason forseti Ungra umhverfissinna. Ungir umhverfissinnar gáfu á dögunum út Handbók loftslagsaktívista, sneysafulla af fróðleik um loftslagsmál. Handbókin er rafræn og aðgengileg á netinu og er yfirlit yfir verkefnin sem blasa við í loftslagsmálum.er yfirlit yfir verkefnin sem blasa við í loftslagsmálum, og hvað þarf að gera til þess að …