Samfélagsmiðlar

Nýsjálendingar vilja ekki fá troðninginn sem var fyrir heimsfaraldur

Síðustu hindrunum fyrir komum ferðafólks til Nýja-Sjálands hefur verið rutt úr vegi. Heimsfaraldurinn breytti sýn íbúanna á ferðaþjónustuna. Nú vilja þeir setja takmörk á fjölda og verja náttúruna betur.

Nýja Sjáland

Í tvö og hálft ár fylgdi Nýja-Sjáland mjög ströngum sóttvarnaaðgerðum. Nú hefur að fullu verið aflétt öllum takmörkunum á landamærum vegna kórónafaraldursins. Ferðafólk er ekki lengur beðið um að fylla út eyðublöð um bólusetningar og fyrri ferðir. Landið er þar með opið öllum sem ekki hafa látið bólusetja sig. En þó að landamærin hafi verið opnuð á Nýja-Sjálandi er gestum gert ljóst að ekkert verði eins og áður. Nýsjálendingar vilja umskapa ferðaþjónustuna á eyjunum fögru og gera hana sjálfbæra.

Fyrir heimsfaraldur var Nýja-Sjáland mjög vinsæll áfangastaður. Á árunum 2016 – 2019 komu um 11 milljónir ferðamanna í heimsókn. Íbúar landsins eru hinsvegar aðeins fimm milljónir. Í hinn ægifagra Milford-fjörð, með bröttum fjöllum, fossum, regnskógi og fjölbreyttu dýralífi, komu risavaxin skemmtiferðaskipin í röðum. Fjöldi skipakoma nærri fjórfaldaðist á 13 árum og voru orðnar 133 árið 2019. Það stefndi í að um ein milljón gesta kæmi árlega á þetta óspillta og fagra landsvæði. En þá kom Covid-19 og enginn túristi var á ferli.

Auðvitað fylgdi mikill efnahagslegur sársauki ströngum sóttvarnaraðgerðum. Ferðaþjónustan sagði upp fjórum af hverjum tíu starfsmönnum og tekjurnar minnkuðu um helming á fyrsta árinu. En fólk gaf sér tíma til að endurmeta stöðuna.

Íbúarnir sjálfir kunnu því vel að geta sjálfir notið hafnarbæjanna sem margir höfðu liðið fyrir mikinn átroðning ferðafólks sem kom með skemmtiferðaskipunum. Og sjálf ferðaþjónustan hlustaði á íbúana.

„Við höfum sem starfsgrein lagt við hlustir og tekið mið af því sem sagt hefur verið í sumum samfélögunum um vöxtinn í komum ferðamanna fyrir heimsfaraldur og hver áhrifin hafa verið á líf fólks og umhverfi,“ segir Rebecca Ingram, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar á Nýja-Sjálandi, eða Aotearoa, eins og landið heitir á maórísku. „Breytingar hafa verið gerðar til að tryggja að landsmenn geti verið stoltir af ferðaupplifun fólks í heimsóknum til Nýja-Sjálands,“ segir hún á ferðavef frönsku fréttastöðvarinnar Euronews.

Lög hafa verið sett sem banna fólki að tjalda hvar sem er í náttúrunni og sveitarfélög birt leiðbeinandi reglur til að halda troðningstúrisma í skefjum. Þannig hefur verið lagt til að í Milford-fjörð verði gestafjöldi á dag takmarkaður við 4.000 manns og að gjald verði innheimt af útlendingum. Þá hafa fyrirtæki í ferðaþjónustu á Nýja-Sjálandi mörg skrifað undir skuldbindingar um að fylgja reglum um sjálfbærni.

Þannig hafa Nýsjálendingar notað ráðrúmið sem gafst í heimsfaraldrinum til að endurhugsa ferðaþjónustuna. Útlendir gestir eru boðnir velkomnir en vinsamlega er farið fram á að þeir ferðist um af meiri nærgætni en áður tíðkaðist: Stígi varlega til jarðar.

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …