Samfélagsmiðlar

Nýsjálendingar vilja ekki fá troðninginn sem var fyrir heimsfaraldur

Síðustu hindrunum fyrir komum ferðafólks til Nýja-Sjálands hefur verið rutt úr vegi. Heimsfaraldurinn breytti sýn íbúanna á ferðaþjónustuna. Nú vilja þeir setja takmörk á fjölda og verja náttúruna betur.

Nýja Sjáland

Í tvö og hálft ár fylgdi Nýja-Sjáland mjög ströngum sóttvarnaaðgerðum. Nú hefur að fullu verið aflétt öllum takmörkunum á landamærum vegna kórónafaraldursins. Ferðafólk er ekki lengur beðið um að fylla út eyðublöð um bólusetningar og fyrri ferðir. Landið er þar með opið öllum sem ekki hafa látið bólusetja sig. En þó að landamærin hafi verið opnuð á Nýja-Sjálandi er gestum gert ljóst að ekkert verði eins og áður. Nýsjálendingar vilja umskapa ferðaþjónustuna á eyjunum fögru og gera hana sjálfbæra.

Fyrir heimsfaraldur var Nýja-Sjáland mjög vinsæll áfangastaður. Á árunum 2016 – 2019 komu um 11 milljónir ferðamanna í heimsókn. Íbúar landsins eru hinsvegar aðeins fimm milljónir. Í hinn ægifagra Milford-fjörð, með bröttum fjöllum, fossum, regnskógi og fjölbreyttu dýralífi, komu risavaxin skemmtiferðaskipin í röðum. Fjöldi skipakoma nærri fjórfaldaðist á 13 árum og voru orðnar 133 árið 2019. Það stefndi í að um ein milljón gesta kæmi árlega á þetta óspillta og fagra landsvæði. En þá kom Covid-19 og enginn túristi var á ferli.

Auðvitað fylgdi mikill efnahagslegur sársauki ströngum sóttvarnaraðgerðum. Ferðaþjónustan sagði upp fjórum af hverjum tíu starfsmönnum og tekjurnar minnkuðu um helming á fyrsta árinu. En fólk gaf sér tíma til að endurmeta stöðuna.

Íbúarnir sjálfir kunnu því vel að geta sjálfir notið hafnarbæjanna sem margir höfðu liðið fyrir mikinn átroðning ferðafólks sem kom með skemmtiferðaskipunum. Og sjálf ferðaþjónustan hlustaði á íbúana.

„Við höfum sem starfsgrein lagt við hlustir og tekið mið af því sem sagt hefur verið í sumum samfélögunum um vöxtinn í komum ferðamanna fyrir heimsfaraldur og hver áhrifin hafa verið á líf fólks og umhverfi,“ segir Rebecca Ingram, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar á Nýja-Sjálandi, eða Aotearoa, eins og landið heitir á maórísku. „Breytingar hafa verið gerðar til að tryggja að landsmenn geti verið stoltir af ferðaupplifun fólks í heimsóknum til Nýja-Sjálands,“ segir hún á ferðavef frönsku fréttastöðvarinnar Euronews.

Lög hafa verið sett sem banna fólki að tjalda hvar sem er í náttúrunni og sveitarfélög birt leiðbeinandi reglur til að halda troðningstúrisma í skefjum. Þannig hefur verið lagt til að í Milford-fjörð verði gestafjöldi á dag takmarkaður við 4.000 manns og að gjald verði innheimt af útlendingum. Þá hafa fyrirtæki í ferðaþjónustu á Nýja-Sjálandi mörg skrifað undir skuldbindingar um að fylgja reglum um sjálfbærni.

Þannig hafa Nýsjálendingar notað ráðrúmið sem gafst í heimsfaraldrinum til að endurhugsa ferðaþjónustuna. Útlendir gestir eru boðnir velkomnir en vinsamlega er farið fram á að þeir ferðist um af meiri nærgætni en áður tíðkaðist: Stígi varlega til jarðar.

Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …