Samfélagsmiðlar

„Ekki annað hægt en að stöðva þetta núna“

„Áhrifin af verkfallinu eru geigvænleg fyrir þau hótel sem hafa orðið fyrir þeim," segir Kristófer Oliversson, formaður FHG. Það verði að leysa kjaradeiluna núna. Hann segir það sameiginlega hagsmuni hótelrekenda og verkalýðsfélaga að setja bönd á Airbn svo húsaleiga sem starfsfólk þurfi að greiða lækki.

Kristófer Oliversson

Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Centerhotels.

Enn streymdu erlendir gestir inn og út af Center-hótelinu Miðgarði við Laugaveg þegar blaðamaður Túrista kom til að hitta eigandann og framkvæmdastjórann Kristófer Oliversson, formann FHG, Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Þarna var enn ekki sjáanlegt á yfirborðinu að harðvítug vinnudeila standi yfir milli atvinnurekenda og Eflingar, sem er félag hótelþerna og margra starfsmanna sem hótelrekstur reiðir sig á. Það eru aðrir en Centerhotels sem borið hafa hitann hingað til. Fljótlega ræðst hvert framhaldið verður. Kristófer býður upp á kaffi og við setjumst í veitingasalinn. 

„Áhrifin af verkfallinu eru geigvænleg fyrir þau hótel sem hafa orðið fyrir þeim. Á hádegi á morgun hafa Íslandshótel í Reykjavík þolað verkfall í þrjár vikur. Fólkið sem þar hefur unnið allan sólarhringinn undanfarnar vikur líður ekki vel. Síðan bættust við Berjaya-hótelin og Edition. Þessi hótel hafa tapað verulegum fjárhæðum vegna lokana. Hilton og Natura eru lokuð. 

Við hjá Centerhotels erum farin að kenna á óvissunni í bókunum. Menn orða efasemdir þannig: Við fengum þær upplýsingar að hægt væri að halda þessum hótelum opnum. Eigum við að trúa því? Þannig er spurt. Ferðaskrifstofur eru ábyrgar gagnvart sínum viðskiptavinum og vilja geta afbókað með viku fyrirvara.”

Nú hafa deiluaðilar verið boðaðir til fundar þar sem ræða á hugsanlega miðlunartillögu og verkbanni hefur verið frestað. Hvernig horfir þetta við þér á þessari stundu?

„Ég vil ekki trúa því að verkbanni sé frestað – nema að fyrir kvöldið berist tillkynning um að verkföllum verði jafnframt frestað. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, metur stöðuna þannig að deilan verði ekki leyst við samningaborð. Þá verður hún aðeins leyst með samþykkt miðlunartillögu eða lagasetningu. Ef samþykkt verður miðlunartillaga sem felur í sér viðurkenningu á þessari aðferð – að reka fleyg á milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar og skilja hann þar eftir – þá sitjum við hér eftir. Það má ekki gerast. 

Gestamóttakan á Miðgarði, Center-hóteli – MYND: ÓJ

Ég hef í tvígang á undanförnum árum reynt að ná samtali við formann Eflingar og gert grein fyrir erindinu, sem er þetta: Það eru sameiginlegir hagsmunir okkar að taka á húsnæðismálunum, sem ganga nærri okkar fólki. Við höfum hækkað laun um 112 prósent í evrum talið frá árinu 2014. Það hverfur allt inn í húsnæðismarkaðinn. Þá segi ég: Kæra Sólveig Anna, stoppum Airbnb! Það eru okkar sameiginlegu hagsmunir. Það mun slá mjög á leiguverð á húsnæðismarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu. Ég hef ekki náð að eiga þetta samtal við Eflingu en hef rætt þessi mál við ASÍ, VR og Starfsgreinasambandið.”

Þið lifðuð af heimsfaraldurinn og gátuð greitt laun vegna opinberrar aðstoðar og söfnuðuð síðan skuldum til að halda ykkur á floti. Nú hefur ferðaþjónustan hinsvegar tekið vel við sér og bókunarstaðan er góð – en þá getið þið ekki samið við ykkar fólk?

„Fyrir heimsfaraldur hafði þetta fyrirtæki mitt skilaði hagnaði í 11 ár. Á tveimur covid-árum þurrkaðist það allt upp og meira til. Skuldir jukust um tvo til þrjá milljarða króna. Við það erum við að glíma núna – alveg eins og félagsmenn í Eflingu eru að glíma við verðbólguna, hækkandi skuldir og húsnæðiskostnað. Við erum í sömu málum. En bókunarstaðan lofar góðu. Vonandi verður ekki lengri truflun á starfseminni en þegar er orðin því að nú er hafinn mikilvægasti bókunartíminn fyrir sumarið.”

Samtök atvinnulífsins leggja mikla áherslu á samstöðu atvinnurekenda, það sé verið að gera samninga fyrir alla heildina, en hentar þetta endilega ykkur hótelrekendum?

„Verkfall Eflingar og VR árið 2019 lenti á hótelum og gististöðum. Það gerist aftur núna. Ég kann að meta þennan stuðning Samtaka atvinnulífsins – að þeir vilji setja á verkbann til að stöðva þetta. Það er fórn af hálfu þeirra fyrirtækja sem yrði lokað. En að því sögðu hafa bæði fjármálaráðherra og ferðamálaráðherra sagt að vinnumarkaðsmódelið sé ónýtt. Það hefur sannast í þessu verkfalli og þeim lagaklækjum sem beitt er. Yfir þetta verður að fara og klára það verk fyrir næstu áramót því þá hefst næsti slagur.”

Ertu bjartsýnn á að lausn sé í sjónmáli?

„Það er ekki annað hægt en að leysa þetta núna. Ef deiluaðilar geta ekki náð saman sjálfir verður að koma fram miðlunartillaga, sem annað hvort verður samþykkt eða felld. Í kjölfarið gæti ríkisstjórnin þurft að grípa inn í.”

Formaður FHG svarar fyrspurnum um kjaradeiluna – MYND: ÓJ
Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …