Samfélagsmiðlar

IATA ósátt við takmarkanir á Schiphol

Alþjóðasamtök flugfélaga, IATA, ætla að láta reyna á lögmæti ákvarðana hollensku ríkisstjórnarinnar um að draga enn frekar án samráðs úr umferð um Schiphol-flugvöll.

Flugvél KLM á Schiphol-flugvelli

Stjórnvöld í Hollandi vilja minnka mengun frá flugumferð á Schiphol-flugvelli og þess vegna sett takmörk á afnot flugfélaganna. Að auki hefur skortur á fólki til ýmissa þjónustustarfa verið til trafala á mesta annatímanum á sumrin. Hefur verið varað við að vandræðin frá síðasta sumri endurtaki sig í ár. 

Fjöldi flugferða um Schiphol var takmarkaður við 500 þúsund flug á ári en nýlega ákvað hollenska ríkisstjórnin að fækka þeim enn frekar – niður í 460 þúsund. Ákvörðunin tekur gildi í nóvember á þessu ári. IATA segir þetta brot á fyrra samkomulagi og ætlar að láta reyna á lögmætið fyrir dómstólum. 

Fra Schiphol – MYND: ÓJ

IATA og flugiðnaðurinn í heild telur að hollensk stjórnvöld séu með frekari takmörkunum að brjóta Evrópureglur um takmarkanir á hljóðmengun og sömuleiðis alþjóðasamning kenndan við Chicago um sama efni. Í reglum sem Evrópusambandið hefur sett er kveðið á um að stjórnvöldum í aðildarríkjum sé skylt að ráðfæra sig við hagaðila sem reglurnar beinast að og að það geti aðeins talist þrautarlending að takmarka beinlinis fjölda flugferða. Þá verði jafnframt að vega saman annars vegar hagsmuni íbúa og áhyggjur af umhverfisáhrifum og hinsvegar fjárhagslega hagsmuni flugfélaga og samfélagsins í heild. IATA telur að hollensk stjórnvöld hafi ekki virt þessar reglur og sjónarmið með ákvörðun sinni um að fækka flugferðum um Schiphol enn frekar. Flugiðnaðurinn minnir á að fyrir heimsfaraldur hafi flugstarfsemin skapað 330 þúsund störf í Hollandi og efnahagsleg umsvif svari jafnvirði 30 milljarða Bandaríkjadollara.

Verið að þjónusta flugvél Icelandair á Schiphol – MYND: ÓJ

Willie Walsh, forstjóri IATA, segir í yfirlýsingu að með ákvörðun sinni um að takmarka flugumferð séu Hollendingar að skaða eiginn efnahag. Ákvörðunin stangist á við gildandi reglur innan Evrópusambandsins og sé á skjön við alþjóðasamninga. Í stað þess að einblína á takmörkun flugumferðar hefðu stjórnvöld í Hollandi átt að hafa samráð við sjálf flugfélögin um leiðir til að draga úr hljóðmengun og kolefnislosun. 

IATA bendir á að hljóðmengun frá flugvélum hafi minnkað um helming á síðasta áratug og að með endurnýjun flugflota keppi flugfélögin að því marki að verða kolefnishlutlaus árið 2050 með innleiðingu sjálfbærs eldsneytis, SAF, en Hollendingar hafi einmitt verið leiðandi á því sviði. 

Nýtt efni

„Aðkoma mín að ferðaþjónustunni hefur verið á ýmsum sviðum og ég hef fengið að starfa í greininni í meira en þrjá áratugi, þar af meira en aldarfjórðung í eigin rekstri. Á þessum árum hefur greinin okkar vaxið úr því að vera næstum því tómstundagaman fyrir áhugasama í það að vera stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar með öllum …

Veitingahúsarekstur á Íslandi getur verið töluverður barningur: Vaktafyrirkomulag er kostnaðarsamt og launin vega mjög þungt í rekstri, verð á hráefni er hátt og opinber gjöld ekki síður, einkum á áfengi. Veitingamenn bíða eins og aðrir að gengið verði frá kjarasamningum og það verði hægt að gera einhverjar áætlanir fram í tímann.  Þegar launin sem greiða …

Kauphöllin

Hlutabréfavísatalan Stoxx Europe 600 náði sína hæsta gilda á föstudaginn og hefur þá hækkað um nærri 70 prósent frá því mars 2020 þegar vísitala fór lægst í upphafi heimsfaraldursins. Vísitala Bloomberg sem fylgist með gengi evrópskra flugfélaga hefur á sama tíma hækkað um 23 prósent. Af stóru evrópsku flugfélögunum er Ryanair það eina þar sem …

Tónlistarmaðurinn hefur á þessum árum lagt inn 689 lög í eigin nafni. En þrátt fyrir afar litlar vinsældir hefur maðurinn fengið útborgaðar um það bil sem svarar 90 milljónum íslenskra króna frá streymisveitunum vegna þess hve oft lögin hafa verið spiluð. Til að fá útborgað um eitt hundrað krónur frá tónlistarstreymisveitu þarf lag að vera …

Árið 2023 varð metár í komum ferðamanna til hinnar fornu, fögru og söguríku Aþenu. Um sjö milljónir erlendra ferðamanna lentu á Aþenu-flugvelli sem kenndur er við Eleftherios Venizelos, 600 þúsundum fleiri en 2019. Bandaríkjamenn voru stærsti hópurinn, ein milljón, en næst á eftir komu 687 þúsund Bretar, 478 þúsund Þjóðverjar, 462 þúsund Frakkar og 410 …

Áætlun Ryanair á komandi sumarvertíð byggir á því að félagið fái að lágmarki 50 nýjar Boeing Max þotur en forstjóri flugfélagsins, Michael O'Leary, er svartsýnn á að það gangi eftir. Nýju þoturnar verði í besta falli fjörutíu en upphaflega hafði Boeing lofað 57 nýjum Max-þotum samkvæmt frétt Bloomberg. „Það hamlar vexti okkar að vita ekki …

Stellantis er einn stærsti bílaframleiðandi heims. Í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag ítrekar Carlos Tavares, forstjóri Stellantis, stuðning samsteypunnar við banni við sölu á bílum knúnum bensíni og dísil árið 2035. Ummælin falla í tilefni af því að margir spá íhaldssveiflu í Evrópuþingskosningum í júní og að í framhaldi af því verði áformum …

Það vakti athygli að fáum dögum eftir lát eins af þekktari ritstjórum The New York Times, Joseph Lelyveld, streymdu inn á Amazon-netverslunina fjölmargar nýjar ævisögur ritstjórans. Lelyveld lést í janúar í ár og þegar bróðir hans Michael fór inn á netið fáum dögum eftir útför Josephs til að sjá hvernig samferðarmenn minntust bróðurins tók hann eftir …