Samfélagsmiðlar

Leiðangursfólk hreinsar fjörur

Samtök leiðangursskipa á norðurslóðum, AECO, eru að hrinda af stað verkefninu Clean Up Iceland sem snýst um hreinsun strandlengju landsins. Áður hefur slíku hreinsunarverkefni verið sinnt á Svalbarða.

Fuglar og fólk í fjöru

Plast ógnar lífríki um allan heim. Stöðugt er framleitt af plasti og alltof hægt gengur að endurvinna það sem til fellur sem rusl. Plastið lifir lengi. Hluti af því er í sjóinn og endar í fiski sem fólk borðar. Íslendingar geta ekki einu sinni keypt innlenda agúrku án þess að með fylgi plast. Mikið af plastruslinu berst að ströndum landsins – að verulegu leyti frá fiskiskipum.

MYND: Hurtigruten

Samtök leiðangursskipa á norðurslóðum, AECO, vilja leggja sitt af mörkum til að vinna gegn plastmenguninni. Verður farþegum leiðangursskipanna gefinn kostur á að fara í land á tilteknum strandsvæðum og tína rusl. Markmiðið er náttúran verði hreinni en þegar að henni var komið. Nýta á leiðangursskipin í þessu skyni. Er þetta liður í átakinu Clean Seas. Öllum er heimilt að slást í hópinn með leiðangursfólkinu.

Endurance, skip National Geographic – MYND: Uavpic

Árið 2022 komu 29 leiðangursskip frá skipafélögum innan AECO til Íslands. Búist er við 34 skipum á þessu ári. Að meðaltali eru um 200 farþegar um borð í þessum skipum.

Kortlagðar hafa verið strendur sem þarfnast hreinsunar og leyfi verið fengið frá yfirvöldum og landeigendum. Leiðangursskip mun liggja við akkeri á meðan gestir fara í land á Zodiac bátum, tína rusl og flytja það um borð í skipið sem færir það í næstu höfn. Verkefnið er unnið í samvinnu við Fjallabyggð, Akureyrarhöfn, Grundarfjarðarhöfn, Sveitafélagið Ölfus, Strandarbyggð, Skagafjarðarhöfn og Reykjaneshöfn.

Smátt og stórt tínt upp – MYND: Hurtigruten

Gyða Guðmundsdóttir er starfsmaður AECO og sinnir samfélagsverkefnum á vegum samtakanna.

Hvers vegna er ákveðið að fara í þetta hreinsunarátak?

„Meðlimir AECO hafa stundað strandhreinsanir á Svalbarða í yfir 20 ár í verkefninu. Með þá góðu reynslu í fararteskinu ákvað AECO að færa sig til Íslands og styðja um leið starf Bláa Hersins.“

Eru farþegar leiðangursskipa meðvitaðir um umhverfisáhrif af ferðalögum þeirra – kannski meðvitaðri en margir aðrir?

„Meðlimir AECO fylgja ströngum leiðbeiningum um náttúru, samfélög, dýralíf og fleira. Gestir um borð fá einnig viðeigandi fræðslu. Auk þess hafa margir gestir leiðangursskipa áhuga á sjálfbærri ferðamennsku. Fræðsla um dýralíf, náttúruvernd, menningarleifar og samfélög eru partur af upplifuninni um borð.“

Nóg er af plastruslinu í fjörum landsins – MYND: Hurtigruten

Verður svona strandhreinsun fastur liður í hringferðum sumarsins hjá skipum samtakanna?

„Strandhreinsun hefur verið partur af leiðangursskipasiglingum í mörg ár víðsvegar um heim og við ætlum okkur að styðja við og formfesta þær á Íslandi. Hreinsanirnar munu einungis fara fram á svæðum þar sem leyfi hefur fengist frá sveitastjórn, hafnarstjórn eða landeigendum og gjarnan í samvinnu við heimafólk sem slæst með í för og hittir gestina í fjörunni. Þarna geta átt sér stað skemmtilegar tengingar milli gesta og heimafólks sem vill skilja betur við náttúruna en þegar að henni var komið.“

Upphafsfundur verkefnisins verður haldinn í Reykjanesbæ 14. mars þar sem fulltrúar frá Bláa Hernum, Landhelgisgæslunni, Umhverfisstofnun, Hurtigruten, Gáru og AECO flytja með erindi. Að fundi loknum verður fjaran á Fitjarströnd í Reykjanesbæ hreinsuð milli klukkan 15 og 17.

Nýtt efni

Starfsfólk í öryggisleit í Leifsstöð og þau sem sinna farþegaflutningum á Keflavíkurflugvelli hafa samþykkt bæði yfirvinnu- og þjálfunarbann og reglulegar vinnustöðvanir frá og með lokum næstu viku. Atkvæðagreiðsla um þessar aðgerðir fór fram í dag og var samþykkt með miklu meirihluta af félagsfólki í Sameyki og Félagi flugmálastarfsmanna ríkisins. Ótímabundið yfirvinnu- og þjálfunarbann tekur gildi …

Arnar Már Magnússon, einn af stofnendum flugfélagsins Play og fyrsti forstjóri þess, hefur verið gerður að aðstoðarforstjóra. Hann mun áfram sinna stöðu framkvæmdastjóra flugrekstrarsviðs en við þeirri stöðu tók hann á nýjan leik í mars í fyrra. „Það hefur verið einstakt að fylgjast með Play slíta barnsskónum og nú stöndum við á tímamótum þar sem …

„Við erum í raun að velta við öllum steinum á kostnaðarhliðinni og höfum fengið til liðs við okkur alþjóðlega ráðgjafa sem eru fremstir í flokki á þessu sviði og hafa unnið með flugfélögum um allan heim, stórum sem smáum," sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í ræðu sinni á ársfundi flugfélagsins í byrjun mars. Ráðgjafafyrirtækið sem vísað …

Það voru 980 nýir fólksbílar skráðir á bílaleigur í nýliðnum mánuði samanborið við 1.017 á sama tíma í fyrra. Samdrátturinn nam því 3,6 prósentum í apríl en fyrstu þrjá mánuði þessa árs nam hann 69,4 prósentum. Þá komu aðeins 418 nýir bílar á götuna í eigu bílaleiga en höfðu verið 1.364 á fyrsta ársfjórðungi í …

Sjálfbærnifulltrúar fyrirtækja og verkefnisstjórar í umhverfismálum, og aðrir starfsmenn með svipaða starfstitla, sinna sífellt mikilvægari og umfangsmeiri viðfangsefnum, enda eru umhverfismál — með tilheyrandi kolefnisbókhaldi, úrgangstölum og markmiðum um minni sóun —farin að spila stóra rullu í öllum rekstri.  Við stefnum á að taka hús á nokkrum slíkum starfskröftum á íslenskum vinnumarkaði á komandi vikum. …

Það voru í boði áætlunarferðir til um 60 erlendra borga frá Keflavíkurflugvelli í apríl en oftast tóku flugvélarnar stefnuna á London, Kaupmannahöfn eða New York. Voru brottfarirnar um sex á dag til bresku höfuðborgarinnar en um einni færri til hinna tveggja samkvæmt ferðagögnum FF7. Í Kaupmannahöfn búa margfalt færri en í heimsborgunum tveimur en engu …

Næstum allir þeir útlendingar sem hér dvelja stuttan tíma eru í fríi því aðeins 2,4 prósent segjast vera í vinnuferð. Þetta sýna niðurstöður könnunar Ferðamálastofu sem framkvæmd var í fyrra. Árið 2019 sögðust 2,9 prósent ferðamanna hafi komið til landsins til að sitja ráðstefnu, fara á vinnufundi eða gera annað sem flokka mætti sem vinnu …

„Það vantar fleiri loftslagsaktívista,“ segir Finnur Ricart Andrason forseti Ungra umhverfissinna. Ungir umhverfissinnar gáfu á dögunum út Handbók loftslagsaktívista, sneysafulla af fróðleik um loftslagsmál. Handbókin er rafræn og aðgengileg á netinu og er yfirlit yfir verkefnin sem blasa við í loftslagsmálum.er yfirlit yfir verkefnin sem blasa við í loftslagsmálum, og hvað þarf að gera til þess að …