Samfélagsmiðlar

Ferðamannaeyja án tengistöðvar

Umferðin um flugvöllinn á Möltu byggir eingöngu á ferðafólki og heimamönnum sjálfum. Maltverjar eins og aðrar aðildarþjóðir ESB styðja breytingar á breyttu viðskiptakerfi með losunarheimildir.

Árið 2019 og 2022 fóru fleiri erlendir ferðamenn á flugvöllinn á Möltu en Keflavíkurflugvöll.

Íslenskir ráðamenn geta ekki sætt sig við þær breytingar sem aðildarríki Evrópusambandsins ætla að gera á viðskiptakerfi með losunarheimildir. Reglurnar ganga í gildi um næstu áramót og munu að óbreyttu leggja hærri álögur á Íslandsflug en flugferðir milli annarra Evrópuríkja. Um leið er hætta á að staða Icelandair og Play versni í samkeppni um farþega á leið yfir Norður-Atlantshafið.

„Þetta er það stórt mál að við getum ekki unað við stöðuna eins og hún er,“ svaraði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, viðskipta- og menningarmálaráðherra, þegar hún var spurð hvort málið væri þess virði að leggja EES-samninginn í hættu.

„Það virðist vera mikill skilningur á því að við viljum taka þátt í þessari vegferð – en að það sé búin til lausn sem tekur mið af ríki sem getur ekki nýtt járnbrautir. Eina leiðin til að fara fram og til baka frá Íslandi er með flugi. Ég er nokkuð vongóð um að það sé að skapast ríkari skilningur fyrir þessari sérstöðu okkar,“ útskýrði ráðherrann.

Íbúar Möltu hafa heldur ekki val um lestarferðir til og frá eyjunni sinni en stjórnvöld þar hafa gefið samþykki sitt fyrir breytingunni. Starfsemi flugvallarins á Möltu snýst heldur ekkert um millilendingar því farþegarnir þar eru annað hvort að koma til eyjunnar eða fara þaðan.

Tengifarþegar eru hins vegar vegamikill hluti af umsvifum Icelandair og Play og þar með Keflavíkurflugvallar. Án þeirra gætu félögin ekki haldið út áætlunarferðum til eins margra áfangastaða og brottfarirnar yrðu ekki eins tíðar. Valkostir ferðamanna á leið til Íslands yrðu því færri.

Lilja í Brussel
Lilja Dögg Alfreðsdóttir á fundi evrópskra flugfélaga í lok mars – Mynd: KS

Stöðu Leifsstöðvar sem tengistöðvar er því ógnað með hertum Evrópureglum um losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi. Metárið 2018 fóru nærri 10 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll og þar af voru tengifarþegarnir um fjórar milljónir.

Þetta var síðasta heila árið sem Wow Air var í loftinu því í mars 2019 fór félagið í þrot.

Í kjölfarið fækkaði farþegunum í Leifsstöð umtalsvert og voru þeir samtals 7,2 milljónir árið 2019 eða jafn margir og fóru um flugstöðina á Möltu. Erlendu ferðamennirnir á Miðjarðarhafseyjunni þetta ár voru samt miklu fleiri eða 2,8 milljónir. Hér taldi ferðamannahópurinn um 2 milljónir þetta ár.

Þrír af hverjum tíu farþegum í Leifsstöð árið 2019 millilentu nefnilega aðeins á leið sinni frá Norður-Ameríku til Evrópu á meðan farþegarnir á Möltu eru bara á leiðinni frá A til B.

Staðan í fyrra var álíka. Þá fóru 5,9 milljónir um flugvöllinn á Möltu og þar af 2,3 milljónir ferðamanna. Á Keflavíkurflugvelli voru farþegarnir 6,1 milljón og ferðamennirnir 1,7 milljónir.

Frá Mellieha á Möltu. Mynd: Nick Fewings / Unsplash

Þess ber þó að geta að um 3 af hverjum 100 ferðamönnum sem taldir eru á Möltu komu þangað sjóleiðina. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að umferðin um flugvöllinn á Möltu skilar mun fleiri ferðamönnum en raunin er hér á landi. Á Möltu búa líka fleiri eða rúmlega hálf milljón manns.

Vægi tengifarþega hefur lækkað

Á sama tíma og íslenskir ráðherrar reyna að sannfæra forsvarsfólk Evrópusambandsins um að aðlaga hinar hertu reglur að íslenskum flugrekstri þá hefur tengifarþegum í þotum Icelandair fækkað mjög eins og Túristi fór yfir í síðustu viku. Hlutfallið á fyrsta ársfjórðungi var aðeins 29 prósent en fór yfir 40 prósent á árunum fyrir heimsfaraldur.

Skýringin á þessu liggur meðal annars í mikill ásókn Bandaríkjamanna í ferðir til Íslands og einnig er vægi íslenskra farþega hjá Icelandair mun hærra en það var fyrir heimsfaraldur.

Það ætti að koma í ljós nú í vor eða byrjun sumars hvort aðildarríki ESB fallist á kröfur íslenskra stjórnvalda um aðlögun losunarkerfisins að íslenskum flugrekstri og legu landsins – þar á meðal Maltverjar, litla eyþjóðin sem fallist hefur á meginstefnuna.

Ef engin undanþága fæst, þá segjast íslensk stjórnvöld vera með Plan B.

Nýtt efni

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …