Samfélagsmiðlar

Ferðamannaeyja án tengistöðvar

Umferðin um flugvöllinn á Möltu byggir eingöngu á ferðafólki og heimamönnum sjálfum. Maltverjar eins og aðrar aðildarþjóðir ESB styðja breytingar á breyttu viðskiptakerfi með losunarheimildir.

Árið 2019 og 2022 fóru fleiri erlendir ferðamenn á flugvöllinn á Möltu en Keflavíkurflugvöll.

Íslenskir ráðamenn geta ekki sætt sig við þær breytingar sem aðildarríki Evrópusambandsins ætla að gera á viðskiptakerfi með losunarheimildir. Reglurnar ganga í gildi um næstu áramót og munu að óbreyttu leggja hærri álögur á Íslandsflug en flugferðir milli annarra Evrópuríkja. Um leið er hætta á að staða Icelandair og Play versni í samkeppni um farþega á leið yfir Norður-Atlantshafið.

„Þetta er það stórt mál að við getum ekki unað við stöðuna eins og hún er,“ svaraði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, viðskipta- og menningarmálaráðherra, þegar hún var spurð hvort málið væri þess virði að leggja EES-samninginn í hættu.

„Það virðist vera mikill skilningur á því að við viljum taka þátt í þessari vegferð – en að það sé búin til lausn sem tekur mið af ríki sem getur ekki nýtt járnbrautir. Eina leiðin til að fara fram og til baka frá Íslandi er með flugi. Ég er nokkuð vongóð um að það sé að skapast ríkari skilningur fyrir þessari sérstöðu okkar,“ útskýrði ráðherrann.

Íbúar Möltu hafa heldur ekki val um lestarferðir til og frá eyjunni sinni en stjórnvöld þar hafa gefið samþykki sitt fyrir breytingunni. Starfsemi flugvallarins á Möltu snýst heldur ekkert um millilendingar því farþegarnir þar eru annað hvort að koma til eyjunnar eða fara þaðan.

Tengifarþegar eru hins vegar vegamikill hluti af umsvifum Icelandair og Play og þar með Keflavíkurflugvallar. Án þeirra gætu félögin ekki haldið út áætlunarferðum til eins margra áfangastaða og brottfarirnar yrðu ekki eins tíðar. Valkostir ferðamanna á leið til Íslands yrðu því færri.

Lilja í Brussel
Lilja Dögg Alfreðsdóttir á fundi evrópskra flugfélaga í lok mars – Mynd: KS

Stöðu Leifsstöðvar sem tengistöðvar er því ógnað með hertum Evrópureglum um losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi. Metárið 2018 fóru nærri 10 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll og þar af voru tengifarþegarnir um fjórar milljónir.

Þetta var síðasta heila árið sem Wow Air var í loftinu því í mars 2019 fór félagið í þrot.

Í kjölfarið fækkaði farþegunum í Leifsstöð umtalsvert og voru þeir samtals 7,2 milljónir árið 2019 eða jafn margir og fóru um flugstöðina á Möltu. Erlendu ferðamennirnir á Miðjarðarhafseyjunni þetta ár voru samt miklu fleiri eða 2,8 milljónir. Hér taldi ferðamannahópurinn um 2 milljónir þetta ár.

Þrír af hverjum tíu farþegum í Leifsstöð árið 2019 millilentu nefnilega aðeins á leið sinni frá Norður-Ameríku til Evrópu á meðan farþegarnir á Möltu eru bara á leiðinni frá A til B.

Staðan í fyrra var álíka. Þá fóru 5,9 milljónir um flugvöllinn á Möltu og þar af 2,3 milljónir ferðamanna. Á Keflavíkurflugvelli voru farþegarnir 6,1 milljón og ferðamennirnir 1,7 milljónir.

Frá Mellieha á Möltu. Mynd: Nick Fewings / Unsplash

Þess ber þó að geta að um 3 af hverjum 100 ferðamönnum sem taldir eru á Möltu komu þangað sjóleiðina. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að umferðin um flugvöllinn á Möltu skilar mun fleiri ferðamönnum en raunin er hér á landi. Á Möltu búa líka fleiri eða rúmlega hálf milljón manns.

Vægi tengifarþega hefur lækkað

Á sama tíma og íslenskir ráðherrar reyna að sannfæra forsvarsfólk Evrópusambandsins um að aðlaga hinar hertu reglur að íslenskum flugrekstri þá hefur tengifarþegum í þotum Icelandair fækkað mjög eins og Túristi fór yfir í síðustu viku. Hlutfallið á fyrsta ársfjórðungi var aðeins 29 prósent en fór yfir 40 prósent á árunum fyrir heimsfaraldur.

Skýringin á þessu liggur meðal annars í mikill ásókn Bandaríkjamanna í ferðir til Íslands og einnig er vægi íslenskra farþega hjá Icelandair mun hærra en það var fyrir heimsfaraldur.

Það ætti að koma í ljós nú í vor eða byrjun sumars hvort aðildarríki ESB fallist á kröfur íslenskra stjórnvalda um aðlögun losunarkerfisins að íslenskum flugrekstri og legu landsins – þar á meðal Maltverjar, litla eyþjóðin sem fallist hefur á meginstefnuna.

Ef engin undanþága fæst, þá segjast íslensk stjórnvöld vera með Plan B.

Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …