Samfélagsmiðlar

Ferðamannaeyja án tengistöðvar

Umferðin um flugvöllinn á Möltu byggir eingöngu á ferðafólki og heimamönnum sjálfum. Maltverjar eins og aðrar aðildarþjóðir ESB styðja breytingar á breyttu viðskiptakerfi með losunarheimildir.

Árið 2019 og 2022 fóru fleiri erlendir ferðamenn á flugvöllinn á Möltu en Keflavíkurflugvöll.

Íslenskir ráðamenn geta ekki sætt sig við þær breytingar sem aðildarríki Evrópusambandsins ætla að gera á viðskiptakerfi með losunarheimildir. Reglurnar ganga í gildi um næstu áramót og munu að óbreyttu leggja hærri álögur á Íslandsflug en flugferðir milli annarra Evrópuríkja. Um leið er hætta á að staða Icelandair og Play versni í samkeppni um farþega á leið yfir Norður-Atlantshafið.

„Þetta er það stórt mál að við getum ekki unað við stöðuna eins og hún er,“ svaraði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, viðskipta- og menningarmálaráðherra, þegar hún var spurð hvort málið væri þess virði að leggja EES-samninginn í hættu.

„Það virðist vera mikill skilningur á því að við viljum taka þátt í þessari vegferð – en að það sé búin til lausn sem tekur mið af ríki sem getur ekki nýtt járnbrautir. Eina leiðin til að fara fram og til baka frá Íslandi er með flugi. Ég er nokkuð vongóð um að það sé að skapast ríkari skilningur fyrir þessari sérstöðu okkar,“ útskýrði ráðherrann.

Íbúar Möltu hafa heldur ekki val um lestarferðir til og frá eyjunni sinni en stjórnvöld þar hafa gefið samþykki sitt fyrir breytingunni. Starfsemi flugvallarins á Möltu snýst heldur ekkert um millilendingar því farþegarnir þar eru annað hvort að koma til eyjunnar eða fara þaðan.

Tengifarþegar eru hins vegar vegamikill hluti af umsvifum Icelandair og Play og þar með Keflavíkurflugvallar. Án þeirra gætu félögin ekki haldið út áætlunarferðum til eins margra áfangastaða og brottfarirnar yrðu ekki eins tíðar. Valkostir ferðamanna á leið til Íslands yrðu því færri.

Lilja í Brussel
Lilja Dögg Alfreðsdóttir á fundi evrópskra flugfélaga í lok mars – Mynd: KS

Stöðu Leifsstöðvar sem tengistöðvar er því ógnað með hertum Evrópureglum um losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi. Metárið 2018 fóru nærri 10 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll og þar af voru tengifarþegarnir um fjórar milljónir.

Þetta var síðasta heila árið sem Wow Air var í loftinu því í mars 2019 fór félagið í þrot.

Í kjölfarið fækkaði farþegunum í Leifsstöð umtalsvert og voru þeir samtals 7,2 milljónir árið 2019 eða jafn margir og fóru um flugstöðina á Möltu. Erlendu ferðamennirnir á Miðjarðarhafseyjunni þetta ár voru samt miklu fleiri eða 2,8 milljónir. Hér taldi ferðamannahópurinn um 2 milljónir þetta ár.

Þrír af hverjum tíu farþegum í Leifsstöð árið 2019 millilentu nefnilega aðeins á leið sinni frá Norður-Ameríku til Evrópu á meðan farþegarnir á Möltu eru bara á leiðinni frá A til B.

Staðan í fyrra var álíka. Þá fóru 5,9 milljónir um flugvöllinn á Möltu og þar af 2,3 milljónir ferðamanna. Á Keflavíkurflugvelli voru farþegarnir 6,1 milljón og ferðamennirnir 1,7 milljónir.

Frá Mellieha á Möltu. Mynd: Nick Fewings / Unsplash

Þess ber þó að geta að um 3 af hverjum 100 ferðamönnum sem taldir eru á Möltu komu þangað sjóleiðina. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að umferðin um flugvöllinn á Möltu skilar mun fleiri ferðamönnum en raunin er hér á landi. Á Möltu búa líka fleiri eða rúmlega hálf milljón manns.

Vægi tengifarþega hefur lækkað

Á sama tíma og íslenskir ráðherrar reyna að sannfæra forsvarsfólk Evrópusambandsins um að aðlaga hinar hertu reglur að íslenskum flugrekstri þá hefur tengifarþegum í þotum Icelandair fækkað mjög eins og Túristi fór yfir í síðustu viku. Hlutfallið á fyrsta ársfjórðungi var aðeins 29 prósent en fór yfir 40 prósent á árunum fyrir heimsfaraldur.

Skýringin á þessu liggur meðal annars í mikill ásókn Bandaríkjamanna í ferðir til Íslands og einnig er vægi íslenskra farþega hjá Icelandair mun hærra en það var fyrir heimsfaraldur.

Það ætti að koma í ljós nú í vor eða byrjun sumars hvort aðildarríki ESB fallist á kröfur íslenskra stjórnvalda um aðlögun losunarkerfisins að íslenskum flugrekstri og legu landsins – þar á meðal Maltverjar, litla eyþjóðin sem fallist hefur á meginstefnuna.

Ef engin undanþága fæst, þá segjast íslensk stjórnvöld vera með Plan B.

Nýtt efni

Heldur færri beiðnum um vegabréfsáritun var hafnað á Schengen-svæðinu 2023 miðað við árið á undan, 1,6 milljónum eða 15,8 prósentum af heildarfjölda áritana í stað 17,9 prósenta. Flestum beiðnum var að venju hafnað í Frakklandi eða 436.893, samkvæmt frétt SchengenNews, en Frakkar taka líka við flestum beiðnum. Þau ríki sem koma næst á eftir á …

Þegar nýtt íslenskt flugfélag fer í loftið þá er Kaupmannahöfn ávallt meðal fyrstu áfangastaða. Þannig var það í tilfelli Iceland Express, sem þó var ekki fullgilt flugfélag, Wow Air og Play. Hjá öllum þremur var stefnan ekki sett á Stokkhólm fyrr en fleiri þotur höfðu bæst í flotann. Play fór sína fyrstu ferð til sænsku …

Árið 2023 varð landsvæði sem nam tvöfaldri stærð Lúxemborgar eldum að bráð í Evrópu - meira en hálf milljón hektara gróðurlendis eyðilagðist. Samkvæmt upplýsingum Evrópska upplýsingakerfins um gróðurelda (European Forest Fire Information System - EFFIS) voru 37 prósent umrædds lands þakin runnum og harðblaðaplöntum en á 26 prósentum óx skógur.  Auk gríðarlegs tjóns vistkerfisins fylgdu …

Kopar er nú meðal eftirsóttustu hráefna í iðnaði og verð á honum hækkar ört - svipað og gerðist með hráolíuna á áttunda áratugnum eftir að olíuframleiðendur í Arabalöndunum settu viðskiptabann á Bandaríkin og bandalagsríki þeirra vegna stuðnings við Ísrael í Yom Kippur-stríðinu. Mikil hækkun á verði kopars á mörkuðum skýrist raunar að hluta af auknum …

Ísland komst fyrst á kortið hjá United Airlines vorið 2018 þegar félagið hóf áætlunarflug hingað frá New York. Síðar bætti bandaríska flugfélagið við ferðum hingað frá Chicago og í báðum tilvikum voru brottfarir í boði frá frá vori og fram á haust. Í fyrra varð ekkert út Íslandsflugi United frá New York en í lok …

Ferjan Sæfari leggst að bryggju í Sandvík, þorpi Grímseyjar, um hádegisbil eftir um þriggja klukkustunda siglingu frá Dalvík. Ferjan stoppar ekki lengi í eyjunni í þetta sinn heldur leggur aftur af stað frá Grímsey klukkan 14. Dagsferðalangar í Grímsey á veturna stoppa því aðeins í tæpar tvær klukkustundir í eyjunni en leggja á sig meira …

Mótun ferðamálastefnu fyrir Ísland til ársins 2030 var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira en 100 manns að þeirri vinnu. Drög að tillögu til þingsályktunar voru birti í febrúar og …

Þrátt fyrir takmarkað framboð á flugi innan Evrópu þá eru fargjöld ekki á uppleið og verðþróunin er neytendum í hag nú í sumarbyrjun að sögn forstjóra og fjármálastjóra Ryanair sem kynntu nýtt ársuppgjör félagsins nú í morgun. Reikningsár þessa stærsta lágfargjaldaflugfélags Evrópu lauk í lok mars sl. og þar var niðurstaðan hagnaður upp á 1,9 …