Samfélagsmiðlar

Enn óljóst hvort íslenskt flug fái undanþágu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur í bréfum til ráðamanna í Evrópu lýst „þungum áhyggjum" af áhrifum nýrra reglna sem draga eiga úr mengun vegna flugferða.

Tugmilljarða framkvæmdir við stækkun Keflavíkurflugvallar og tiltrú fjárfesta á Icelandair og Play byggjast að miklu leyti á legu Íslands og kostum þess að millilenda hér á leiðinni milli Evrópu og Norður-Ameríku. Auknar álögur á flugumferð, til að draga úr losun, gætu þó lagt haft neikvæð áhrif á verð á Íslandsflugi og samkeppnisstöðu íslenskra flugfélaga.

Íslenskir flugrekendur og Isavia lýstu í fyrra yfir miklum áhyggjum af stöðu sinni vegna hertari aðgerða Evrópusambandsins til að stemma stigu við mengun vegna flugsamgangna. Annars vegar með því að fella niður fríar losunarheimildir og hins vegar með aukinni kröfu um notkun á sjálfbæru eldsneyti.

Þessar nýju reglur eiga að taka gildi í byrjun næsta árs og eru þær hluti af svokallaðri Fit for 55 aðgerðaáætlun ESB en markmið henner er að draga úr kolefnislosun innan Evrópu um 55 prósent fyrir árið 2030.

Kaup á losunarheimildum vega nú þegar orðið þungt í rekstri íslenskra flugfélaga enda hefur verðið á þessum heimildum hækkað hratt síðustu ár. Ef fríu heimildirnar hverfa þá má ljóst má vera að losunarkvótar verða ennþá hærri kostnaðarliður fyrir evrópsk flugfélög. Sérstaklega á það við um íslensku flugfélögin þar sem þau þurfa, vegna fjarlægðar Íslands, að fljúga lengri leiðir innan Evrópu en flugfélög annarra ríkja.

Hátt í fjórir af hverjum tíu farþegum á Keflavíkurflugvelli eru svokallaðir tengifarþegar -Mynd: ÓJ

Þessar breytingar myndu ekki eingöngu auka kostnað af áætlunarflugi Icelandair og Play innan Evrópu heldur líka gera flugfélögunum tveimur erfiðara um vik í samkeppni við evrópsk og amerísk flugfélög í ferðum milli Evrópu og Norður-Ameríku. 

Í umsögn Icelandair um þessar breytingar er til að mynda haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra, að innleiðing reglnanna myndi leggja þyngri byrðar á íslenska flugrekendur en aðra innan Evrópska efnahagssvæðisins. Að öllu óbreyttu verða Icelandair og Play nefnilega að greiða evrópska losunargjaldið frá meginlandi Evrópu til Íslands en í flugi héðan til Norður-Ameríku yrði mengunarálagið aftur alþjóðlegt en það er töluvert lægra en það evrópska.

Keppinautar íslensku flugfélaganna munu aftur á móti aðeins þurfa að greiða lægra gjaldið enda fljúga þau beint frá meginlandi Evrópu og til Norður-Ameríku. Millilendingin hér á landi eykur því álögurnar verulega á Icelandair og Play eins og frumvarpið er í dag.

Evrópsk flugfélög gætu þurft að borga gjald af allri losun innan álfunnar.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sendi á síðasta ári bréf til forseta framkvæmdastjórnar ESB, forseta leiðtogaráðsins og allra leiðtoga aðildarríkjanna þar sem hún lýsti „þungum áhyggjum“ af áhrifum fyrirliggjandi tillagna á fjarlæg eyríki sem reiða sig algerlega flugsamgöngur við önnur ríki.

Einnig kom forsætisráðherra því á framfæri að fyrrnefndar tillögur muni hafa neikvæðari áhrif á verð á Íslandsflugi en annað Evrópuflug. Það ætti þá líka við um áætlunarferðir erlendra flugfélaga til Íslands og þar með gera ferðalög hingað til lands dýrari en ella.

„Forsætisráðherra benti á að flug og tengdar greinar leggja allt að 14 prósent til þjóðarframleiðslu Íslands og að skert samkeppnisstaða Íslands í flugi myndi hafa alvarleg áhrif á hagkerfið og tíðni flugsamgangna við landið,“ sagði í frétt á vef stjórnarráðsins í fyrra. 

Í dsember náðist bráðabirgasamkomlag í viðræðum framkvæmdastjórnar ESB, Evrópuþingsins og ráðherraráðs ESB um að breytingum verði ýtt úr vör á næsta ári. Samkvæmt svörum frá Brussel, við fyrirspurn Túrista, þá þurfa aðildarríki ESB nú formlega að samþykkja breytingarnar og í framhaldinu taka við umræður um hvernig reglurnar verða innleiddar á öllu EES-svæðinu. Þar getur Ísland komið sínum sjónarmiðum á framfæri.

Að því er segir á vef Stjórnarráðsins er málið á forgangslista ríkisstjórnarinnar.

Nýtt efni

Aspasinn fyrirfinnst í þremur litbrigðum – hvítur, grænn og fjólublár. Hér er í raun um að ræða sömu plöntuna en afbrigðin hafa ólíka eiginleika og ræðst liturinn af því ásamt hlutfalli sólarljóss við ræktunina. Þetta næringarríka grænmeti er ein þeirra matjurta sem maðurinn hóf fyrst að rækta en elstu heimildir um aspasræktun eru um 2.000 …

Það voru vísbendingar um offramboð á flugi héðan til London og Frankfurt síðastliðinn vetur að mati stjórnenda Icelandair. Nú er hins vegar útlit fyrir nokkru færri brottfarir til beggja þessara borga á komandi vetri. Þannig hefur Wizz Air ekki lengur á boðstólum flug til Íslands frá London og þar með dregst framboð á flugi hingað …

Ferðaskrifstofur sem selja Íslandsferðir horfa nú í auknum mæli á eftir viðskipavinunum til Noregs þar sem verðlagið er skárra. Norskir ferðafrömuðir eru líka brattir í viðtölum þessa dagana og almennt sammála um að nýliðinn vetur hafi gengið vel og sumarið verði „dúndurgott" eins og það síðasta. Og opinberar tölur sýna að veturinn gekk vel í …

Þrotabú Wow Air hefur höfðað 11 riftunarmál vegna greiðslna til kröfuhafa flugfélagsins fyrir gjaldþrot þess í mars 2019. Fyrrum forstjóra flugfélagsins og eigenda, Skúla Mogensen, er stefnt til greiðslu skaðabóta í öllum þessum málum. Auk þess er farið fram á skaðabætur frá fyrrum stjórn fyrirtækisins í níu málum. Í stjórninni sátu Liv Bergþórsdóttir, sem var …

Þingmennirnir Jóhann Páll Jóhannsson (S) og Óli Björn Kárason (D) eru ekki bjartsýnir á að Alþingi nái að afgreiða þingsályktuntillögu Lilju Alfreðsdóttur (B), ráðherra ferðamála, um nýja ferðamálastefnu til ársins 2030. Þetta kom fram í máli þingmannanna í pallborðsumræðum á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar í fyrradag. Ráðherrann tók líka þátt í pallborðinu og átti þar lokaorðin. …

Verðlag í evrópskum matvöruverslunum var almennt hærra í nýliðnum apríl en það var á sama tíma í fyrra. Íbúar í Tékklandi, Litháen, Ungverjalandi, Slóveníu og Finnlandi borga þó minna í dag fyrir mat og drykk en þeir gerðu á fyrra samkvæmt nýrri verðmælingu á vegum Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Í Tyrklandi hækkar verðlag hratt og fór …

Samkeppnisstofnun Evrópusambandsins hefur sektað bandaríska sælgætisrisann Mondelez um 337,5 milljónir evra eða 47 milljarða íslenskra króna fyrir óeðlilega viðskiptahætti. Er Mondelez fellt fyrir að hafa skipt evrópska markaðnum upp og takmarkað flutning á vörum sínum milli landa á árunum 2015 til 2019. Tilgangurinn var að halda vöruverði uppi að því segir í tilkynningu frá Framkvæmdastjórn …

Spænska lágfargjaldaflugfélagið Vueling heldur áfram að fækka ferðum til Íslands en þotur þess flugu hingað þrisvar í viku frá Barcelona síðastliðið sumar og svo eina til tvær ferðir í viku yfir nýliðinn vetur. Sumaráætlun Vueling í ár gerir aðeins ráð fyrir brottförum frá Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöldum frá 23. júní til 8. september. Eftir þann tíma …