Samfélagsmiðlar

„Maður sýnir ekki plan B“

„Þetta er eitt mikilvægasta mál sem Ísland stendur frammi fyrir," sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra, í Brussel í morgun um boðaðar breytingar á viðskiptakerfi með losunarheimildir frá flugi. Hún er vongóð um að tekið verði tillit til hagsmuna Íslands en vill ekkert segja hvaða afleiðingar það hefði á stöðu Íslands innan EES ef breytingar nást ekki fram.

Lilja í Brussel

Lilja Dögg Alfreðsdóttir á fundi Airlines4Europe í morgun.

Evrópuþingið samþykkti í lok síðasta árs auknar álögur á losun frá flugi. Íslensk stjórnvöld hafa síðustu misseri reynt að að hafa áhrif á þessar breytingar þar sem þær munu leggja þyngri byrðar á íslensk flugfélög en önnur evrópsk. Ástæðan er meðal annars sú að rekstur Icelandair, Play og Keflavíkurflugvallar byggist á tengiflugi milli Evrópu og Norður-Ameríku.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, kom inn á þessa stöðu í pallborðsumræðum á fundi evrópskra flugfélaga í Brussel í dag. Túristi var á fundinum og ræddi við ráðherra að honum loknum.

„Við viljum taka þátt í því að gera flugiðnaðinn grænni og þegar við skoðum hvað er að gerast þá eru vélarnar sem Icelandair og fleiri eru að nota sparneytnari og losa minna. Álagning á íslensku flugfélögin verður mun meiri en til að mynda á flugi til og frá tengimiðstöðinni í Frankfurt. Það virðist vera mikill skilningur á því að við viljum taka þátt í þessari vegferð – en að það sé búin til lausn sem tekur mið af ríki sem getur ekki nýtt járnbrautir. Eina leiðin til að fara fram og til baka frá Íslandi er með flugi. Ég er nokkuð vongóð um að það sé að skapast ríkari skilningur fyrir þessari sérstöðu okkar. Þessi samtöl ganga vel,” sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir í Brussel í dag að loknum fundi hagsmunasamtaka evrópskra flugfélaga.

Þið hafið ekki langan tíma? Það þarf að ganga frá þessu á næstu mánuðum enda ganga nýju reglurnar í gildi um næstu áramót. Það hefur komið fram í máli utanríkisráðherra að það komi ekki til greina að hleypa þessum reglum óbreyttum inn í EES samninginn. Hvaða afleiðingar hefði það að samþykkja þetta ekki?

„Ég tel að við nálgumst lausn á þessu: Að miðað verði við fjarlægðina, flug til Íslands er að jafnaði 2.200 km en 850 km milli annarra landa í Evrópu að meðaltali. Ég myndi telja skynsamlegt að koma með leið sem tekur mið af fjarlægðinni og samkeppnishæfni flugfélaganna verði jöfnuð út frá því.” 

Það hefur samt ekki tekist að koma þessari leið að hingað til og nú er Evrópuþingið búið að samþykkja breyttar reglur.

„Núna erum við að fara í þetta á vettvangi EES og við munum koma með tillögu sem miðar að því að verja okkar þjóðarhagsmuni. Þetta er eitt mikilvægasta mál sem Ísland stendur frammi fyrir. Um 14 prósent af landsframleiðslu tengist flugiðnaði og 30 prósent af gjaldeyristekjunum. Þannig að við munum ekki geta unað við þessa útfærslu en ég er vongóð um að það komi til breytingar.”

Morgunsól í mars á Keflavíkurflugvelli – MYND: ÓJ

Er Ísland samt ekki komið upp við vegg úr því að ferlið er komið þetta langt innan ESB?

„Ég er sannfærð um að það verði fundin farsæl lausn.”

Eruð þið með plan B – ef ekki finnst viðunandi lausn ?

„Já, það er alltaf plan B. Maður sýnir ekki plan B.”

Ef Ísland beitir neitunarvaldi er þá ekki hætta á að við missum rétt til frjálsra vöru- og fólksflutninga innan Evrópu?

„Ég tel að við þurfum að berjast fyrir hagsmunum lands og þjóðar eins og stjórnvöld á Íslandi gera ævinlega. Við leggjum mikla áherslu á fjórfrelsið í EES-samningnum og það er ekki svo að það sé ekki skilningur á efnahagslegu mikilvægi málsins. Núna erum við að fara inn í þátt EES og erum í samtölum og viðræðum. Ég ítreka að þau viðbrögð sem við höfum fengið, til að mynda á fundum hér í Brussel morgun, eru góð.”

Flugvélar á Keflavíkurflugvelli – MYND: ÓJ

Málið er samt ekki nýtilkomið á dagskrá og Ísland hefur ekki fengið sínu framgengt hingað til. En þú átt von á að það breytist núna á síðustu metrunum?

„Já.”

Er þetta mál það stórt að það er þess virði að leggja EES-samninginn í hættu?

Þetta er það stórt mál að við getum ekki unað við stöðuna eins og hún er.

Ef við fáum ekki okkar framgengt, hvað þá?

„Ég ætla ekki að fara í svona spekúlasjónir.”

En þið hljótið að hafa velt því fyrir ykkur?

„Að sjálfsögðu erum við að gera það. Ég get ekki farið yfir það. Ég er bara að segja að við getum ekki unað við stöðuna eins og hún er og erum að mæta skilningi á þeim sjónarmiðum. Ég átti mjög góðan fund hér í morgun og forsætisráðherra hefur rætt við Olaf Scholz, Þýskalandskanslara, og Ursulu von der Leyen, forseta Framkvæmdastjórnar ESB. Sendiráðið er á fullu í hagsmunagæslu fyrir okkur þannig að spyrjum að leikslokum. Við erum alla vega að vinna okkar heimavinnu.”

Nýtt efni

Árið 1952 kom út bók á Ítalíu sem bar þann fallega titil Allir okkar liðnu dagar. Í rauninni heitir bókin á ítalska frummálinu Tutti i nostri ieri, sem í beinni þýðingu væri: Allir okkar gærdagar. Bókin sem var skrifuð af ítalska rithöfundinum Natalia Ginzburg var meira eða minna gleymd af heiminum. Árið 2023 gekk bókin skyndilega og …

Amalfiströndin eða Costiera Amalfitana í Campania-héraði er talin meðal mest heillandi ferðamannaslóða Ítalíu. Ströndin snýr að Salernoflóa og Tyrrenahafi, litríkir bæirnir kúra undir bröttum hlíðum Sorrentine-skaga og hafa laðað til sín gesti víða að frá 18. öld, fyrst fína fólkið en síðan fjölbreyttari mannflóru. Yfirvöld vilja fá enn fleiri gesti og unnið er að því …

„Lítil umferð kemur sér vel. En ef bílum fjölgar mikið þá verður þetta verra því vegirnir eru ekki hannaðir fyrir bæði bíla og hjól,“ segir Tyler Wacker hjá fyrirtækinu „Cycling Westfjords“ á Ísafirði, sem bæði býður upp á þjónustu fyrir hjólreiðafólk og heldur úti „Arna Westfjords Way Challenge“, 960 kílómetra hjólreiðakeppni eftir Vestfjarðaleiðinni svokallaðri. „En …

Ítalía var mesta vínframleiðsluland heims 2023 en þurfti að sætta sig við að sala dróst saman. Það var reyndar staðan hjá flestum vínframleiðsluþjóðunum. Nú liggja fyrir tölur frá helstu markaðslöndum ítalskra vínframleiðenda: Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi, Kanada og Japan, en samanlagður útflutningur til þessara landa nemur 56 prósentum af heildinni. Til samanburðar vega þessi markaðslönd 50 prósent …

Hann var nýorðinn 14 ára gamall þegar eitt af stóru félögunum í Belgíu, Genk, hafði samband við hann og bauð honum pláss í fótboltaakademíunni sem hafði þá mjög góðan orðstír. Það tók Kevin de Bruyne nokkurn tíma að sannfæra foreldra sína um að það væri góð hugmynd fyrir hann að flytja frá Drongen til að …

Play leitar nú fjárfesta sem vilja leggja félaginu til 1,4 milljarða króna í það minnsta. Stærstu hluthafarnir hafa gefið vilyrði sitt fyrir innspýtingu upp á 2,6 milljarða kr. en sú viðbót er háð því skilyrði að það safnist alla vega 4 milljarðar í nýtt hlutafé. Áður höfðu stjórnendur Play gefið út að þeir þyrftu þrjá …

Mikil umferð farþega var um evrópska flugvelli í janúar, víða fór farþegafjöldinn fram úr því sem var í sama mánuði 2019. Um 46 flugvöllum á Spáni, sem AENA starfrækir, var farþegafjöldinn 18,6 milljónir, sem er 10 prósentum fleiri en í janúar í fyrra. Flestir fóru um flugvöllinn í Madríd nú í janúar síðastliðnum, nærri 4,8 …

Það sem af er ári hefur hægt á eftirspurn á rafbílamarkaði heimsins og framleiðendur bregðast við með því að segja upp starfsfólki, minnka framleiðslukostnað og breyta áætlunum sínum. Þetta bakslag gæti seinkað orkuskiptum í vegasamgöngum.  Þýski gæðabílaframleiðandinn Mercedes-Benz tilkynnti í gær að markmiðum um rafbílavæðingu yrði frestað um fimm ár og sjá til þess að …