Samfélagsmiðlar

Dónalegar flugfreyjur reknar

Flugfélagið Cathay Pacific í Hong Kong rak þrjár flugfreyjur vegna þess að þær hæddust að kínverskum farþegum vegna slakrar enskukunnáttu þeirra. Flugfélagið hefur beðist afsökunar á þessum brotum á siðareglum og segir að farið verði rækilega í saumana á þjónustu félagsins.

Flogið yfir Hong Kong

Cathay Pacific er stærsta flugfélagið í Hong Kong og var í hópi þeirra flugfélaga í heiminum sem nutu mestrar velgengi á árunum fyrir heimsfaraldurinn. Hinsvegar settu Covid-19 og pólitísk óvissa um framtíð Hong Kong strik í reikninginn. Um síðustu áramót var því þó spáð að bjartari tímar væru framundan. Það hefur gengið eftir það sem af er ári. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins flutti Cathay Pacific 3,7 prósentum fleiri farþega en í sömu mánuðum í fyrra. Stærstu eigendur Cathay Pacific eru breska fjárfestingafélagið Swire Pacific (42.3%) og kínverska ríkisflugfélagið Air China (28.2%). 

Flugvélar Cathay Pacific á flugvellinum í Hong Kong – MYND: Al Reile Dela Torre / Unsplash

Atburðir sem urðu um borð í flugvél Cathay Pacific á leið frá Chengdu í Suðvestur-Kína til Hong Kong síðastliðinn sunnudag vöktu hörð viðbrögð víða og forráðamenn félagsins og sjálfsstjórnarhéraðsins voru ekki hikandi í viðbrögðum sínum til að verja orðsporið.

Farþegi um borð í umræddri flugvél sagði frá því í netfærslu að flugfreyjur um borð hefðu verið að tuða sín í milli á ensku og kantónsku um farþegana um borð. Upptaka náðist af því þegar flugfreyjurnar gerðu grín að lélegri enskukunnáttu – að farþegarnir væru svo lélegir í ensku að þeir bæðu um gólfteppi (carpet) en ekki ábreiðu (blanket). Á upptökunni heyrist ein flugfreyjan segja hreint út við farþega: „Ef þú getur ekki sagt blanket á ensku þá getur þú ekki fengið svoleiðis. Carpet er nefnilega þetta sem er á gólfinu. Þú mátt leggjast þar ef þú vilt.“

Þessi upptaka fór víða og olli miklu uppnámi á samfélagsmiðlum. 

Götumynd frá Hong Kong – MYND: Chromatograph / Unsplash

Þessi dónaskapur starfsfólks um borð í flugvélinni er hneisa og álitshnekkir fyrir Cathay Pacific sem hefur verið að ná vopnum sínu að nýju eftir erfið ár sem einkennst hafa af aflýstum flugferðum, ströngum sóttvarnaraðgerðum og uppsögnum starfsfólks. Auk þess þurfa Hong Kong-búar auðvitað að gæta sín á því að styggja ekki granna sína. Æðsti stjórnandi sjálfsstjórnarsvæðisins Hong Kong, John KC Lee, sagði umbúðalaust að mismunun væri ekki þoluð hjá Cathay Pacific. Þessi atvik væru alvarleg og myndu ekki endurtaka sig. Hann sagði á Facebook-síðu sinni að orð og framganga flugfreyjanna hefðu sært tilfinningar landa þeirra – bæði í Hong Kong og á meginlandi Kína. Hefðir, gildismat og kurteisisvenjur hefðu verið brotnar. 

Síða John KC Lee á Facebook – MYND: Facebook

Mikilli hneykslun var lýst á þessu atviki um borð í flugvél Cathay Pacific í ríkisfjölmiðlinum People’s Daily í Kína og fordómum í garð kínverskumælandi farþega, Flugfélagið sjálft var gagnrýnt fyrir kúltúrinn sem þar ríkti. Í honum fælist að upphefja útlendinga og íbúa Hong Kong á kostnað fólks af meginlandinu. Ekki dygði að biðjast afsökunar heldur yrði að uppræta þessa ómenningu og setja skýrar reglur til að fylgja. Hong Kong-búar yrðu að láta af aðdáun sinni á ensku og hætta að fyrirlíta kínversku. 

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …