Samfélagsmiðlar

Dónalegar flugfreyjur reknar

Flugfélagið Cathay Pacific í Hong Kong rak þrjár flugfreyjur vegna þess að þær hæddust að kínverskum farþegum vegna slakrar enskukunnáttu þeirra. Flugfélagið hefur beðist afsökunar á þessum brotum á siðareglum og segir að farið verði rækilega í saumana á þjónustu félagsins.

Flogið yfir Hong Kong

Cathay Pacific er stærsta flugfélagið í Hong Kong og var í hópi þeirra flugfélaga í heiminum sem nutu mestrar velgengi á árunum fyrir heimsfaraldurinn. Hinsvegar settu Covid-19 og pólitísk óvissa um framtíð Hong Kong strik í reikninginn. Um síðustu áramót var því þó spáð að bjartari tímar væru framundan. Það hefur gengið eftir það sem af er ári. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins flutti Cathay Pacific 3,7 prósentum fleiri farþega en í sömu mánuðum í fyrra. Stærstu eigendur Cathay Pacific eru breska fjárfestingafélagið Swire Pacific (42.3%) og kínverska ríkisflugfélagið Air China (28.2%). 

Flugvélar Cathay Pacific á flugvellinum í Hong Kong – MYND: Al Reile Dela Torre / Unsplash

Atburðir sem urðu um borð í flugvél Cathay Pacific á leið frá Chengdu í Suðvestur-Kína til Hong Kong síðastliðinn sunnudag vöktu hörð viðbrögð víða og forráðamenn félagsins og sjálfsstjórnarhéraðsins voru ekki hikandi í viðbrögðum sínum til að verja orðsporið.

Farþegi um borð í umræddri flugvél sagði frá því í netfærslu að flugfreyjur um borð hefðu verið að tuða sín í milli á ensku og kantónsku um farþegana um borð. Upptaka náðist af því þegar flugfreyjurnar gerðu grín að lélegri enskukunnáttu – að farþegarnir væru svo lélegir í ensku að þeir bæðu um gólfteppi (carpet) en ekki ábreiðu (blanket). Á upptökunni heyrist ein flugfreyjan segja hreint út við farþega: „Ef þú getur ekki sagt blanket á ensku þá getur þú ekki fengið svoleiðis. Carpet er nefnilega þetta sem er á gólfinu. Þú mátt leggjast þar ef þú vilt.“

Þessi upptaka fór víða og olli miklu uppnámi á samfélagsmiðlum. 

Götumynd frá Hong Kong – MYND: Chromatograph / Unsplash

Þessi dónaskapur starfsfólks um borð í flugvélinni er hneisa og álitshnekkir fyrir Cathay Pacific sem hefur verið að ná vopnum sínu að nýju eftir erfið ár sem einkennst hafa af aflýstum flugferðum, ströngum sóttvarnaraðgerðum og uppsögnum starfsfólks. Auk þess þurfa Hong Kong-búar auðvitað að gæta sín á því að styggja ekki granna sína. Æðsti stjórnandi sjálfsstjórnarsvæðisins Hong Kong, John KC Lee, sagði umbúðalaust að mismunun væri ekki þoluð hjá Cathay Pacific. Þessi atvik væru alvarleg og myndu ekki endurtaka sig. Hann sagði á Facebook-síðu sinni að orð og framganga flugfreyjanna hefðu sært tilfinningar landa þeirra – bæði í Hong Kong og á meginlandi Kína. Hefðir, gildismat og kurteisisvenjur hefðu verið brotnar. 

Síða John KC Lee á Facebook – MYND: Facebook

Mikilli hneykslun var lýst á þessu atviki um borð í flugvél Cathay Pacific í ríkisfjölmiðlinum People’s Daily í Kína og fordómum í garð kínverskumælandi farþega, Flugfélagið sjálft var gagnrýnt fyrir kúltúrinn sem þar ríkti. Í honum fælist að upphefja útlendinga og íbúa Hong Kong á kostnað fólks af meginlandinu. Ekki dygði að biðjast afsökunar heldur yrði að uppræta þessa ómenningu og setja skýrar reglur til að fylgja. Hong Kong-búar yrðu að láta af aðdáun sinni á ensku og hætta að fyrirlíta kínversku. 

Nýtt efni

Vorið 2021, stuttu áður en Play fór í loftið í fyrsta sinn, efndi félagið til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Í kjölfarið voru bréfin skráð á First North Growth í Kauphöllinni en um þann markað gilda ekki eins strangar reglur og Aðalmarkað Nasdaq. Í tengslum síðustu hlutafjáraukningu, sem lauk í apríl síðastliðnum, var …

Viðkiptastríð vesturveldanna og Kína heldur áfram að þyngjast því fyrr í dag gaf Evrópusambandið út að 38,1 prósent innflutningstollar yrðu lagðir á kínverska rafbíla frá og með næsta mánuði. Sú hækkun bætist við þann 10 prósent toll sem í dag ríkir á innflutning rafbíla frá Kína til aðildarríkja ESB. Þessi viðbótartollur hefur verið yfirvofandi síðustu …

Það var í júní 2014 sem breska lággjaldaflugfélagið Flybe, sem nú er gjaldþrota, hóf áætlunarflug til Íslands frá Birmingham. Flugleiðin stóð ekki undir væntingum stjórnenda Flyby og var lögð niður eftir níu mánuði. Þá tók Icelandair við keflinu og hélt úti tíðum ferðum milli Íslands og þessarar næstfjölmennustu borgar Bretlands fram í ársbyrjun 2018. Síðan …

Í Bandaríkjunum eru lestarsamgöngur ekki eins góðar og í Evrópu og þurfa þeir sem ætla að sækja komandi landsfundi Demókrata og Repúblikana annað hvort að keyra eða fljúga á fundarstað. Af þeim sökum hefur bandaríska flugfélagið United Airlines bætt við 118 flugferðum til og frá Chicago í ágúst í tilefni af landsfundi Demókrata. Repúblikanar hittast …

Gistináttagjald upp á 400 krónur (2,7 evrur) verður lagt á í Færeyjum frá og með október á næsta ári. Um leið verða allir þeir sem koma til eyjanna með skemmtiferðaskipum að greiða 1.300 króna gjald (9 evrur). Allar tekjur af þessari nýju gjaldtöku renna í sérstakan náttúruverndarsjóð að því segir í tilkynningu. Sá sjóður verður …

Talning á brottfararfarþegum á Keflavíkurflugvelli gefur vísbendingu um að erlendum ferðamönnum hér á landi hafi fækkað um tvö prósent í nýliðnum maí í samanburði við sama tíma í fyrra. Þróunin var hins vegar mjög ólík á milli þjóðerna. Þannig jókst straumurinn hingað frá Kanada umtalsvert á milli ára á meðan ferðamönnum frá Ísrael og Rússlandi …

Það seldust 1.259 nýir Tesla bílar á Íslandi árið 2022 og í fyrra voru þeir nærri þrefalt fleiri eða 3.471. Veltan jókst ekki í takt við söluna því tekjur bandaríska rafbílaframleiðands af hverjum nýjum bíl hér á landi drógust saman um 17 prósent samkvæmt útrekningum FF7 sem byggja á ársreikningi Tesla Motors Iceland ehf. Þetta …

Það voru 155 þúsund útlendingar sem innrituðu sig í flug frá Keflavíkurflugvelli í maí en þessi talning er notuð til að meta ferðamannastrauminn hingað til lands. Í maí í fyrra voru erlendu brottfararfarþegarnir 158 þúsund og 165 þúsund í maí 2018 þegar þeir voru flestir. Það vantaði því sex prósent fleiri farþega til að jafna …